Lér konungur: Samtíma ádeila eða skrípalæti og skrúðmælgi

Þjóðleikhúsið frumsýnir: Lé konung eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns
Leikstjóri: Benedict Andrew
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
Hljóðmynd: B.J. Nilsen
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Dramatúrg: Matthew Whittet
Aðstoðarleikstjóri: Friðrik Friðriksson


Arnar Jónsson fer með hlutverk Lés konungs. Frá Þjóðleikhúsinu

Í forvitnilegu viðtalii Friðriku Benónýsdóttur í vikunni sem leið við Arnar Jónsson (Fréttablaðið, 24. des,), vitnar hann í pólska heimspekinginn Jan Kott, en sá maður öðlaðist heimsfrægð um miðja seinustu öld með bók sinni: Shakespeare Our Contemporary. Jan Kott var fæddur í Varsjá árið 1914 og upplifði á eigin skinni gyðingahatur og ýkta þjóðernishyggju, sem endaði í vitfirringu nazismans og síðar Stalíns. Hann nam lögfræði við háskólann í Varsjá, en sem barn síns tíma gat hann aldrei slitið hugann frá upplifun unglingsáranna, og sú reynsla setti mark sitt á allt sem hann lét frá sér fara til æviloka.

Lesa meira

Hetja í Landnámssetrinu í Borgarnesi: Á als oddi

Hetja – Gleðileikur byggður á Bárðarsögu Snæfellsáss

Sýning í Landnámssetrinu, Borgarnesi

Höfundur: Kári Viðarsson
Leikjstóri: Víkingur Kristjánsson
Lýsing og hljóð: Gunnar
Leikari: Kári Viðarsso


Landnámssetrið í Borgarnesi

Ég sagði sem svo í leikdómi um Dísu ljósálf í seinustu viku, að Kára Viðarssyni hefði tekist að gera froskinn Jeremías að algeru sjarmatrölli. Ég var því að velta því fyrir mér á leiðinni upp í Borgarfjörð í gær, hvort þessi sjarmi mundi fylgja Kára yfir í aðrar persónur, kannski ögn flóknari en froskurinn Jeremías. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Í gærkvöldi varð ég vitni að því, að Kára Viðarssyni tókst að blása lífi í löngu gengna þjóðsagnapersónu af tröllakyni, sem tók sér bólfestu í Snæfellsjökli á landnámsöld og varð með tímanum átrúnaðargoð Snæfellinga.

Lesa meira

Dísa ljósálfur: Var hálfkvíðin – Leiksýning fyrir alla fjölskylduna

Dísa ljósálfur frumsýnd í Austurbæ

Laust og bundið mál: Páll Baldvin Baldvinsson
Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson
Tónlist og útsetningar: Gunnar Þórðarson
Dansar og hreyfingar: Helena Jónsdóttir
Búningar og gervi: María Ólafsdóttir
Lýsing: Agnar Hermannsson/Exton
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/Ímynd
Myndlýsingar: Sólveig Pálsdótti


Dísa ljósálfur

Fyrirfram var ég satt að segja hálfkvíðin fyrir hönd Páls Baldvins, höfundar og leikstjóra Dísu ljósálfs. Hann hefur á undanförnum árum verið afkastamikill leiklistargagnrýnandi og hefur leyft sér að vera nokkuð dómharður á köflum. Það hefði því verið ankannalegt, ef endurkoma hans í hlutverki þolandans hefði mislukkast, og hann hefði sjálfur orðið fyrir barðinu á leiklistargagnrýnendum. Eiginlega óbærileg tilhugsun. En sem betur fer var kvíði minn ástæðulaus. Ég gat strax andað léttara. Frá því tjaldið var dregið frá, var augljóst, að höfundur og leikstjóri voru á réttri leið.

Lesa meira

Finnski hesturinn – „Finnst nokkrum gaman hérna?“

Höfundur: Sirkku Peltola
Leikstjóri: María Reyndal
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Margrét Einarsdóttir
Hljóðmynd og myndbandshönnun: Pierre-Alain Giraud
Tónlist: Angil and the Hiddentracks
Lýsing: Lárus Björnsson
Þýðing : Sigurður Karlsson

Ólafía Hrönn var stjarna kvöldsins, alger senuþjófur. Hún skyggði á alla aðra. Ég var svo heppin að sitja framarlega á annarri sýningu, svo að ég gat fylgst með hverri munnvipru, hverri augngotu, hverri hreyfingu þessa lúna líkama, sem silaðist eftir gólfinu, þyngslalegur, skakkur og skældur. Jafnvel þegar hún fær sér kríu í rúminu, eru allra augu á henni. Enda er hún höfuð fjölskyldunnar, mamma og amma, sem allir treysta á, þegar í harðbakkann slær. Hún ræður öllu og hefur leyfi til að skipa fyrir út og suður.

Lesa meira

Íslenski dansflokkurinn: Fálmað í þyngdarleysi

Fálmað í þyngdarleysi. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu

Heimur sem ekki er til – Transaquania – Into Thin Air
Ævintýraverk í sex köflum

Höfundar: Erna Ómarsdóttir. Damien Jalet. Gabríela Friðriksdóttir
Tónlist: Valdimar Jóhannsson, Ben Frost
Búningar: Gabríela Friðriksdóttir, Hranfhildur Hólmgeirsdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Þórisson, Aðalsteinn Stefánsson
Hljóðtækni: Baldvin Magnússon
Myndband í forsal: Pierre Debusschere
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, María Þórdís Ólafsdóttir, Steve Lorenz, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Þyrí Huld Árnadótti


Fálmað í þyngdarleysi

“Það vantar alla mótivasjon,” sagði sjóarinn í BRIM – (sá þá mynd í vikunni – alger snilld) – og þess vegna dettur mér þetta orð í hug núna, þegar ég sest niður til að skrifa um nýjasta verkið í Borgarleikhúsinu – Heimur sem ekki er til. Það er engin bersýnileg mótivasjon að baki – enginn hvati, engin saga, ekkert upphaf, enginn endir – aðeins “lifandi skúlptúr, málverk og tónverk” – eins og höfundarnir, Gabríela og Erna, segja sjálfar.

Lesa meira

Blessuð sé minning næturinnar: Frábær flutningur og samspil orða og tóna

Útvarpsleikhúsið: BLESSUÐ SÉ MINNING NÆTURINNAR eftir Ragnar Ísleif Bragason

Leikstjóri: Símon Birgisson
Leikendur: Guðlaug María Bjarnadóttir
Árni Tryggvason
Hjörtur Jóhann Jónsson
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Ólöf Haraldsdóttir

Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir
Fytjendur: Anna Þorvaldsdóttir
Justin DeHart
Berglind Tómasdóttir
Daniel Shapira

Hljóðvinnsla: Georg Magnússo


Blessuð sé minning næturinnar

Það er kominn miðvikudagur, þegar ég loks sest niður í ró og næði til þess að skrifa nokkur orð um frumflutning Ragnars Ísleifs í ríkisútvarpinu á sunnudaginn – og biðst ég forláts á því. Ég hef fátt mér til afbötunar nema hvað á sunnudaginn stóð páskahelgin sem hæst með vinafjöld, veislum og tilheyrandi, ferming nýafstaðin, og mörg önnur bjóð framundan með freistingum og hættum bæði fyrir líkamann og andann.

Lesa meira

Skepna: Ómennskan í samskiptum fólks

Skepna sem frumsýnt var í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi föstudaginn, 10. sept.

Höfundar: Daniel MacIvor og Daniel Brooks
Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Leikari: Bjarmar Þórðarson
Forritun: Arnar Ingvarsson
Margmiðlun: Haraldur Ari Karlsson
Hljóðmynd: Múkk
Þýðandi: Bjartmar Þórðarson
Lýsing: Hópurin


Skepna

Það er fátt sem gleður í okkar litla rotna samfélagi þessi misserin. Enginn virðist kunna lengur muninn á réttu og röngu, góðu né illu, fögru né ljótu. Fólk vafrar um með bundið fyrir bæði augu, vill hvorki heyra né sjá.
Og á meðan fer allt til helvítis.

Lesa meira

Hamskiptin: Í ham

Hamskiptin Eftir Franz Kafka

Sýningu Vesturports í Þjóðleikhúsinu

Leikgerð og leikstjórn – Gísli Örn Garðarsson og David Farr
Þýðing – Jón Atli Jónasson
Tónlist – Nick Cave og Warren Ellis
Leikmynd – Börkur Jónsson
Búningar – Brenda Murphy /Ingveldur Breiðfjörð
Lýsing – Björn Helgason / Hörður Ágústsson
Hljóðmynd – Nick Manning
Ljósmyndir – Eddi
Sýningarstjóri – Gunnar Gunnsteinsso


Hamskiptin

Það var hálfgerður beygur í mér, þegar ég sneri heim úr leikhúsinu í gærkvöldi. Það var ekki laust við, að ég væri kvíðafull, hrædd við hið ókomna, veturinn og myrkrið – og hugsanlegt birtingarform angistarinnar í okkar heillum horfna þjóðfélagi. Angistin getur snúist upp í andhverfu sína, brotist út í hamslausri grimmd og miskunnarleysi. Þeir sem ekki falla inn í mynstrið, þeir sem skera sig úr, eru öðru vísi, ofbjóða blygðunarkennd (les: réttlætiskennd) okkar – skulu víkja. Um það fjallar nóvella Franz Kafka – Hamskiptin.

Lesa meira

Stræti Nemendaleikhússins: Rafmagnað loftið

Nemendaleikhúsið frumsýnir: STRÆTI eftir Jim Cartwright

Leikstjóri: Stefán Baldursson
Leikmyndahönnun: Vytautas Narbutas
Búningahönnun: Filippía Elísdóttir
Ljósahönnun: Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningavinnsla: Sólrún Ósk Jónsdóttir
Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir

Leikendur: Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Hilmar Guðjónsson
Hilmir Jensson
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Svandís Dóra Einarsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Ævar Þór Benediktsso


Listaháskóli Íslands

Það var rafmagnað loftið í gömlu smiðjunni við Sölvhólsgötu á laugardagskvöldið, þar sem Leiklistarskóli ríkisins nýtur skjóls við skemmtilega frumstæðan aðbúnað. Eitthvað svona bóhemskt og aðlaðandi. Leiksýningin var rétt að hefjast. Ungar fallegar stúlkur, allt nemendur úr skólanum væntanlega, afhentu miða og töldu í sætin. Leikritið Stræti – eftir breska rithöfundinn Jim Cartwright – prófstykkið sjálft – var að hefjast.

Lesa meira

Eilíf óhamingja í Borgarleikhúsinu: Blindingsleikur

Lifandi leikhús og Borgarleikhúsið frumsýna: Eilíf óhamingja eftir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarsson
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson
Dramaturg: Símon Örn Birgisson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Sviðsmyndarhönnuður: Drífa Freyju-Ármannsdóttir
Búningar: Judith Amalía Jóhannsdóttir

Leikendur:
Sólveig Arnarsdóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Atli Rafn Sigurðsson
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Orri Huginn Ágústsso


Frá Borgarleikhúsinu

“Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist
hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en
innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns
óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í
ranglætis.”
( Matteus, 23, 27.)

Lesa meira