Maríuhænan: Leikhús fyrir leikskólann

Þjóðleikhúsið: Maríuhænan, dansleikhús frá Noregi fyrir börn frá níu mánaða aldri

Hugmynd, leikmynd og hreyfingar: Inger Cecilie Bertrán de Lis
Dansarar: Inger Cecilie Bertrán de Lis og Tinna Grétarsdóttir
Tónlist: Karoline Rising Næss
Búningar: Hilde Elisabeth Brunsted
Lýsing: Elisabeth Kjeldahl Nilsson og Gunnvá Meinseth
Tónlistarflutningur: Karoline Rising Næss, Andreas Bratlie, Tale M. Mydske
Ráðgjöf: Robert Skjærstad
Framleiðandi: Inger Cecilie Bertrán de Lis
Aðstoð við framleiðslu: Marianne Alber


Maríuhænan

Sú var tíð að ég trommaði með alla mína krakka í leikhús og á tónleika og á balletta og gaf þeim ordrur um að sitja grafkyrr sýningar á enda – það var sko engin miskunn (hjá Magnúsi) þá. Þetta var þáttur í uppeldinu, þau áttu að læra á leikhús fyrir lífið.

Lesa meira

Jesús litli: Fíngerður vefur sem hvergi slitnar

Borgarleikhúsið: Jesús litli

Eftir: Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirmundsdóttur

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 21. nóv. 2009
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Tónlist, útsetningar og tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir
Höfundar sýningar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirmundsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsso


Jesús litli

Sagan endurtekur síg. Alltaf sama sagan, eins og Eldjárn segir, – ár eftir ár. Jólin nálgast. Í svartasta skammdeginu er allt sett á fullt í háspenntu neysluæði. Það þarf að nýta hverja stund til að undirbúa hátíðarnar. Það þarf ekki bara að þrífa allt hátt og lágt, heldur þarf eiginlega að breyta heimilinu í eins konar vöruhús. Fólk gerir út leiðangra í Kringlur og Smáralindir og kemur klifjað til baka af dóti og virðist aldrei fá nóg. Við þurfum að vinna baki brotnu til þess að eiga fyrir þessum ósköpum. Samkeppnin við náungann, mannjöfnuðurinn við nágrannann, kröfurnar frá umhverfinu – þetta þrennt og meira til beygir okkur undir þrældómsok neysluæðisins.

Lesa meira

Hrátt og kalt

Borgarleikhúsið: Rautt brennur fyrir eftir Heiðar Sumarliðason

Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist og hljóðmynd: Frank Hal


Hrátt og kalt

Þegar ég stóð upp að lokinni sýningu í gækvöldi var mér efst í huga, hvað Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskólans, hlyti að vera stoltur á þessari stundu. Það er mikil gleði fólgin í því að sjá árangur verka sinna – sjá ungt fólk, sem maður hefur haft til leiðsagnar árum saman, skila árangri. Listaháskólinn er farinn að sanna sig, nemendur eru farnir að láta að sér kveða í atvinnuleikhúsum borgarinnar – ekki bara leikarar heldur líka leikhöfundar.

Lesa meira

Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu

Borgarleikhúsið frumsýnir: Fjölskyldan – ágúst í Osage sýslu

Höfundur: Tracy Letts
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Tónlist: KK
Leikmynd: Börkur Jónsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar: Margrét Einarsdótti


Fjölskyldan – ágúst í Osage sýslu

Þegar ég geng prúðbúin inn í leikhúsið á frumsýningarkvöldi, er mér oft svipað innan brjósts og þegar ég legg upp í langa flugferð. Það fer fiðringur um magann um leið og flugvélin hefur sig á loft og skýst upp í bláan himininn. Framundan eru óvissuævintýri.

Lesa meira

Græðgin, hrokinn, fallið, hefnd guðanna

Þjóðleikhúsið: HEFND GUÐANNA

VÖLVA
Eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi
Byggt á Völuspá í endurortri gerð Þórarins Eldjárns
Tónlist: Skúli Sverrisson
Sviðsmynd og videosamsetning: Xavier Boyaud
Búningur: Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Filippía I. Elísdóttir
Hárgreiðsla: Guðrún Erla Sigurbjarnardóttir
Ljósastjórn: Karl Sigurðsso


Þjóðleikhúsið

Hart er í heimi
Hórdómur mikill
Skeggöld, skálmöld
Skildir eru klofnir
Vindöld, vargöld
Og veröldin steypist.
Enginn maður öðrum hlífir.

Lesa meira

Spillingin étur börnin sín í Eftirlitsmanninum

SPILLINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN e. Nikolaj Gogol
Eftirlitsmaðurinn
Þýðing: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningahönnun og leikgervi: Myrra Leifsdóttir
Lýsing: Mika Haarinen
Tónlist: Magga Stín


Eftirlitsmaðurinn

Nú eru liðnar tæpar tvær vikur síðan lokaársnemendur við Listaháskólann í Reykjavík frumsýndu Eftirlitsmanninn eftir Gogol. Þetta verk er talið skyldulesning allra þeirra sem unna góðu leikhúsi – eins konar klassík leikbókmenntanna. Gogol er settur á stall með Moliére og Shakespeare.

Lesa meira

Curriculum vitae

Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði frönskunám í Sorbonne 1958-59, nám í tungumálum við Edinborgarháskóla 1959-60,og lauk jafnframt danskennaraprófi frá Royal Academy (RADA) vorið 1960.

Bryndís Schram

Bryndís Schram

Hún lauk brottfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1964, sótti kennaranámskeið í frönsku við háskólann í Aix-en Provence sumarið 1971 og við háskólann í Nice sumarið 1975. Hún lauk BA-prófi í ensku, frönsku og latínu við HÍ 1973. Árið 2000 settist Bryndís aftur á skólabekk og lagði þá stund á spænsku og spænska málfræði við Georgetown University, í Washington D.C.,síðan í Mexico City, við háskólana í Helsinki, Sevilla og Granada.

Lesa meira