Halaleikflokkurinn: Sjöundá byggð á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
Búningar: Kristín M. Bjarnadóttir
Förðun: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Leikmynd: Einar Andrésson
Leikendur:
Hekla Bjarnadóttir
Margrét Lilja Arnarsdóttir
Daníel Þórhallsson
Gunnar Gunnarsson
Leifur Leifsson
Árni Salomonsson
Björk Guðmundsdóttir
Kristinn Sveinn Axelsson
Gunnar Freyr Árnason
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Þröstur Jónsson
Sóley Björk Axelsdóttir
Guðríður Ólafsdóttir
Kristinn G. Guðmundsson
Einar Andrésson
Einar Melax
Sjöundá
Þegar ég átti heima á Ísafirði í gamla daga, starfaði ég töluvert með Litla leikklúbbnum þar á staðnum. Ég hafði aldrei kynnst áhugamannastarfi áður, en ég áttaði mig fljótlega á því, hvað svona starfsemi hafði mikið félagslegt gildi í bæjarlífinu. Eiginlega gekk það fyrir öllu og risti miklu dýpra en hin listrænu gildi. Fólk af öllum stigum samfélagsins var fúst til þess að rífa sig upp eftir langan vinnudag, í frystihúsinu eða á skrifstofunni, koma saman og rýna í texta um annars konar líf á framandi slóðum, setja sig í spor syndugra manna eða sælla kvenna, fá að hlæja og gráta, syrgja og gleðjast, fá að upplifa eitthvað nýtt og spennandi, kanna mannlegar tilfinningar, sem einhæft lífsmynstur í litlu þorpi bauð ekki upp á svona hvers dags. Þannig kom mér þetta fyrir sjónir. Það skipti ekki máli, hvaða verk var verið að fást við, heldur hvernig hópurinn náði saman og skemmti sér. Áhorfendur voru aukaatriði, eitthvað sem kom óvænt upp úr kassanum, eins og rúsína í pylsuendann.
Lesa meira