Hörður Zóphaníasson

Í marsmánuði á næsta ári munu íslenskir jafnaðarmenn minnast þess, að heil öld er þá liðin frá stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands, baráttusamtaka fátæks fólks, sem hafði að leiðarljósi að breyta þjóðfélaginu. Þeir sem þekkja þessa sögu, vita, að höfuðvígi jafnaðarmanna á Íslandi, var að finna á Ísafirði og í Hafnarfirði.

Ég held það sé á engan hallað, þegar ég segi, að Hörður Zóphaníasson þekkti sögu þeirra Hafnarfjarðarkrata manna best. Hörður var vel menntaður kennari og uppeldisfrömuður og hafði stundað framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Uppeldi æskulýðsins var í hans huga hluti af mannrækt jafnaðarmannsins. Þeir sem nutu handleiðslu hans á æskuárum, bera því vitni, að öllum kom hann til nokkurs þroska.

Lesa meira

Hvar er nú að finna Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna?

Hálfnað kjörtímabil og þjóðfélagið logandi stafnanna á milli í illdeilum. Skýring hins unga og reynslulitla forsætisráðherra er sú, að almenningur skynji, að nú sé meira til skiptanna (milli línanna ber að skilja það svo, að það sé honum og ríkisstjórninni að þakka). En (kannski óafvitandi) þá hittir forsætisráðherrann ungi einmitt naglann á höfuðið. Það er miklu meira til skiptanna. En ójöfnuðurinn í tekju- og eignaskiptingu eftir bóluárin og skuldafylliríið fyrir hrun og eignaupptöku hinna skuldugu (og hinna ungu) eftir hrun er komin út fyrir allan þjófabálk. Það besta sem akademískir hagfræðingar gætu gert í þágu okkar reiðu þjóðar, væri að kafa þarna undir yfirborðið; það þarf að afhjúpa tölurnar og greina samhengið í því, hvernig Ísland er orðið að sundurvirku ójafnaðarþjóðfélagi, þar sem sjálfur samfélagssáttmálinn hefur verið rofinn.

Nýlega birti Stefán Ólafsson niðurstöður úr tveimur alþjóðlegum skýrslum um auðlegð þjóða (önnur frá Credit Suisse en hin frá Alþjóðabankanum). Niðurstaðan: Auðlegð Íslendinga per haus er með því mesta, sem þekkist í heiminum. Við og Norðmenn erum ríkastir norrænna þjóða. Lífeyriseignir Íslendinga (150% af árlegri landsframleiðslu) slaga hátt upp í norska olíusjóðinn. Eignir íslensku þjóðarinnar í fiskimiðum og orkulindum þýða, að Íslendingar eru í reynd ein af alríkustu þjóðum jarðar. Gallinn er bara sá, að eigandi þessara auðlinda er með stjórnvaldsákvörðunum sviptur arði af eignum sínum. Að hluta til rennur hann úr landi (arðurinn af orkulindunum). Að hluta rennur arðurinn til fámenns hóps fjármagnseigenda (kvótahafa), sem í krafti auðs er að sölsa undir sig sívaxandi hluta þjóðareigna.

Lesa meira

Viðtal í lettneska ríkissjónvarpinu við JBH

Þann 4. maí, 2015 var aldarfjórðungur liðinn frá því að lýðræðislega kjörið þjóðþing Letta samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu með fyrirvara. Lettar fóru varlega. Fyrirvarinn laut að því, að tilhögun , framkvæmd og tímasetning sjálfstæðisyfirlýsingarinnar væri samningsatriði. Sjálfstæðisyfirlýsingin varð því ekki virk, fyrr en eftir að Ísland tók frumkvæði að viðurkenningu á endurreistu sjálfstæði , sem staðfest var í Höfða í Reykjavík 26. ágúst, 1991.

Í tilefni af 4. maí sendi lettneska ríkissjónvarpið (LTV-1) fréttaritara sinn í Brüssel ásamt myndatökumanni til Salobrena í Andalúsíu til þess að taka viðtal við Jón Baldvin í tilefni dagsins. Viðtalið var hluti af samfelldri dagskrá um sjálfstæðisbaráttu Letta, sem var sýnd í sjónvarpinu 3. maí. Viðtalið er birt hér fyrir þá fáu menn á Íslandi, sem skilja lettnesku! Endursögn á íslensku birtist síðar.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/

SAMSTAÐA SMÁÞJÓÐA GETUR BREYTT HEIMINUM

Hér kemur þýðing á viðtali Ilze Nagla, fréttaritara lettneska ríkissjónvarpsins (LTV) við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, um stuðning Íslendinga við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, ágreining við leiðtoga Vesturveldanna, sess Gorbachevs í sögunni, hrun Sovétríkjanna og samstöðu smáþjóða, sem getur breytt heiminum.

Sp. Þegar leið á níunda áratug seinustu aldar – og boðaðar umbætur Gorbachevs létu á sér standa – fóru Eystrasaltsþjóðirnar í vaxandi mæli að hrista hlekkina. Við vildum endurheimta fyrra sjálfstæði. Þú varst utanríkisráðherra Íslands á þessum tíma (1988-95) og sem slíkur meðlimur í ráðherraráði NATO. Hvernig var sjálfstæðisbaráttu okkar tekið á Vesturlöndum á þessum tíma?

Lesa meira

Interview by Ilze Nagla of Latvian LTV-1

The following interview by Ilze Nagla of Latvian LTV-1 was broadcast on May 3d, 2015 in a program dedicated to the independence struggle of the Latvian poeple, because a quarter century has passed since the declaration of independence. That declaration of independence was not activated until Iceland took the initiative in giving it diplomatic recognition at a ceremony at Höfdi House in Reykjavík, August 26th, 1991.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/

The transition from totalitarianism to democracy: WHAT CAN WE LEARN FROM THE BALTIC POST-INDEPENDENCE EXPERIENCE?

Introduction: On April 21st I gave the following speech at a conference held in Kyiv, the capital of Ukraine. The theme of the conference, as well as of my keynote speech, was to seek answers to the question: What can Ukraine learn from the Baltic post-independence experience? It turned out that there is a lot to be learnt from the Baltic experience. The most important lesson is that right from the beginning the political leadership in the Baltic countries stood united – across the political barricades, left, right and center – to consolidate their fragile independence by joining the EU and to take out an insurance policy against future threats by joining NATO. This unity of purpose gave their domestic politics – despite all the turmoil and social upheaval of the most difficult transition period – the internal descipline needed to push through and stand by difficult and necessary, but unpopular, decisions. This steadfastness of purpose and long term strategy has been sadly missing in Ukraine all the time since independence.

In February 1990 – tventy five years ago – the president of the United States and the founder of the Bush dynasty, gave a speech here in Kyiv, which later has become infamous. It was castigated as „the chicken speech“. In this speech the undisputed leader of Western democracy appealed to Ukrainians „not to succumb to extreme nationalism“; and to keep the Soviet Union together by all means, in the name of peace and stability.

Continue reading

AMERÍSKT ÓJAFNAÐARÞJÓÐFÉLAG EÐA NORRÆNT VELFERÐARRÍKI?

Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira. Viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, um erindisbréf jafnaðarmanna á öld hins hnattvædda kapitalisma, og sitthvað fleira.

Þá sem styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu rak í rogastans um daginn, þegar þú sagðir, að aðild Íslands væri ekki í sjónmáli. Ert þú á móti ESB-aðild?

Lesa meira

Þeir sem þora…

Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda árið 1985 varð umbótastefna hans til að blása vindi í segl sjálfstæðishreyfinga í Eystrasaltslöndunum. Alþjóða samfélagið hundsaði hins vegar hjálparbeiðni þeirra. Þá brugðust utanríkisráðherrar tveggja smáþjóða, Íslands og Danmerkur, sem báðir höfðu persónulegan áhuga á málefnum Sovétríkjanna, við neyðarkallinu og gerðust málsvarar sjálfstæðissinna á alþjóðavetvangi.

ÞEIR SEM ÞORA lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991. Myndin fangar örlagaríka atburðarás sem fór af stað í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna, Vilnius, Riga og Tallinn, í janúar 1991, þegar Sovétherinn reyndi á grimmúðlegan hátt að kæfa anda frelsis og ganga milli bols og höfuðs á hreyfingum sjálfstæðissinna. Á þessari örlagastundu var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, eini vestræni utanríkisráðherrann sem heimsótti höfuðborgirnar þrjár og sýndi með því stuðning þjóðar sinnar í verki.

Lesa meira

Those who dare…

When Mikhail Gorbachev rose to power in 1985, his reform policy sparked an independence movement in the Baltic states. But as their cries for help were answered with silence from the international community, two small nations answered the call – Iceland and Denmark – motivated by the personal connections of their foreign ministers.

THOSE WHO DARE outlines the Baltic nations’ (Estonia, Latvia and Lithuania’s) struggle for the restoration of their independence, from 1986-1991, Gorbachev’s perestroika paving the way. It recaptures the dramatic course of events in the Baltic capitals of Vilnius, Riga and Tallinn in January 1991 when the Soviet military attempted to brutally suppress the independence movements. At that moment, Jón Baldvin Hannibalsson, the minister of foreign affairs of Iceland, was the only western foreign minister to travel to the Baltic capitals to show his support, thus inscribing Iceland in golden letters in the minds of the Baltic people.

Continue reading