Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri

Minning: Finnbogi Rútur Valdimarsson bankastjóri Andlátsfregn Finnboga Rúts föðurbróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar

V-Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Evrópubandalagsins í Brussel – í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús.

Mér var hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefðihann notið sín öðrum mönnum betur við að sækja og verja málstað Íslendinga í alþjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarraþjóða, með galdri og kúnst. Hannhefði ekki þurft að nýta neitt túlk unarkerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróður um alþjóðalög og rétt; lifandi alfræðibók um sögu og menningu, hugsunarhátt, hugsjónir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa viðborðið.

Lesa meira