Hvort tveggja getur ekki verið rétt. Hvorum á að trúa, bankaráðsmanninum eða bankastjórunum? Rétt svar varðar gríðarlega almannahagsmuni. Það er því full ástæða til, að sannleikurinn verði leiddur í ljós í réttarsal, þar sem áður nefndir ábyrgðarmenn Icesave-reikningsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði krafðir svara, áminntir um sannsögli.
ÁMINNTUR UM SANNSÖGLI…
Kjartan Gunnarsson, fv.vara-formaður bankaráðs Landsbankans fullyrðir í Mbl.grein (14.08.09), að forráðamenn Landsbankans hafi aldrei haldið því fram, “að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars staðar.” Undirsátar Kjartans, bankastjórarnir Halldór Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, halda hinu gagnstæða fram. Í bréfi, sem þeir undirrita í nafni bankans til hollenska seðlabankans og FME í sept. 2008, “sögðust (þeir) hafa vissu fyrir því, að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæður í íslenskum bönkum.”