
Óliver!
Þó að mér hafi ekki enn tekist að skilja, hvernig Selmu Björnsdóttur, tókst að sannfæra Þjóðleikhússtjóra um, að hundgamall söngleikur, sem búið er að teygja og toga árum saman endalaust í útvarpi, sjónvarpi, leikhúsum og kvikmyndasölum um alla heimsbyggðina, skyldi verða jólasýning hér uppi á Íslandi eina ferðina enn, þá verð ég að viðurkenna, að ég dáist að fagmennsku, vandvirkni, smekkvísi og krafti þessarar ungu konu, sem lætur sér greinilega ekki allt fyrir brjósti brenna. Það er töggur í Selmu Björnsdóttur og full ástæða til að byrja á því að óska henni til hamingju með fjörlega og vandaða sýningu.