ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ

Í grein sinni: “Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,” sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, s.l., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.

Þetta má til sanns vegar færa að nokkru leyti. Þjóðin situr nú uppi með óbærilegar “skuldir óreiðumanna,” sem hún stofnaði ekki til og naut aðeins að litlu leyti, þar sem lánin fóru að stórum hluta í fjárfestingar erlendis. Ósköpin dundu yfir, af því að hin pólitíska forysta, sem meirihluti þjóðarinnar valdi í hverjum kosningum á fætur öðrum, svaf á verðinum og brást gjörsamlega trausti þjóðarinnar, þegar á reyndi. En það þýðir um leið, að þjóðin er ekki bara saklaust fórnarlamb. Hún er að því leyti sinna eigin örlaga smiður, að hún valdi þessa menn og flokka til forystu, og hefur þar af leiðandi ekki við aðra að sakast.

Lesa meira

POLITICAL FIRST-AID? Iceland and EU

Why should the European Union – or individual member states – worry about Iceland in her current distress? A country with a tiny population in the North Atlantic, on the margins, of Europe having fallen victim to an economic crash, which is beyond the nation’s means to recover from, on her own? Are there any interests involved, justifying that the EU should incur effort and expense – although a miniscule amount seen from the vantage point of Brussels – to help Iceland to recover from this major setback?

Does it change anything that Iceland has now, belatedly, presented a membership application to the Swedish Presidency, although the conservative power elite has hitherto maintained that the island nation would be better off outside the Union? Madame Joly, a member of the European Parliament and advisor to the special prosecutor, investigating the fall of the Icelandic banks, raises those questions for consideration in an interesting article, published 1st of August, in influential newspapers in France, the UK and Norway – as well as in Iceland. Because of her fame (some say notoriety) as a special prosecutor in the Elf-case, the biggest financial scandal of the post-war era in France, influential people listen, when Madame Joly speaks up. Her initiative in drawing the attention of the general public as well as influential persons to those issues is praiseworthy.

Continue reading

ÁFALLAHJÁLP?

Hvers vegna ætti Evrópusambandið – eða einstök aðildarríki þess – að hafa af því áhyggjur, þótt Ísland – fámennt eyríki í Norður-Atlantshafi, á jaðri Evrópu – verði fyrir efnahagshruni, sem þjóðinni er ofviða að ráða fram úr á eigin spýtur? Eru einhverjir hagsmunir í húfi, sem réttlæti það, að Evrópusambandið leggi á sig fyrirhöfn og jafnvel kostnað – þótt hreinir smáaurar séu á mælikvarða sambandsins – til að hjálpa Íslendingum til að komast út úr tímabundnum erfiðleikum?

Breytir það einhverju, að Ísland hefur nú seint og um síðir, lagt fram aðildarumsókn, þótt ráðandi öfl hafi hingað til talið hag þjóðarinnar betur borgið utan sambandsins en innan?

Lesa meira

VINARBRAGÐ

Sú var tíð, að Litháum fannst, að þeir stæðu einir uppi í heiminum á örlagatímum. Stórveldin sögðu þeim að hafa sig hæga, og hið svokallaða alþjóðasamfélag vildi sem minnst af þeim vita. Þegar þeir leituðu ásjár í raunum sínum, voru fáir til að bænheyra þá.

Og þegar þeir sendu út neyðarkall vegna yfirvofandi blóðsúthellinga, var það bara einn af mörgum, sem þeir leituðu til, sem sinnti kallinu: Utanríkisráðherra NATO-ríkisins Íslands, eins og þeir gjarnan orðuðu það. Og þegar maður á bara einn vin í heiminum, þykir manni gjarnan meira til hans koma en ella. Þess vegna greiptu Litháar í eina steinblokkina, sem þeir notuðu til að víggirða þinghúsið í Vilníus: Til Íslands, sem þorði, þegar aðrir þögðu.

Lesa meira

BILDTINGARMAÐUR?

Það virðist vera orðið samdóma álit almennings á Íslandi, að íslenskum athafna- og stjórnmálamönnum sé ekki hleypandi út fyrir landsteinana, án þess að þeir verði landi og þjóð til skaða og skammar. Úrásarvíkingarnir rómuðu reyndust, sem kunnugt er, vera fávísir flottræflar. Það sneri allt öfugt; þeir reyndust vera sauðir undir úlfshárum. Og stjórnmálaforystan, sem átti að standa vaktina, gæta hagsmuna almennings og hafa taumhald á dekurdrengjunum – hún svaf á vaktinni og brást þjóð sinni með hörmulegum afleiðingum fyrir samtíð og framtíð.

Það verður lengi í minnum haft, þegar Geir H. Haarde, hinn slétti og felldi formaður Flokksins og forsætisráðherra stóð á gati í Hard Talk (þrátt yfir tvær MA gráður í hagfræði) frammi fyrir spurningunni: “Hvað gerðuð þér, herra forsætisráðherra, til að forða þjóð yðar, sem var ein af ríkustu þjóðum heims, frá því að verða bónbjarga þjóð (“a failed economic state”)? Þegar Geir kvartaði undan harðýðgi Breta, sem beittu hryðjuverkalögum á íslenska hryðjuverkamenn, spurði spyrillinn: “Tókuð þér ekki málið upp við Gordon Brown, starfsbróður yðar?” Og svarið var: “No – but perhaps I should have.”

Lesa meira

ICELAND: FROM CRISIS TO RECOVERY

INTERVIEW WITH MR. JON BALDVIN HANNIBALSSON
BY WITOLD BOGDANSKY IN REYKJAVIK (JUNE 02, 2009).

The purpose of the interview is to present different opinions on present situation in Iceland, collapse of the Icelandic economy in 2008, issues such as membership of EU and EMU, economic situation, adoption of euro (or a different currency), NAFTA issue and others subjects.

Mr. Jon Baldvin Hannibalsson, is a very well known Icelandic politician: the former President of The Social Democratic Party (1984-1986), the former Minister of Finance (1987-1988) and Minister of Foreign Affairs (1988-1995), and later the Ambassador of the Republic of Iceland in the United States and Finland.

Continue reading

Svar til Gerðar Pálmadóttur

Heil og sæl, Gerður:
Takk fyrir kveðjuna. Fæ ekki betur séð en að við séum sammála. Við verðum að semja, en – þingið þarf að ná samstöðu um að fresta afgreiðslu og reyna að fá nýtt öryggisákvæði (eins konar þak), ef greiðslubyrði reynist verða ofviða gjaldþoli eftir sjö ár. Eins, að verði neyðarlögunum hnekkt fyrir dómstólum (en það er forsenda fyrir því að eignir LB gangi upp í skuldina), þá verði að semja upp á nýtt í ljósi breyttra aðstæðna. Það hafa ýmsir lýst svipuðum hugmyndum. Spurningin er, hvort núverandi stjórnmálaforyta ræður við mál af þessari stærðargráðu.
Það var gaman að heyra frá þér. Með bestu kveðjum, Jón Baldvin

UM SMJÖRKLÍPUKENNINGUNA OG SEÐLABANKASTJÓRANN

Drottningarviðtal Agnesar við Davíð í Sunnudagsmogga (5. júlí) gefur tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs og kettinum hennar. Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:

“Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum…”

Lesa meira

ICESAVE Í IÐNÓ – HREINSUNARDEILD VG

Það hefðu ekki margir íslenskir stjórnmálamenn getað farið í fötin hans Steingríms J. á fundinum um Icesave í Iðnó í gærkvöldi. Eftir átján ára þrautagöngu í stjórnarandstöðu verður það seint sagt um formann Vinstri-grænna, að hann beri ábyrgð á Icesave-reikningnum. Það gera hins vegar fortakslaust fv. formenn hinna flokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Fundarmenn virtust hins vegar flestir hverjir standa í þeirri trú, að við Steingrím einan væri að sakast.

Það er ekki öfundsvert hlutskipti að standa frammi fyrir eigin fylgismönnum og “born-again” framsóknarmönnum, sem nú kalla sig íslenska varnarliðið (“In Defence”) og að þurfa að kynna þjóð sinni þann beiska sannleika, að hún á engra annarra kosta völ en að borga; að borga reikninginn fyrir fjárglæfra Björgólfanna – Landsbankaklíkunnar – sem allir voru innvígðir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins; og að gjalda fyrir afglöp forystumanna flokkanna þriggja, sem áður voru nefndir.

Lesa meira