Viðtal Mörtu Vidunaité við Jón Baldvin Hannibalsson. Viðtalið birtist í júní í málgagni litáiska Sósíal-demókrataflokksins, í tilefni af 120 ára afmæli flokksins.
„Sú var tíð, að sósíal-demókratar í Evrópu og“new-dealers“ í Bandaríkjunum vissu, hvað til þeirra pólitíska friðar heyrði. Þeir vissu, að til þess að siðvæða kapitalismann þurfti að skattleggja drjúgan hluta af arði fjármagnseigenda til þess að fjármagna verkefni eins og sjúkrahús, skóla, atvinnuleysistryggingar og – gleymum því ekki – menninguna. Willy Brandt, Bruno Kreisky og Olof Palme vissu allir, að þetta var þeirra verkefni…… En þegar fjármálakerfið var leyst úr læðingi …. á árunum upp úr 1980, breyttist allt. (Yanis Varoufakis, fv. fjármálaráðherra Grikkja: Europe, Austerity and the Threat to Global Stability, 2016) .
Spurning: Þú hefur lýst sjálfum þér sem afsprengi þriðju kynslóðar norrænna sósíal-demókrata. Norræna módelið hefur staðið af sér árás nýfrjálshyggjunnar betur en flestir aðrir. Hver er galdurinn, sem skýrir þennan árangur?
Lesa meira