UM BRIGSL OG VÍXL : Svar til Sigurðar Líndal

“Allir þeir lögfræðingar, sem ég hef rætt við eru sammála um, að
ábyrgð ríkissjóðs Íslands (á Icesave-reikningnum) nái ekki lengra en
tryggingarsjóður innstæðueigenda getur staðið undir.”
Ármann Kr. Ólafsson, alþm., 30. okt., .2008

“Allir lögfræðingar, sem ég talaði við, töldu, að þetta væri bindandi,
að við yrðum að borga (20.887 evrur)”
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði, 27. nóv., 2008

Sagt er, að landamerkjadeilur og lagaþras sé eins konar þjóðaríþrótt landans. Ég viðurkenni fúslega, að þetta getur verið skondin íþrótt upp að vissu marki – allavega finnst iðkendunum það oftast nær sjálfum. En ef þrasið snýst upp í hártoganir og útúrsnúninga um aukaatriði, getur gamanið farið að kárna. Þrasið umhverfist þá í merkingarlítið stagl um aukaatriði, sem kemur engum að gagni.

VINARBRAGÐ

Sú var tíð, að Litháum fannst, að þeir stæðu einir uppi í heiminum á örlagatímum. Stórveldin sögðu þeim að hafa sig hæga, og hið svokallaða alþjóðasamfélag vildi sem minnst af þeim vita. Þegar þeir leituðu ásjár í raunum sínum, voru fáir til að bænheyra þá.

UM BÓK AUÐUNS ARNÓRSSONAR – INNI EÐA ÚTI?

SAMNINGSSTAÐA OG SAMNINGSMARKMIÐ

– Aðildarviðræður við Evrópusambandið
Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki – Háskólaútgáfan, 2009

Þetta er lítil bók um mikið efni: Hvernig á litla Ísland að semja um aðild við hið stóra Evrópusamband? Umræðuefnið er þessi dægrin á hvers manns vörum, við eldhúsborðið og á vinnustaðnum. Þessi litla bók á því brýnt erindi við alla Íslendinga, sem á annað borð kæra sig ekki kollótta um framtíð sína og sinna.

HANS OG KLEMENS

Heill, Hans.
Enginn sögulegur réttur = engar veiðar innan íslenskrar lögsögu.
Grænbókin er hugmyndapottur um allar hugsanlegar breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Þeir sem til þekkja vita hins vegar, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika blívur. Hvorki þú né Klemens þurfið að kynna ykkur það betur.

TILRAUNIN UM ÍSLAND

Hvers vegna er svo hörmulega komið fyrir okkur Íslendingum sem raun ber vitni? Þeir sem leita munu svara við þessari spurningu úr meiri fjarlægð frá viðfangsefninu í framtíðinni munu sjálfsagt velta fyrir sér ýmsum vísbendingum um siðferðilega hnignun þjóðar, sem hafði ekki nógu sterk bein til að þola góða daga.

VORIÐ Í PRAG – HRUN SOVÉTRÍKJANNA HAFA FRELSISHETJURNAR RISIÐ UNDIR VÆNTINGUM?

Í vestari helft Evrópu lauk seinni heimstyrjöldinni árið 1945. Það kostaði margar þjóðir Evrópu ómældar blóðfórnir að leggja óvætt þýska nazismans að velli. Flestar þjóðir Evrópu urðu fyrr eða síðar fórnarlömb þýska nazismans. Það er partur af harmleik þessara tíma að þjóðir Sovétríkjanna, sem færðu þungbærari fórnir en flestar aðrar í mannslífum og stríðseyðileggingu, voru dæmdar til þess á stund sigursins að þjást áfram undir ógnarstjórn Stalíns.

Á tímamótum: Styrmir Gunnarsson sjötugur

Um höfuðvitni aldarfarsins Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið í 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum … Continue reading “Á tímamótum: Styrmir Gunnarsson sjötugur”

KOLLA OG KÚLTÚRINN FIMMTÍU ÁRA

Auðvitað átti Mál og menning að heiðra Kollu og kúltúrinn í tilefni af þessu stórafmæli með því að gefa út bók með úrvali af viðtölum Kollu við mannfólkið. Þá hefðum við séð það svart á hvítu, sem mörgum okkar hefur lengi boðið í grun, að Kolla væri besti viðtalshöfundur samtímans. A.m.k. eftir að Matti Jó hætti að birta sexopnuviðtöl við Rostropovits um kalda stríðið í kúltúrnum undir fyrirsögninni: Í fáum orðum sagt.

Í MINNINGU EINARS ODDS KRISTJÁNSSONAR

Þjóðarsáttarsamningarnir snemma á tíunda áratug seinustu aldar voru stóra stundin á pólitískum ferli Einars Odds Kristjánssonar. Það er vafamál, hvort þessir samningar hefðu komist á án hans atbeina. Auðvitað áttu fleiri góðan hlut að því máli, en áræðni Einars Odds og sannfæringarkraftur kunna að hafa ráðið úrslitum. Fyrir þetta stendur íslenska þjóðin í þakkarskuld við Einar Odd Kristjánsson. Viðurkenning manna á lofsverðri framgöngu Einars Odds í þessu máli fékk m.a. s. birtingarform í tungutakinu, því að lengi á eftir var til hans vísað undir sæmdarheitinu “bjargvætturinn frá Flateyri.”