Ríkharður Jónsson, minning

Ríkharður ljónshjarta- það hét hann alla vega meðal okkar, aðdáenda hans fyrir vestan. Stundum Rikki hinn ósigrandi. Það leikur enn ljómi um nafnið, 66 árum eftir að hann – nánast einn síns liðs – sigraði ólympíumeistara Svía í landsleik í knattspyrnu árið 1951 – 4:3.

Loksins höfðu Íslendingar sannað, þar sem á reyndi, að þeir væru engir eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða. En af því að knattspyrna á að heita hópíþrótt, var þetta einstaklingsafrek þeim mun ótrúlegra. Hvílíkur galdramaður. Óviðjafnanlegur. Á þessum 90 mínútum skráði Ríkharður nafn sitt óafmáanlega á spjöld Íslandssögunnar. Hafi nokkur einstaklingur gerst fyrirmynd og átrúnaðargoð heillar kynslóðar hins unga lýðveldis, þá var það hann: Skagamaðurinn frækni.

Lesa meira

FRAMTÍÐ SKOTLANDS EFTIR BREXIT

Laugardaginn 29. okt. s.l. var efnt til ráðstefnu í Edinborg um framtíð Skotlands eftir Brexit.
Nánar tiltekið fjallaði ráðstefnan um, hvað Skotland gæti lært af reynslu Norðurlanda í samskiptum við Evrópusambandið. Að ráðstefnunni stóðu Alþjóðamáladeild Háskólans í Edinborg, áhugamannasamtökin Nordic Horizons (hinn norræni sjóndeildarhringur), með stuðningi skosku heimastjórnarinnar. Meðal framsögumanna voru fræðimenn og stjórnmálamenn frá Norðurlöndum, þeirra á meðal Jón Baldvin Hannibalsson frá Íslandi. Ráðstefnan vakti talsverða fjölmiðlaathygli. Um hana var fjallað í blöðum og sjónvarpi. Að ráðstefnunni lokinni átti Jón Baldvin fund með forsætisráðherra heimastjórnarinnar, Nicole Sturgeon, og helstu ráðgjöfum hennar um Evrópumál. Það sem hér fer á eftir er myndbands-upptaka af ráðstefnunni í heild.


Highlight: Jón Baldvin Hannibalsson on Gordon Brown’s role in the Icelandic economic crash

More

JBH interview Scotland

Mánaðamótin okt/nov, 2016 var haldin ráðstefna í Edinborg um, hvað sjálfstætt Skotland gæti lært af reynslu Norðurlandaþjóða í samskiptum við Evrópusambandið.
Jón Baldvin var meðal framsögumanna. Ræða hans kallaðist: Lesson from Iceland. Erindin voru seinna (feb. 2017) gefin út á bók undir heitinu: McSmörgaarsbord.
Ræða JbH er kafli í þessari bók.

Ráðstefnustjórinn, Lesley Riddoch, formaður samtakanna “Nordic Horizons” í Skotlandi skrifar eftir farandi inngang til kynningar á ræðumanni:

Jón Baldvin Hannibalsson is an Icelandic politician and diplomat who led the Social Democratic Party (SPD) and was responsible for Iceland’s entry to the EEA in the 1990s.
That’s an accurate but wholly inadequate description of the seventy-something who bounded into Scotland to speak at Nordic Horizons’ Brexit conference, wowed the audience, met Nicola Sturgeon and Mike Russell along with Faroese MP Bjort Samuelsen and then bounced onto STV’s Scotland Tonight the same evening before flying back to Iceland with his wife Bryndís Schram, an actress, linguist, writer and TV personality.
His short but pithy TV contribution was still doing the rounds on YouTube as Jón Baldvin touched down at Keflavik.

Provocative, funny and thoughtful – the North Atlantic pairing of Jón Baldvin and Bjørt Samuelsen seem to prompt a subtle change of policy direction from the Scottish Government. Days later it announced the option of joining the EEA in any post-independence scenario would be added to their policy option list. Not bad for a long weekend in Edinburgh. But then Jón Baldvin is used to making an impact.

Continue reading

LESSONS FROM ICELAND

Mánaðamótin okt/nov, 2016 var haldin ráðstefna í Edinborg um, hvað sjálfstætt Skotland gæti lært af reynslu Norðurlandaþjóða í samskiptum við Evrópusambandið.
Jón Baldvin var meðal framsögumanna. Ræða hans kallaðist: Lesson from Iceland. Erindin voru seinna (feb. 2017) gefin út á bók undir heitinu: McSmörgaarsbord.
Ræða JbH er kafli í þessari bók.

Lesley Riddoch, formaður samtakanna “Nordic Horizons” í Skotlandi skrifaði eftir farandi inngang til kynningar á ræðumanni.

1. From Rags to Riches

Icelanders began the twentieth century as the poorest of the poor in Europe. During the course of the century, we went from rags to riches. Around the end of the century, Icelanders had become the third richest country in Europe – in terms of income per capita – only surpassed by Luxemburg and Norway. Three small countries, by the way. Perhaps already a lesson to be learned.

Three major factors explain this success story: (1) home rule, (2) access to foreign capital, (3) tarif-free access to foreign markets. We could add a high level of education, speeding up technological transfer. Icelanders were never so poor, that they were illiterate.

Iceland´s independence struggle from Denmark underwent three major phases: home rule in 1904; a fully sovereign state 1918 (but in royal union with Denmark); severing the royal union with Denmark in 1944 by establishing the Republic of Iceland.

Continue reading

Kosningarnar: FRAMTÍÐIN ER Í ÞÍNUM HÖNDUM

VERSTU MISTÖK Íslendinga eftir Hrun voru að endurreisa óbreytt kerfi. Óbreytt kerfi er þess eðlis, að það malar fjármagnseigendum gull; gerir meirihluta þjóðarinnar að skuldaþrælum fyrir lífstíð; og leiðir til ójafnaðar, sem er umfram þolmark þessa fámenna samfélags. Þess vegna snúast komandi kosningar bara um eina spurningu: Hvaða stjórnmálaöfl eru reiðubúin að taka höndum saman eftir kosningar um að ná fram róttækum kerfisbreytingum.

VIÐ VITUM, hvar við höfum kerfisflokkana, sem hafa stjórnað landinu á s.l. kjörtímabili. Þeir eru gerðir út af forréttindahópum til að standa vörð um óbreytt ástand. Þeir sem tilheyra forréttindahópunum, þurfa bara að gera upp við sig, hvorum þeir treysta betur fyrir fjársjóðum sínum í (skatta)paradís.

Lesa meira