Tókstu eftir fréttinni í hádeginu í dag? Í Bandaríkjunum var verið að kveða upp dóm yfir stærsta fjárglæframanni Bandaríkjanna,(gjaldþrot hans var reyndar svipuð upphæð í dollurum og íslensku bankanna þriggja).Það komst upp um manninn í desember s.l. og endanlegur dómur kveðinn upp í lok júní.Dómurinn kvað á um 150 ára fangelsisvist, auk þess sem fjársvikarinn var með dósmúrskurði sviptur öllum eignum sínum (fyrir utan lífeyri ekkjunnar). Á Íslandi hrundi kerfið í október. Dómsmálaráðherrann BB, skipaði tvo saksóknara til að rannsaka málin, en láðist að athuga að báðir áttu fyrir syni, menn í innsta hring braskaranna, sem átti að rannsaka. Nú eru a.m.k. þrír aðilar að rannsaka og verða bráðum sex, skv. nýju frumvarpi. Á meðan líður tíminn. Enginn hefur verið ákærður, hvað þá sakfelldur.”Late Justice is no Justice,” segja Bretar.
AF ILLU PRETTA TÁLI – Svar til Steinþórs Jónssonar
Heill og sæll, Steinþór.
Ég þykist þess ekki umkominn að kveða af eða á um réttmæti þessa lista yfir meinta sakborninga, sem þú birtir. Hitt þykist ég vita, að ef íslenskt réttarfar væri starfandi á sömu forsendum og hið bandaríska, hefði öllum þessum mönnum verið birtar ákærur með rökstuddum grun um lögbrot eða meiriháttar afglöp í starfi.