Árni Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

BÓKIN HENNAR BRYNDÍSAR.
Bryndís Schram, þjóðþekkt kona og umtöluð, hefur skrifað nýja bók, sem hún nefnir “Brosað gegnumtárin”. Efni bókarinnar; líf hennar sjálfrar og með eiginmanninum Jóni Baldvin Hannibalssyni. Frásögn hennar spannar allmörg ár, en tími sögunnar afmarkast ekki endilega af ártölum, fremur af atburðum, verkefnum eiginmannsins og ferðalögum.
Í upphafi bókar rifjar hún upp hamingjusama bernsku sína, fjallar um ástríka foreldra, árin í MR, ballettnám og þátttöku í leiksýningum. Fátt skyggir á gleði hennar. Hún á sér drauma um frekara nám og þátttöku í heimi leiklistar. Dansinn er hennar mesta gleði og ástríða.

Lesa meira

Árni Sigurðsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Það leika hvassari vindar um þá sem hærra ber. Jón er líklega snjallasti og djarfasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar á Íslandi og þó víðar væri leitað. Bók Bryndisar á ég enn ólesna, en hlakka til lestrarins. Ég var stoltur af því að vera íslendingur, þegar utanríkisráðherrann okkar ásamt sinni glæsilegu eiginkonu birtust í andyri Kennedy Center´s á leið til mannfagnaðar á eftri árum aldarinnar (man ekki ártal). Það sópaði sannarlega að þessu fólki og aðdáun lýsti sér úr hverju andliti. Kynni okkar síðar þegar sendiherrahjónin Jón og Bryndís sátu í Washington reyndust okkur hinir bestu vinir eru kær minning frá þessum tíma.

Anna Bergþórsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Það sem mig langar til að segja þér, Bryndís, er, að mér finnst bókin þín vera falleg.

Ég les venjulega ekki ævisögur. Ég vel mér frekar fantasíubækur um hluti sem ekki finnast í okkar heimi, eins og dreka, galdra, álfa – og réttlæti.

En bókin þín er svo falleg, að það tók mig smá tíma að komast í gegnum hana. Á sumum stöðum einfaldlega táraðist ég og varð að taka mér smá pásu. Stundum af því að allt var svo fallegt, eða svo sorglegt – og stundum bara svo satt.

Lesa meira

Aðalsteinn Stefánsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Jæja elsku besta sætust, nú er komið að minni gagnrýni á bókina “Brosað í gegnum tárin”. Fyrir mann eins og mig sem aldrei hefur lesið annað en nauðsynlegar skólabækur – og telur bóklestur tímaþjóf og þar að auki líklega hrjáður af lesblindu – er þessi bók þannig gerð, að það er nánast ómögulegt að leggja hana frá sér fyrr en hún hefur verið lesin til enda.

Lesa meira

Brosað gegnum tárin

BROSAÐ GEGNUM TÁRIN er bók um ástina og hamingjuna og um sorgina og harmleikinn. Ævisaga heitra tilfinninga og dramatískra viðburða. Bók sem enginn leggur frá sér – ósnortinn.

BRYNDÍS var ung að árum þjóðkunn sem ballerína, leikkona og fegurðardrottning. Lífshlaup hennar er ævintýri líkast: kennari og skólameistari, blaðamaður og ritstjóri og  fjöltyngd málamanneskja og leiðsögumaður,  þýðandi og höfundur nokkurra bóka, dagskrárgerðarkona og sjónvarpsstjarna. Stjórnandi Kvikmyndasjóðs og – með hennar eigin orðum – ólaunuð eldabuska í þjónustu ríkisins, m.ö.o. sendiherrafrú.

Frá æskuárum hefur hún verið í órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.

Lesa meira

Gísli Marteinn: Brosað gegnum tárin, umfjöllun

Einhver hringdi í mig snemma í morgun, og tjáði mér, að Gísli Marteinn (heitir hann það ekki?) hefði farið nokkrum háðulegum orðum um nýju bókina mína í sjónvarpssal í gærkvöldi.
Sá sem hringdi sagði, að það hefði verið góð auglýsing – virkaði vel.

Takk fyrir það – það sparar.

Svo var mér líka sagt, að einhver ömurlegasta klámbrella íslenska ríkissjónvarpsins, ever, hefði verið sýnd í afmælisþætti vinar míns, Ómars Ragnarssonar kvöldið áður – bæði ógeðsleg og persónuleg – og þar hefði ég líka komið við sögu.

Klámbrellan hét „Stundin okkar fyrir fullorðna.“ Þetta var brot úr áramótaskaupi RÚV frá árinu 1982. Á þessum árum var ég með Stundina okkar. Ég veigra mér ekki við að segja það hér og nú, að ég lagði mig alla fram um að gera þættina áhugaverða og menntandi, leit á þá sem kennslustundir fyrir upprennandi kynslóð um lífið og tilveruna, en ekki bara innantóma afþreyingu. Mér fannst ég vera að gera eitthvað sem skipti máli. Og ég hafði aldrei leitt að því hugann, að framkoma mín væri óviðeigandi, eða jafnvel ögrandi gagnvart áhorfendum. Ég klæddist þægilegum fatnaði, var frjálsleg, án þess að vera uppstríluð.

„Stundin okkar fyrir fullorðna“ frá árinu 1982 var stutt innslag, kannski fimm eða tíu mínútur. Sú mynd, sem var dregin upp af mér í þessari „Stund fyrir fullorðna“ var hatursfull og hreint út sagt kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás á mína persónu. Eins og hver önnur glyðra ota ég mínum gervibrjóstum að Þórði húsverði, sem stenst ekki mátið og hvolfist yfir glyðruna slefandi af losta. Konan sem sá um barnatímann í sjónvarpi allra landsmanna hafði sumsé fyrst og fremst í frammi kynferðislega áreitni við karlþjóðina – undir yfirskyni barngæsku.
Þetta var kveðjan, sem ég fékk frá fyrrverandi samstarfsfólki mínu í sjónvarpinu – og ég þakka fyrir það.

Sigríður Ragnheiður: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Elsku hjartans Bryndís mín. Ég vildi svo vera vinkona þín með stóru V. Ástæðan er sú vinan að allur þessi dagur hefur farið í að hlusta á bókina þína. Þvílíkur heiðarleiki í þér. Guð minn góður. Þú ferð sko til himna það hlýtur bara að vera. Ég er smá trufluð, alla vega get ég lýst því betur undir 4 augu á kaffihúsi td. Ég er fötluð eins og mig minnir að ég hafi sagt þer. En ég segi bara ….Bryndís húrra húrra húrra. Mér finnst ég þekkja þig eftir þennan dag….bið að heilsa kennaranum besta mínum. Þetta er ótrúlegt að þessi ákveðni fyndni góði maður hafi lent í þessum fjanda öllum.

Sigríður Ragnheiður

Ríki óttans

Ég átti mér einskis ills von þennan fagra föstudagsmorgun. Sólhvítur himinninn rann saman við hafið bláa, sem bærðist varla í logninu. Við vorum að aka eftir N340, sem er gamla þjóðbrautin með sjónum á milli Malaga og Almeríu. Vegurinn ýmist hangir utan í snarbröttum klettaveggjum eða beygir inn í djúp gljúfur, þar sem jafnvel sólin sjálf nær ekki að skína í morgunsárið. Ég sat undir stýri. Við ætluðum á markaðinn í Almunécar.

Sem ég er að beygja burt undan sólinni og inn í eitt gljúfrið, stendur ekki groddalegur karlmaður, merktur Guardia Civil. Hann stendur við vegkantinn og gefur okkur merki um að nema staðar. – Satt að segja fæ ég alltaf smáhræðslukast, þegar spænska löggan er annars vegar. Og frá því var engin undantekning að þessu sinni, þó svo að ég væri bæði bláedrú, með beltið spennt og glænýtt ökustírteini í töskunni. Maðurinn var merktur Guardia Civil, nota bene – ekki Policia local (staðarlögregla). Þeir eru komnir aftur – falangistarnir – hin sauðtryggu handbendi ógnarstjórnarinnar, sem voru þekkt fyrir algert miskunnarleysi í samskiptum við saklaust fólk.

Lesa meira

Elín Kristjánsdóttir, minning

Þegar við kynntumst Ellu bjuggum við öll í gamla Vesturbænum. Og Vesturbærinn var í þá daga eins og vinalegt þorp, sjálfu sér nægt. Þar var allt til alls, fiskbúð á horninu, mjólkurbúð og bakarí og sjoppa – jafnvel skósmiður. Allt í göngufæri. Við sem vorum útivinnandi tókum strætó í vinnuna, fórum inn í önnur hverfi, en hlökkuðum alltaf til að snúa aftur í Vesturbæinn að kvöldi dags.

Lesa meira