ÁMINNTUR UM SANNSÖGLI…

Kjartan Gunnarsson, fv.vara-formaður bankaráðs Landsbankans fullyrðir í Mbl.grein (14.08.09), að forráðamenn Landsbankans hafi aldrei haldið því fram, “að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars staðar.” Undirsátar Kjartans, bankastjórarnir Halldór Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, halda hinu gagnstæða fram. Í bréfi, sem þeir undirrita í nafni bankans til hollenska seðlabankans og FME í sept. 2008, “sögðust (þeir) hafa vissu fyrir því, að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæður í íslenskum bönkum.

Hvort tveggja getur ekki verið rétt. Hvorum á að trúa, bankaráðsmanninum eða bankastjórunum? Rétt svar varðar gríðarlega almannahagsmuni. Það er því full ástæða til, að sannleikurinn verði leiddur í ljós í réttarsal, þar sem áður nefndir ábyrgðarmenn Icesave-reikningsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði krafðir svara, áminntir um sannsögli.

Lesa meira

FORHERÐING?

Opnugrein Kjartans Gunnarssonar, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Davíðs Oddssonar)

og varaformanns bankaráðs Landsbankans (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Björgólfs Guðmundssonar) í Mbl. 14.08. s.l., gefur tilefni til að biðja lesendur Mbl. að hugleiða eftirfarandi staðreyndir:

Lesa meira

Minning: Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már var sá embættismaður íslenskur, sem þekkingar sinnar og reynslu vegna, var best til þess fallinn að feta í fótspor sjálfs Hannesar Hafstein,

sem aðalsamningamaður Íslands, til að undirbúa og leiða þær viðræður, sem framundan eru við Evrópusambandið um aðild Íslands að allsherjarsamtökum lýðræðisríkja. Sú von er nú að engu orðin. Svona verður Íslands óhamingju flest að vopni þessi misserin.

Lesa meira

UM BRIGSL OG VÍXL : Svar til Sigurðar Líndal

“Allir þeir lögfræðingar, sem ég hef rætt við eru sammála um, að
ábyrgð ríkissjóðs Íslands (á Icesave-reikningnum) nái ekki lengra en
tryggingarsjóður innstæðueigenda getur staðið undir.”
Ármann Kr. Ólafsson, alþm., 30. okt., .2008

“Allir lögfræðingar, sem ég talaði við, töldu, að þetta væri bindandi,
að við yrðum að borga (20.887 evrur)”
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði, 27. nóv., 2008

Sagt er, að landamerkjadeilur og lagaþras sé eins konar þjóðaríþrótt landans. Ég viðurkenni fúslega, að þetta getur verið skondin íþrótt upp að vissu marki – allavega finnst iðkendunum það oftast nær sjálfum. En ef þrasið snýst upp í hártoganir og útúrsnúninga um aukaatriði, getur gamanið farið að kárna. Þrasið umhverfist þá í merkingarlítið stagl um aukaatriði, sem kemur engum að gagni.

Mér sýnist lagaþrasið, sem spunnist hefur út frá spurningunni um, hvort íslenska ríkið beri ábyrgð á innistæðutryggingum útibúa Landsbankans á EES-svæðinu, vera af síðarnefndu sortinni. Og ekki jókst mér tiltrú á, að þessi þjóðaríþrótt Íslendinga þjóni jákvæðum tilgangi, við lestur greinar Sigurðar Líndal um þetta efni í Pressunni. Mér skilst að grein Sigurðar sé a.m.k. að hluta andsvar við Mbl –grein minni: Um smjörklípukenninguna og seðlabankastjórann, frá 7. júlí s.l. (sjá www.jbh.is). Fyrirfram hefði ég ætlað, að prófessorinn gæti rætt lögfræðileg álitamál af stillingu og yfirvegun. Þetta er jú hans fag. Munnsöfnuður hans kemur mér því á óvart: Hann segir mig fara með “staðlausa stafi”, “ósannindi ofan á ósannindi” og “beita uppspuna og ósannindum”. Hvað veldur þessari tilefnislausu vanstillingu? Er þetta kannski ómissandi ívaf í þjóðaríþróttinni?

Lesa meira

ICELAND AND THE EUROPEAN UNION

In her article: “Iceland – What can be Learnt from the Crash” – published in Le Monde, the Daily Telegraph and Aftenposten in Norway, August 1st, Madame Eva Joly, member of the European Parliament, pleads the case of the Icelandic people, based on the premise that they were innocent victims of events, beyond their control.

True enough, as far as it goes. The Icelandic people are now presented with a huge bill left behind by financial scoundrels, who have ruined the Icelandic economy and left the nation´s reputation in tatters.This misfortune has befallen the nation because the conservative leadership, returned to power in three consecutive elections, betrayed the trust of the people. But this means that the majority of the population must also bear a part of the blame.

Continue reading

ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ

Í grein sinni: “Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,” sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, s.l., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.

Þetta má til sanns vegar færa að nokkru leyti. Þjóðin situr nú uppi með óbærilegar “skuldir óreiðumanna,” sem hún stofnaði ekki til og naut aðeins að litlu leyti, þar sem lánin fóru að stórum hluta í fjárfestingar erlendis. Ósköpin dundu yfir, af því að hin pólitíska forysta, sem meirihluti þjóðarinnar valdi í hverjum kosningum á fætur öðrum, svaf á verðinum og brást gjörsamlega trausti þjóðarinnar, þegar á reyndi. En það þýðir um leið, að þjóðin er ekki bara saklaust fórnarlamb. Hún er að því leyti sinna eigin örlaga smiður, að hún valdi þessa menn og flokka til forystu, og hefur þar af leiðandi ekki við aðra að sakast.

Lesa meira

POLITICAL FIRST-AID? Iceland and EU

Why should the European Union – or individual member states – worry about Iceland in her current distress? A country with a tiny population in the North Atlantic, on the margins, of Europe having fallen victim to an economic crash, which is beyond the nation’s means to recover from, on her own? Are there any interests involved, justifying that the EU should incur effort and expense – although a miniscule amount seen from the vantage point of Brussels – to help Iceland to recover from this major setback?

Does it change anything that Iceland has now, belatedly, presented a membership application to the Swedish Presidency, although the conservative power elite has hitherto maintained that the island nation would be better off outside the Union? Madame Joly, a member of the European Parliament and advisor to the special prosecutor, investigating the fall of the Icelandic banks, raises those questions for consideration in an interesting article, published 1st of August, in influential newspapers in France, the UK and Norway – as well as in Iceland. Because of her fame (some say notoriety) as a special prosecutor in the Elf-case, the biggest financial scandal of the post-war era in France, influential people listen, when Madame Joly speaks up. Her initiative in drawing the attention of the general public as well as influential persons to those issues is praiseworthy.

Continue reading

ÁFALLAHJÁLP?

Hvers vegna ætti Evrópusambandið – eða einstök aðildarríki þess – að hafa af því áhyggjur, þótt Ísland – fámennt eyríki í Norður-Atlantshafi, á jaðri Evrópu – verði fyrir efnahagshruni, sem þjóðinni er ofviða að ráða fram úr á eigin spýtur? Eru einhverjir hagsmunir í húfi, sem réttlæti það, að Evrópusambandið leggi á sig fyrirhöfn og jafnvel kostnað – þótt hreinir smáaurar séu á mælikvarða sambandsins – til að hjálpa Íslendingum til að komast út úr tímabundnum erfiðleikum?

Breytir það einhverju, að Ísland hefur nú seint og um síðir, lagt fram aðildarumsókn, þótt ráðandi öfl hafi hingað til talið hag þjóðarinnar betur borgið utan sambandsins en innan?

Lesa meira

VINARBRAGÐ

Sú var tíð, að Litháum fannst, að þeir stæðu einir uppi í heiminum á örlagatímum. Stórveldin sögðu þeim að hafa sig hæga, og hið svokallaða alþjóðasamfélag vildi sem minnst af þeim vita. Þegar þeir leituðu ásjár í raunum sínum, voru fáir til að bænheyra þá.

Og þegar þeir sendu út neyðarkall vegna yfirvofandi blóðsúthellinga, var það bara einn af mörgum, sem þeir leituðu til, sem sinnti kallinu: Utanríkisráðherra NATO-ríkisins Íslands, eins og þeir gjarnan orðuðu það. Og þegar maður á bara einn vin í heiminum, þykir manni gjarnan meira til hans koma en ella. Þess vegna greiptu Litháar í eina steinblokkina, sem þeir notuðu til að víggirða þinghúsið í Vilníus: Til Íslands, sem þorði, þegar aðrir þögðu.

Lesa meira