Eilíf óhamingja í Borgarleikhúsinu: Blindingsleikur

Lifandi leikhús og Borgarleikhúsið frumsýna: Eilíf óhamingja eftir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarsson
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson
Dramaturg: Símon Örn Birgisson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Sviðsmyndarhönnuður: Drífa Freyju-Ármannsdóttir
Búningar: Judith Amalía Jóhannsdóttir

Leikendur:
Sólveig Arnarsdóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Atli Rafn Sigurðsson
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Orri Huginn Ágústsso


Frá Borgarleikhúsinu

“Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist
hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en
innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns
óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í
ranglætis.”
( Matteus, 23, 27.)

Lesa meira

Hænuungarnir: Magnað leikhúsverk – listrænt afrek

Hænuungarnir, eða minningarnar frá Karhula eftir Braga Ólafsson

Leikstjórn: Stefán Jónsson
Leikynd: Börkur Jónsson
Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

Persónur og leikendur:
Sigurhans: Eggert Þorleifsson
Olga: Ragnheiður Steindórsdóttir
Carl Böhmer: Pálmi Gestsson
Anastasias: Friðrik Friðriksson
Elín Ragnheiður Rosenthal: Kristbjörg Kjeld
Lillý: Vigdís Hrefna Pálsdótti


Hænuungarnir

Hefur þú nokkurn tíma komið inn í útrýmingarbúðir kjúklinga – fiðurfjárgúlag? Ég lenti í því einu sinni vestur í Bandaríkjunum og það líður mér ekki úr minni. Af hverju minnti þetta mig svo sterklega á dauðafabríkkur Hitlers eða þrælabúðir Stalíns – meira þó Hitlers, því að þetta var allt svo vísindalegt. Allt sterilíserað í hólf og gólf, hvítir læknasloppar, plastsmokkar yfir skófatnaðinn og andlitsgrímur fyrir vitum.

Lesa meira

Sjöundá Halaleikflokksins: Fyrir augliti Guðs?

Halaleikflokkurinn: Sjöundá byggð á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
Búningar: Kristín M. Bjarnadóttir
Förðun: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Leikmynd: Einar Andrésson

Leikendur:
Hekla Bjarnadóttir
Margrét Lilja Arnarsdóttir
Daníel Þórhallsson
Gunnar Gunnarsson
Leifur Leifsson
Árni Salomonsson
Björk Guðmundsdóttir
Kristinn Sveinn Axelsson
Gunnar Freyr Árnason
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Þröstur Jónsson
Sóley Björk Axelsdóttir
Guðríður Ólafsdóttir
Kristinn G. Guðmundsson
Einar Andrésson
Einar Melax


Sjöundá

Þegar ég átti heima á Ísafirði í gamla daga, starfaði ég töluvert með Litla leikklúbbnum þar á staðnum. Ég hafði aldrei kynnst áhugamannastarfi áður, en ég áttaði mig fljótlega á því, hvað svona starfsemi hafði mikið félagslegt gildi í bæjarlífinu. Eiginlega gekk það fyrir öllu og risti miklu dýpra en hin listrænu gildi. Fólk af öllum stigum samfélagsins var fúst til þess að rífa sig upp eftir langan vinnudag, í frystihúsinu eða á skrifstofunni, koma saman og rýna í texta um annars konar líf á framandi slóðum, setja sig í spor syndugra manna eða sælla kvenna, fá að hlæja og gráta, syrgja og gleðjast, fá að upplifa eitthvað nýtt og spennandi, kanna mannlegar tilfinningar, sem einhæft lífsmynstur í litlu þorpi bauð ekki upp á svona hvers dags. Þannig kom mér þetta fyrir sjónir. Það skipti ekki máli, hvaða verk var verið að fást við, heldur hvernig hópurinn náði saman og skemmti sér. Áhorfendur voru aukaatriði, eitthvað sem kom óvænt upp úr kassanum, eins og rúsína í pylsuendann.

Lesa meira

Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Orða vant

Hafnarfjarðarleikhúsið: Ufsagrýlur

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningar: Myrra Leifsdóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Tónlist/hljóð: Stilluppsteyp


Ufsagrýlur

Hver er þessi Móeiður Helgadóttir? Ég bara spyr. Hún hefur verið að skjóta upp kollinum hér og þar í leikhúsheiminum, en nú ræðst hún ótrauð til atlögu við sjálft skáldið Sjón. Hugrökk ung kona, því að leikritið – þetta fyrsta leikrit, sem Sjón semur í fullri lengd – Ufsagrýlur (fáránlegt heiti) hefur ekki verið árennilegt við fyrsta lestur – hann heimtar heilt geðsjúkrahús á sviðið eða fangelsi í Guantanamo stíl, risastórt gámaskip, óveður á hafi úti, þyrlu sem nálgast með fullfermi. Hefði mátt virðast ógerlegt við ófullkomnar aðstæður í óræðu rými suður í Hafnarfirði.

Lesa meira

Gerpla: Sjálfsmynd þjóðar – í spéspegli

GERPLA í leikgerð Baltasars Kormáks og Ólafs Egils Egilssonar eftir skáldsögu Halldórs Laxness

Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Leikmynd Grétar Reynisson
Búningar: Helga I Stefánsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsso


Gerpla

Ég man alveg hvar ég var, þegar ég las Gerplu í fyrsta sinn. Það var á sólarströnd í Suður-Frakklandi eitt sumar endur fyrir löngu. Ég var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, en hafði óvænt fengið styrk til frönskunáms í fríinu. Kennslan fór fram á morgnana en síðdegis fann ég mér stað á ströndinni með Gerplu í hönd. Kennarinn í MR hafði skipað okkur að vera búin að lesa hana fyrir haustið.

Lesa meira

Tilbrigði við stef þrjár stjörnur: Sælla er að gefa en þiggja

Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson
Sýnt í Iðnó
1. stef
Eftir: August Strindberg
Leikstjóri: Inga Bjarnason
Aðstoðarleikstjóri: Hildur Sif Thorarensen
Búningar: Fitore Berisha
Lýsing: Bjarni Pálmason

Leikendur:
Lilja Þórisdóttir
Guðrún Þórðardóttir
Valgeir Skagfjörð
Gunnar Gunnsteinsson
Ólafur Þor Jóhannesso


Tilbrigði við stef

Hvar í heiminum nema á Íslandi getur maður farið í leikhús í hjarta borgar – þar sem þögnin í umhverfinu er slík, að gluggar standa galopnir og eina hljóðið sem berst inn, er gargið í gírugum gæsum – eða álftakvak í umvöndunartón? Hvergi, hugsa ég – en þannig er einmitt stemningin á efri hæðinni í Iðnó þessa dagana. Kaffileikhús – og það í orðsins fyllstu merkingu, því að það er boðið upp á kaffi, jafnvel heitt súkkulaði með rjóma og kruðeríi, í upphafi leiks og áhorfendur deila því með leikendum. Leikendur fá jafnvel eitthvað sterkara, þegar orðræðan verður of ágeng. Jarðgulur litur veggjanna heldur hlýlega utan um leikendur og gesti, þar sem þeir sitja í hnapp hver á móti öðrum. Svona var leikhús kannski einmitt hugsað í upphafi, staður þar sem maður talar við mann og segir sögu. Í svona þröngu rými fá orðin aukið vægi og það hentar mjög vel þeim, sem liggur mikið á hjarta og þurfa að veita tilfinningum sínum útrás.

Lesa meira

Góðir Íslendingar: Eins og í spegli

Góðir Íslendingar frumsýnt í Borgarleikhúsinu 22. janúar 2010 – finnst við ekki vera í tengslum við raunveruleikann –

Höfundar: Mindgroup
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eysteinsson
Hallur Ingólfsson

Myndband: Mindgroup

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir og leikhópurinn
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir og leikhópurinn

Leikendur:
Bergur Þór Ingólfsson
Dóra Jóhannsdóttir
Halldór Gylfason
Halldóra Gerimundsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eysteinsso


Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum í sýningunni Góðir Íslendingar í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið

Fyrir nokkrum dögum sá ég kvikmyndina “Maybe I should have”. Aðalpersónan í myndinni hljóp út um víðan völl með kvikmyndavélina í eftirdragi, hvort sem það var í Reykjavík, Lúxemburg eða Tortolu, og spurði spurninga. Hann spurði erfiðra spurninga og heimtaði heiðarleg svör. Hann fékk svörin og okkur leið ekkert vel – fannst þó að við hefðum komist eitthvað nær kjarnanum – jafnvel fundið sökudólgana, gripið á meinsemdinni.

Lesa meira

Faust: Eru lögfræðingar (líka) í helvíti?

FAUST, leikverkið er byggt á skálverki Goethes.
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 15. janúar 2010

Höfundar:
Björn Hlynur Haraldsson
Gísli Örn Garðarsson
Nína Dögg Filippusdóttir
Víkingur Kristjánsson og Carl Grose

Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Lýsing: Þóðður Orri Pétursson
Hljóðmynd: Thorbjörn Knudsen og Frank Hall
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadótti


Frá Borgarleikhúsinu

„Geggjuð flott sýning”, sagði gelgjan við hliðina á mér, um leið og hún stóð upp að lokinni forsýningu, sem ég sótti til að undirbúa mig. „Kjaftæðið í kallinum var að vísu hundleiðinlegt, en loftfimleikarnir voru cool.”

Einhvern veginn svona komst hún að orði, stelpan. Og ég fór að hugsa um það á leiðinni heim, að líklega væri þetta einmitt rétta leiðin til að pranga heimsbókmenntunum upp á gelgjur og göslara nútímans. Beita þau sömu aðferðum og í leikskólanum? Gera námið að leik? Og áður en þau vita af, hafa þau fengið áhuga á heimspekilegum vangaveltum Goethes – ég tala nú ekki um allra hinna, Shakespeares, Schiller eða Ibsens. Og þessi aðferð á auðvitað rétt á sér, ef hún nær tilætluðum árangri.

Lesa meira

Ókyrrð: Fleiri orð, færri stóla

ÓKYRRÐ
Kassinn

Höfundar: Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Margrét Bjarnadóttir
Leikstjóri: Friðgeir Einarsson
Leikarar: Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Margrét Bjarnadóttir
Hljóðmynd: Kristján Loðmfjörð
Aðstoð við leikstjórn: Saga Sigurðardótti


Ókyrrð

Sviðsmyndin er kolsvartur kassi, án upphafs né endis. Óræð vídd. Hversdagslegir skrifstofustólar eru einu sviðsmunirnir. Þrjár litlausar persónur húka upp við vegg, stara fram fyrir sig, án vitundar hver um aðra. Engin þeirra segir neitt. Engin gerir neitt.
Hvers er að vænta?

Lesa meira

Oliver!: Um þjófa, hórur og herramenn

Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Þýðing söngtexta: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjórn: Selma Björnsdóttir
Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson
Danshöfundur: Alette Collins
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðstjórn: Ísleifur Birgisson og Tómas Freyr Hjaltason
Sýningarstjóri: Kristín Hauksdótti


Óliver!

Þó að mér hafi ekki enn tekist að skilja, hvernig Selmu Björnsdóttur, tókst að sannfæra Þjóðleikhússtjóra um, að hundgamall söngleikur, sem búið er að teygja og toga árum saman endalaust í útvarpi, sjónvarpi, leikhúsum og kvikmyndasölum um alla heimsbyggðina, skyldi verða jólasýning hér uppi á Íslandi eina ferðina enn, þá verð ég að viðurkenna, að ég dáist að fagmennsku, vandvirkni, smekkvísi og krafti þessarar ungu konu, sem lætur sér greinilega ekki allt fyrir brjósti brenna. Það er töggur í Selmu Björnsdóttur og full ástæða til að byrja á því að óska henni til hamingju með fjörlega og vandaða sýningu.

Lesa meira