
Arnar Jónsson fer með hlutverk Lés konungs. Frá Þjóðleikhúsinu
Í forvitnilegu viðtalii Friðriku Benónýsdóttur í vikunni sem leið við Arnar Jónsson (Fréttablaðið, 24. des,), vitnar hann í pólska heimspekinginn Jan Kott, en sá maður öðlaðist heimsfrægð um miðja seinustu öld með bók sinni: Shakespeare Our Contemporary. Jan Kott var fæddur í Varsjá árið 1914 og upplifði á eigin skinni gyðingahatur og ýkta þjóðernishyggju, sem endaði í vitfirringu nazismans og síðar Stalíns. Hann nam lögfræði við háskólann í Varsjá, en sem barn síns tíma gat hann aldrei slitið hugann frá upplifun unglingsáranna, og sú reynsla setti mark sitt á allt sem hann lét frá sér fara til æviloka.