Harmageddon á Xinu 977
Jón Baldvin Hannibalsson í útvarpsviðtali hjá Harmageddon um Hrunið 2008
jbhannibalsson@gmail.com
Jón Baldvin Hannibalsson í útvarpsviðtali hjá Harmageddon um Hrunið 2008
Þegar fréttamaður Pressunnar hringdi í mig undir miðnættið í gær og spurði formálalaust, hvort ég hefði sem utanríkisráðherra beitt mér fyrir ráðningu Árna Mathiesen, dýralæknis, í stjórnunarstöðu hjá FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm), svaraði ég: “Aldrei” – og bætti við, að ef þetta ætti að verða nýjasta útflutningsafurð Íslendinga, væri vart von á góðu. Við nánari umhugsun skynja ég, að framkallað svar á staðnum og stundinni við svo áhugaverðri spurningu er eiginlega of afundið. Spurningin verðskuldar meiri yfirvegun og meiri íhygli.
Var það ekki Þorvaldur Gylfason, sem benti á það, þegar kvótaekkjan frá Vestmannaeyjum munstraði Davíð Oddsson sem ritjstóra Moggans, að því væri helst að líkja við það, að Ameríkanar hefðu ráðið Richard Nixon eftir Watergate sem ritstjóra Washington Post? Auðvitað á að líta á málin í svona stóru samhengi. Ég hefði því átt að svara á þá leið, að áður en ég treysti mér til að mæla með fallít fjármálaráðherra við FAO, yrði ég að huga að jafnræðisreglunni og þar með því, að ég mætti ekki gera upp á milli okkar íslensku afreksmanna, sem sameiginlega stóðu yfir höfuðsvörðum íslenska lýðveldisins.
Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson segjast reka eitthvert ódýrasta útvarpsprógramm sem um getur. Öllum tilkostnaði er haldið í skefjum. Samt er boðið upp á áhugavert efni, sem skírskotar einkum til ungs fólks. Hér fer á eftir viðtal, sem þeir félagar tóku við JBH mánudaginn 1. nóv. s.l.. Umræðuefnið var hrunið, orsakir og afleiðingar, stjórnmálaflokkar í lamasessi og hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni aftur á kjöl. Viðtalið fer hér á eftir:
Fyrsti hluti, annar hluti, þriðji hluti og fjórði hluti.
Hér fer á eftir viðtal SME í morgunþætti Bylgjunnar á sunnudagsmorgni 24. okt.. Tilefnið var, að á s.l. tíu dögum eða svo hefur verið efnt til málþinga, þar sem fræðimenn lýstu reynslu Svía og Finna af veru þessara þjóða í Evrópusambandinu s.l. fimmtán ár, og Pat Kox, forseti Evrópusamtakanna og f.v. forseti Evrópuþingsins, dró saman yfirlit um reynslu Íra af Evrópusambandsaðild s.l. áratugi. Pat Kox gerði líka samanburð á því, hvernig Írum, sem eru bæði í Evrópusambandinu og með evru, og Íslendingum með sína krónu, hefur reitt af í fjármálakreppunni.
JBH útskýrir m.a., hvers vegna Samtök græningja víðast hvar í Evrópu hafa breytt afstöðu sinni til Evrópusambandsins í ljósi reynslunnar og eru nú eindregið fylgjandi aðild, sbr. yfirlýsingar Evu Joly í kveðjuorðum hennar til Íslendinga í Silfri Egils, en hún er nú forsetaframbjóðandi græningja í Frakklandi.
Jón Baldvin Hannibalsson færir rök fyrir því af hverju Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið (2010).
„Ég aftanskinið óttasleginn lít
ef ekki dagsins próf ég staðist get,
að mjakast hafi ennþá út um fet
þess akurlendis jarðar sem ég brýt.”
(Jón Helgason: Að morgni)
1.
Ef mér skjátlast ekki því meir, byrjaði þetta ævintýri fyrir 40 árum með því að kaupa skúringafötu og þvottalög – hvort hét hann ajax eða handyandy? – úti í Björnsbúð. Stebbi stórsmiður, fyrsti starfsmaður MÍ, fyrir utan sjálfan mig, og faðir verðandi stúdenta frá þessum skóla, hafði lagt sig í líma við að breyta gamla barnaskólahúsinu til að búa það undir nýtt hlutverk. Fram að þessu var þetta góða hús sniðið að þörfum smáfólksins. Nú stóð til að hleypa þar inn ögn fyrirferðarmeira fólki. Þess vegna þurfti að sópa upp og skrúbba eftir smiðinn, svo að allt liti þetta þokkalega út, þegar aðgangsharðir umsækjendur um skólavist færu að knýja dyra.
Þetta kom sér vel, þegar blómvöndurinn barst frá henni frú Hertu Schenk Leósson. Skúringafata getur nefnilega líka þénað sem blómavasi, þegar maður er fátækur og hamingjusamur, þ.e.a.s. nægjusamur. Frú Herta – blessuð sé minning hennar – hafði reyndar prívat og persónulega búið fjölda vestfirskra ungmenna undir súdentspróf í latínu og frönsku og í þýskum kúltúr í kaupbæti. Ég leit á blómvöndinn frá henni sem sýnilegt tákn um velþóknun forsjónarinnar á fyrirtækinu. Ég var svo sem ekki sá fyrsti, sem byrjaði með tvær hendur tómar. Og mér fannst vel við hæfi, að ég byrjaði sem hvort tveggja, kúltúrkommissar og ræstitæknir, við þetta verðandi lærdómssetur, sem á þessum tímapúnkti átti bara eina skúringafötu.
Eftirfarandi viðtal við JBH birtist á Pressunni 29.sept.: Ómerkilegt af Ingibjörgu, hún átti að fara fyrir landsdóm – Ofsóknartal er bull. Athygli skal vakin á því, að fyrirsagnir eru Pressunnar, ekki viðmælandans.
Frétt á Eyjunni um þetta viðtal nefnist Ingibjörg hefði átt að fara fyrir Landsdóm. Hefði sjálfur heimtað það.
Ræða flutt á fundi Samfylkingarfélaganna, landsmálafélags jafnaðarmanna, Rósarinar og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni laugardaginn 11. september, 2010.
Tilefnið var skýrsla nefndar um stefnu í fiskveiðistjórnarmálum undir formennsku Guðbjarts Hannessonar.
1.
Norðmenn eru ekki einasta skuldlaus þjóð – þeir eru moldrík þjóð. Það stafar af því, að arðurinn af þjóðareign þeirra á olíuauðlindinni hefur runnið til eigandans – þjóðarinnar. Það hvarflaði ekki að Norðmönnum að afhenda nýtingarréttinn að auðlindinni einhverjum forréttindahópi fyrir ekki neitt. Þeir hafa ekki veðsett auðlindina fyrir skuldum. Þotuliðið þeirra hefur ekki fengið sérleyfi til að veðsetja þjóðareignina í spilavítum.
Að lokinni óvenjumildri sumarblíðu hófst hinn pólitíska vertíð vetrarins með stuttu haustþingi í byrjun september – og með Silfri Egils, sem vaknaði á ný af sumardvala sunnudaginn 5. september. Í þessu upphafssilfri birtist eftirfarandi viðtal Egils við JBH, viðtalið hefst þegar 34:00 mínútur eru liðnar af þættinum.
Kveikjan að viðtalinu var erindi, sem ég flutti á málþingi með dönskum háskólakennurum í hagfræði, sem byrjuðu nýtt kennsluár með fjögurra daga “rannsóknaræfingu” um íslenska hrunið. Í þessu erindi færði ég rök fyrir því, að hrunið hefði verið sjálfskaparvíti, þótt hin alþjóðlega fjármálakreppa, sem breiddist út um heiminn frá Bandaríkjunum, hafi verið neistinn sem kveikti bálið. Hrun íslenska fjármálakerfisins var hvort tveggja í senn, fyrirsjáanlegt og fyrirbyggjanlegt.
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að sömu niðurstöðu í sannleiksskýrslu sinni. Hún færir veigamikil rök fyrir því, hvernig hin pólitíska forysta brást skyldum sínum. Oddvitar stjórnarflokka, ráðherrar í lykilstöðum og ábyrgðarmenn eftirlitsstofnana vissu, eða máttu vita, að framundan væri hættuástand og bar skylda til að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana í tæka tið. Skýrsluhöfundar nafngreina 11 einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir meiriháttar mistökum og/eða vanrækslu á embættisskyldum, lögum samkvæmt.
Fundur var haldinn s.l. laugardag á vegum Landsfélags jafnaðarmanna, sem gengur undir nafninu Rósin, og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, en bæði eru þessi félög í Samfylkingunni.
Fundarefnið var að leita svara við spurnigum sem umbótanefnd Samfylkingarinnar hefur beint til aðildarfélaganna. Spurningarnar snerust um, hvað það væri sérstaklega, sem SF ætti að taka til sín úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og hvaða hlut forystumenn SF ættu í hruninu.
Jón Baldvin var frummælandi á fundinum og hér er hægt að hlusta á erindi hans.