1.
Why did Iceland get so deeply involved in the Baltic nations´struggle for their restoration of independence in 1989-91?
jbhannibalsson@gmail.com
Erindi flutt á hátíðarsamkomu Háskólans í Vilníus, í tilefni þess að í dag eru liðin 20 ár frá því að Seimas, þing Litháa, lýsti yfir endurreistu sjálfstæði sínu.
Lagðar voru fjórar spurningar fyrir höfund. Svörin far hér á eftir.
The attached lecture was given today at a seminar at the University of Vilnius on the occasion of the 20 year anniversary of the Seimas declaration of the restored independence of Lithuania.
The lecture covers the four questions asked by the organizers.
Why did Iceland get so deeply involved in the Baltic nations´struggle for their restoration of independence in 1989-91?
Ræða Jóns Baldvins á þorrablóti íslenska samfélagsins í Brüssel 5. febrúar s.l.
Það fer vel á því hjá ykkur hérna í útlegðinni að halda í heiðri fornar dyggðir og blóta Þorra – sér í lagi, ef þetta er ein af fáum fornum dyggðum, sem við eigum eftir.
Ég er kominn á svo þroskaðan aldur, að ég man þá tíð, þegar fjallkonan var eins og saklaus heimasæta í afdal, í samanburði við hinar glysgjörnu gálur í útlöndum. Við skildum bíllyklana eftir í svissinum og hús okkar og heimili stóðu opin allan sólarhringinn. Samt var engu stolið. Var það kannski af því, að það var engu að stela?
Menn hafa það enn í dag fyrir satt, að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi verið tekin af í beinni útsendingu á Stöð-2 eftir kvöldfréttir þann 16. september, 1988. Þetta er að vísu of mælt. Ríkisstjórnin hafði naumast greinst með lífsmarki allt sumarið. Talsamband formanna samstarfsflokkanna var slitrótt. Ákvarðanir fengust ekki teknar. Þjóðarskútan var á reki. Það vantaði kúrsinn.
Það var við þessar tvísýnu aðstæður, að við Steingrímur Hermannsson sórumst í pólitískt fóstbræðralag.Við náðum, ásamt samstarfsmönnum okkar, samstöðu um úrræði, sem dugðu við bráðavanda þess tíma.Svo settum við kúrsinn um, hvert skyldi halda. Niðurstaðan varð myndun vinstristjórnar, undir forystu Steingríms, sem var við völd til loka kjörtímabilsins vorið 1991. Þetta kom mörgum í opna skjöldu. Það hafði verið fátt með frændum, jafnaðar- og samvinnumönnum, um hríð. En aðsteðjandi vandi neyddi okkur Steingrím til að slíðra sverðin og snúa bökum saman, svo sem gert höfðu feður okkar, Hermann og Hannibal, forðum daga.
SJÁLFSTÆÐI: Sjálfstæði í orði er ekki sama og sjálfstæði í verki. Haiti er ekki öfundsvert af sínu “formlega” sjálfstæði. Forskriftin að velgengni Íslendinga á 20stu öld var þessi: 1.
Innlent framkvæmdavald + erlent fjármagn + óhindraður markaðsaðgangur = hagvöxtur. Undirskilið var tiltölulega hátt menntunarstig þjóðarinnar. Evrópusambandsaðild nú er jafngild þessari forskrift, miðað við breyttar aðstæður. Eystrasaltsþjóðir fögnuðu endurheimt formlegs sjálfstæðis 1991. Með ESB-aðild árið 2004 festu þær sjálfstæðið í sessi og tryggðu það fyrir utanaðkomandi ásælni. Hrunið hefur hneppt Íslendinga í skuldafangelsi. Það jafngildir því að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu. Við þurfum að endurheimta það – og festa síðan í sessi með aðild að Evrópusambandinu, rétt eins og vinaþjóðir okkar við Eystrasalt.
2.
LÝÐRÆÐI. Evrópusambandið er samtök lýðræðisríkja. Meðal aðildaríkja eru sum þroskuðustu lýðræðisríki í heimi, eins og t.d. Norðurlandaþjóðir. Við eigum að skipa okkur í sveit með þeim, í svæðisbundnu samstarfi Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða, innan ESB. Evróðusambandið hefur stuðlað að því að leysa fleiri þjóðir undan oki einræðis (Spánn, Portúgal, Grikkland, Mið-og Austur-Evrópa og þjóðirnar á Balkanskaga) en nokkur önnur fjölþjóðasamtök. Aðildarþjóðirnar velja sér ríkisstjórnir, sem fara með æðsta vald innan ESB í ráðherraráðinu og deila löggjafarvaldinu með Evrópuþinginu, sem er kosið beint af aðildarþjóðum. Dræm kosningaþátttaka er á ábyrgð kjósenda sjálfra. Kjósendur geta sjálfir ráðið bót á því.
INNGANGUR: Ólafur Kjaran, ritstjóri skólablaðs míns gamla skóla, Lærða skólans í Reykjavík, sneri sér til undirritaðs og formanns Heimssýnar með beiðni um að skiptast á skoðunum um kosti og galla Evrópusambandsaðildar. Fyrst átti hvor um sig að skrifa eins konar “framsögupistil” – en síðan koma með andsvör við pistli hins. Ég held, að þetta sé nokkuð gott framlag til að hjálpa leitandi sálum að gera upp hug sinn í stóru máli. Hér fer á eftir framsaga mín og andsvar við pistli Heimssýnar. Því miður hef ég ekki framlag Heimssýnar undir höndum, en mun birta það, framsögu og andsvar, fái ég það í tölvutæku formi innan tíðar – JBH.
EVRÓPUSAMBANDIÐ er allsherjar samtök lýðræðisríkja í Evrópu. Einu ríkin, sem ekki sækjast eftir aðild, eru olíu-konungdæmið Noregur og fáein örríki. Örríkin kjósa að standa fyrir utan, af því að þau ráða ekki við þær skuldbindingar, sem aðild fylgja. Örríki eru venjulega viðhengi við eitthvert annað ríki,(t.d. Lichtenstein við Sviss).
Það á ekki af okkur að ganga. Fimmtán mánuðir hafa farið í (óbærilegt) argaþras um Icesave. Alþingi hefur verið óstarfhæft í hálft ár út af málþófi stjórnarandstöðunnar. Eftir mörg þúsund ræður og þrasþætti án uppstyttu í ljósvakamiðlum um Icesave, sitjum við enn í sama farinu. Þjóðin er engu nær um lausn málsins, sem lifa má við. Ísland er eins og stjórnlaust rekald, sem hrekst undan veðri og vindum.
Þrátt fyrir allt þrasið og fjasið stendur sú staðreynd óhagganleg, að Icesave – þetta tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar – er runnið undan rifjum íslenskra manna og á ábyrgð Íslendinga, ýmist vegna aðgerða þeirra eða aðgerðaleysis. Íslensk stjórnvöld réðu yfir lagaheimildum og stjórnvaldsúrræðum, sem hefðu dugað til að forða þjóðinni frá Icesave-reikningnum. Þau brugðust. En í stað þess að viðurkenna mistök sín – svo að af þeim megi læra – reyna þau nú, úr stjórnarandstöðu, að skella skuldinni á alla aðra. Þannig reyna þeir, sem bera þyngsta ábyrgð á óförum okkar, að beina athyglinni frá sjálfum sér með því að kenna öðrum um. Rökin fyrir þessum fullyrðingum standa óhögguð, þrátt fyrir allt þrasið. Rökin eru þessi:
Um leið og ég kveð Halldór frænda minn Hafliðason í Ögri, sé ég á bak bernsku minni. Hún tilheyrir nú veröld sem var. Hún er horfin og kemur aldrei til baka.
Andlátsfregnin barst mér hingað, þar sem ég sit við fjöruborðið í finnska skerjagarðinum. Úti við sjóndeildarhringinn blasa við eyjar og sker. Samt sakna ég kríunnar, þessarar heimskautabrussu, og yndis æðarfuglsins í Ögurhólmum æsku minnar.
Nú þegar hugurinn leitar aftur til uppvaxtarára okkar í Ögri við Djúp vestur – þessara sælu sumra bernskunnar – uppgötva ég, sjálfum mér til furðu, að á okkur Halldóri var mikill aldursmunur í þá daga; hvorki meira né minna en sex ár.
A speech made at the Kalevi Sorsa Institude in Helsinki on the 7th of November, 2009
Since the fall, Icelanders are still debating whether they were the innocent victims of outside events or if they are themselves to blame for their misfortune. Although the international crisis (the fall of Lehman brothers) was the spark that ignited the fire, there is ample evidence to show that Iceland was headed for a fall. It was only a matter of time.
In April 2008, half a year before the crash, Willem Buiter and Anne Sibert, well-known experts in international finance, delivered a report on the health of the Icelandic banking system. Their conclusion was, that the collapse of the banking system was the predictable end of a “non-viable business model”. It was a house of cards. It was not a question of IF – but only WHEN it would collapse.
The Foundation for European Progressive Studies with the support of the Kalevi Sorsa foundation.
4th Kalevi Sorsa Research and Policy Days
Helsinki Congress Paasitorni
Since the fall, Icelanders are still debating whether they were the innocent victims of outside events or if they are themselves to blame for their misfortune. Although the international crisis (the fall of Lehman brothers) was the spark that ignited the fire, there is ample evidence to show that Iceland was headed for a fall. It was only a matter of time.
Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.
Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.
Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!
Það tók dolfallna áhorfendur tímakorn að átta sig á því, hvað stæði til. Því að þótt róttækni Þrastar væri þingeysk – og reyndar þýsk í aðra áttina, þá var raunsæi hans rammvestfirskt, af Ströndum og úr Jökulfjörðum.