Borgarleikhúsið: Jesús litli
Eftir: Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirmundsdóttur
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 21. nóv. 2009
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Tónlist, útsetningar og tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir
Höfundar sýningar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirmundsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsso
Jesús litli
Sagan endurtekur síg. Alltaf sama sagan, eins og Eldjárn segir, – ár eftir ár. Jólin nálgast. Í svartasta skammdeginu er allt sett á fullt í háspenntu neysluæði. Það þarf að nýta hverja stund til að undirbúa hátíðarnar. Það þarf ekki bara að þrífa allt hátt og lágt, heldur þarf eiginlega að breyta heimilinu í eins konar vöruhús. Fólk gerir út leiðangra í Kringlur og Smáralindir og kemur klifjað til baka af dóti og virðist aldrei fá nóg. Við þurfum að vinna baki brotnu til þess að eiga fyrir þessum ósköpum. Samkeppnin við náungann, mannjöfnuðurinn við nágrannann, kröfurnar frá umhverfinu – þetta þrennt og meira til beygir okkur undir þrældómsok neysluæðisins.
Lesa meira