SÓMI ÍSLANDS, SVERÐ OG SKJÖLDUR?

Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.
(Sr. Jón Þorgeirsson, Hjaltabakka)

„Hefur þú enga sómatilfinningu, Davíð Oddsson?“ Það mætti segja mér, að þessi orð verði eitt af því fáa, sem eftir situr í minningunni, löngu eftir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar anno domini 2016 verður gleymd og grafin.

Guðni Th. Jóhannesson lét þessi orð falla í sjónvarpsþætti á Eyjunni, eftir að Davíð hafði lengi látið móðan mása um, að Guðni hefði staðið gegn þjóðinni og með óvinum hennar í Icesave-deilunni forðum. Guðni hefði m.ö.o. verið landráðamaður. Lesendum skal á það bent að fara með sléttubandavísuna hér að ofan öfugt frá orði til orðs. Þá skilja þeir, hverjum klukkan glymur, vænti ég?

Þetta má heita hraustlega mælt af manni, sem ekki er ofmælt, að hafi verið bæði útgefandi og ábekingur Icesave-víxilsins. Hvað á ég við? Ég á við það, að Davíð Oddsson forsætisráðherra og samstarfsmenn hans höfðu það í hendi sér, þegar lögin um lágmarkstryggingu innistæðueigenda voru sett 1999, að fara að dæmi Norðmanna og setja fyrirvara, sem hefðu þýtt, að enginn Icesave-víxill hefði fallið á þjóðina. Og sem Seðlabankastjóra á árunum 2006-08 bar Davíð Oddssyni skylda til að grípa til ráðstafana, sem hefðu komið í veg fyrir, að Icesave-víxillinn félli á þjóðina. Hann brást þeirri skyldu, eins og nánar er skýrt í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Nánar um það síðar.

Lesa meira

Ekki flýja, Ólafur – Áskorun frá Jóni Baldvini

Hringlandahátturinn í fráfarandi forseta er orðinn svo ör, að það næst ekki að elta ólar við hann frá degi til dags. Til marks um þetta er, að ég var að setja saman þessa áskorun á Ólaf Ragnar um að standa nú einu sinni við orð sín og halda framboðinu til streitu, þegar fréttin barst, að hann væri flúinn af hólmi. Hringlandahátturinn í fráfarandi forseta er orðinn svo ör, að það næst ekki að elta ólar við hann frá degi til dags. Til marks um þetta er, að ég var að setja saman þessa áskorun á Ólaf Ragnar um að standa nú einu sinni við orð sín og halda framboðinu til streitu, þegar fréttin barst, að hann væri flúinn af hólmi.

Þetta er bæði synd og skömm af ástæðum, sem ég tíunda hér á eftir. Einhvern tíma hefði ég látið segja mér það tvisvar, að Ólafur gæfist upp fyrirfram við það eitt að sjá framan í manninn, sem hann sagði einhvern tíma í ræðustól á Alþingi, að væri haldinn „skítlegu eðli“.

Lesa meira

Utan (og ofan) við lög og rétt

Ha, – ég? Nei, Landsbankinn bauð bara upp á þessa þjónustu. Ég hélt, satt að segja, að þetta hefði verið vistað í Lúxemburg – það er jú í Evrópusambandinu, ekki satt? Súsí og Samba í stjórninni? – Nei, ég hef aldrei hitt þær. Hélt, satt að segja, að það væri löngu búið að loka þessu. Man varla lengur, hvað félagið hét. En hitt man ég upp á hár, að þetta var alltaf á framtalinu mínu. Svo að ég hef borgað alla skatta og skyldur. Ég get fengið Deloitte til að skrifa upp á það, ef þú vilt.

Þetta er stuttur útdráttur úr svörum máttarstólpa Framsóknar-Sjálfstæðisflokks við spurningum fréttamanna um, hvers vegna nöfn þeirra sé að finna í Panamaskjölunum um gervifyrirtæki á “aflandseyjum”. (Má til með að skjóta því inn í, að hvorki Sviss né Lúxemburg, sem eru einhver stórtækustu skattaskjól heimsins, geta flokkast undir eyjar í landfræðilegum skilningi. Við ættum að halda okkur við hugtakið skattaskjól og láta vera að klæmast á landafræðinni).

Lesa meira

UTAN(OG OFAN) VIÐ LÖG OG RÉTT

Ha, – ég? Nei, Landsbankinn bauð bara upp á þessa þjónustu. Ég hélt, satt að segja, að þetta hefði verið vistað í Lúxemburg – það er jú í Evrópusambandinu, ekki satt? Súsí og Samba í stjórninni? – Nei, ég hef aldrei hitt þær. Hélt, satt að segja, að það væri löngu búið að loka þessu. Man varla lengur, hvað félagið hét. En hitt man ég upp á hár, að þetta var alltaf á framtalinu mínu. Svo að ég hef borgað alla skatta og skyldur. Ég get fengið Deloitte til að skrifa upp á það, ef þú vilt.

Þetta er stuttur útdráttur úr svörum máttarstólpa Framsóknar-Sjálfstæðisflokks við spurningum fréttamanna um, hvers vegna nöfn þeirra sé að finna í Panamaskjölunum um gervifyrirtæki á “aflandseyjum”. (Má til með að skjóta því inn í, að hvorki Sviss né Lúxemburg, sem eru einhver stórtækustu skattaskjól heimsins, geta flokkast undir eyjar í landfræðilegum skilningi. Við ættum að halda okkur við hugtakið skattaskjól og láta vera að klæmast á landafræðinni).

Lesa meira

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ?

Þór Saari: Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Skrudda, 2016.

ALMENNT:

Við lestur kversins kom mér í hug húsgangur eftir óþekktan höfund – en í anda Káins: (Þetta er ekki þjóðrækni – þaðan af síður guðrækni – heldur íslensk heiftrækni – og helvítis bölvuð langrækni). Pólitíska útgáfan í anda Káins er hins vegar svona (og gæti þess vegna verið mottó fyrir bókina): Þetta er ekki þingræði – þaðan af síður lýðræði – heldur bara bráðræði – og bölvað endemis fláræði.

Mér sýnist þungamiðjan í gagnrýni Þórs snúast um tvennt: Annars vegar er bæklað lýðræði (líkt og í þriðja lýðveldinu franska fyrir endurkomu De Gaulles). Veigamikil rök eru færð fyrir því, að lýðræði verði ekki vakið aftur til lífsins nema með róttækri uppstokkun á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Hin þungamiðjan er gagnrýni á stjórnmál undir hæl harðsvíraðra sérhagsmuna, sem ráða því, sem þeir vilja ráða. Þetta kallast á ensku „crony-capitalism“, sem bætist við frændhygli okkar hefðbundna ættasamfélags. Helmingaskiptareglan – sem síðar er vikið að – staðfestir þetta. Í skjóli hennar þrífst meiri spilling en séð verður með berum augum (vöntun á gagnsæi). Afhjúpun spillingarinnar samkvæmt Panamaskjölunum verður fastur liður eins og venjulega næstu vikur og mánuði.

BÆKLAÐ LÝÐRÆÐI: Grundvallarregla lýðræðis er „einn maður, eitt atkvæði“. Skv. þessari grunnreglu hafa Íslendingar alltaf búið við vanskapað lýðræði. Misvægi atkvæðisréttar var og er svo gróft, að það er í blóra við búsetuþróun í landinu. Kjördæmaskipunin, byggð á misvægi atkvæðisréttar, ein og sér ýtir undir fyrirgreiðslupólitík og hagsmunapot, þ.e. spillingu. Allar tilraunir til að draga úr misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu hafa endað í hrossaskaupum um fjölgun þingmanna. Þingmenn eru núna allt of margir. Sjálfur atkvæðisrétturinn hefur verið gerður að verslunarvöru í pólitískum hrossakaupum.

Lesa meira

HOW TO SAVE CAPITALISM FROM THE CAPITALISTS – AND DEMOCRACY FROM THE PLUTOCRATS?

„The market is a useful servant, but an intolerable master“
(Tage Erlander, prime minister of Sweden 1946-69)

„The worship of the golden calf of old has found a new and heartless
image in the cult of money and the dictatorship of financial markets,
which are faceless and lacking any humane goal. – Money has to
serve, not to rule“. (His holiness, Pope Francis, NYT, May 2013)

Q: How do you define the main characteristics of the neo-liberal creed?

A: The first thing to be said about it is that despite its name, neo-liberalism is neither new nor liberal. It is in fact the reincarnation of the 19th century laisser-faire economic theory. The essence of this creed is a naïve belief in the infallibility of markets and their innate ability to correct themselves. Both propositions have been proven false. After the systemic failure of laisser-faire capitalism and the subsequent Great Depression during the thirties of the last century, this ideology was thoroughly discredited.

Continue reading