Svipmynd: RAUÐI ÞRÁÐURINN……

Arnór elsti bróðir minn var, eftir því sem ég best veit, fyrsti maðurinn af Vesturlöndum eftir stríð til að útskrifast úr háskólanum í Moskvu. Hann stundaði þar nám á árunum 1953 (árið sem fjöldamorðinginn Stalín hrökk upp af) til 1959. Næstu tvö árin stundaði hann framhaldsnám í heimspeki (m.a. hjá Kolakowski) í Kraká og Varsjá. Báðir voru þeir Árni Bergmann og hann, en þeir voru samtímis í Moskvu, vistaðir þar fyrir milligöngu Einars Olgeirssonar gegnum flokkstengsl.

Það tók Arnór ekki langan tíma að komast að raun um, að Sovéttrúboðið íslenska fór villur vega í sínum boðskap; draumurinn hafði fyrir löngu snúist upp í martröð. Sovétríkin voru fólskulegt lögregluríki – fangelsi þjóðanna – haldið saman með ofbeldi. Arnór lá ekki á skoðunum sínum. Við það komst hann upp á kant við hina heilögu þrenningu (Einar, Brynjólf og Kristinn E.), item ritstjóra Þjóðviljans og Tímarit máls og menningar, sem ritskoðuðu greinar hans eða synjuðu birtingar. Heimkominn birti Arnór greinasafn um þessa lífreynslu sína undir heitinu Valdið og þjóðin. Hann fylgdi því síðan eftir með bókinn Kommúnismi og vinstri hreyfing. Ragnar í Smára gaf út þetta bannfærða efni. Eftir þetta varð Arnór persona non grata meðal menningarelítunnar, sem alist hafði upp í lífslygi Sovéttrúboðsins. Hann var kerfisbundið rægður. Það var sagt, að hann hefði ekki þolað álagið í Moskvu og “bilast”.

Lesa meira

Námskeið um Hrunið
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS UM HRUNIÐ:
ORSAKIR-ÁBYRGÐ-LÆRDÓMAR

Í upphafi árs 2012 ákvað Samfylkingarfélagið í Reykjavík að efna til námskeiðs um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Skýrslan var alls í níu bindum eða um 2000 bls.(auk fylgiskjala á netinu). Hún er því mikil að vöxtum og að hluta til um sérfræðileg málefni og því ekki auðskilin öllum almenningi. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að rekja niðurstöður skýrsluhöfunda, að því er varðaði orsakir hrunsins, ábyrgð stjórnvalda á því, og hvaða lærdóma mætti draga af þessari reynslu til að forðast að endurtaka áorðin mistök í framtíðinni. Námskeiðið hófst 25. jan., 2012 og stóð til loka febrúar.

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavik leitaði til Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. formanns Alþýðuflokksins, um að annast undirbúning námskeiðsins og leiðsögn. Auk Jóns Baldvins fluttu fyrirlestra þeir Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ (um siðferði og starfshætti við fall íslensku bankanna) og Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við HÍ (um nauðsyn stjórnarskrárbreytinga til að styrkja stofnanir og innviði lýðræðis í íslensku stjórnarfari).

Hér eru upptökur af námskeiðinu.

Um pólitíska áhættustýringu

Það vill vefjast fyrir mörgum að eygja eitthvert „system“ í galskap íslenskra stjórnmála fyrir komandi kosningar. Kannski hæfileg fjarlægð frá vettvangi hjálpi til við rólega yfirvegun.

Mönnum má ekki yfirsjást, að það grillir í bjartar hliðar mitt í formyrkvun upplausnarinnar. Það er tvímælalaust jákvætt til lengri tíma litið, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær nú makleg málagjöld fyrir að hafa brugðist hrapallega trausti kjósenda sinna í heil þrjú kjörtímabil fyrir hrun. Og fyrir að hafa skort manndóm til að gera upp við þessa snautlegu fortíð. Það er líkt á komið með flokknum og Morgunblaðinu, sem löngum var lífakkeri flokksins, að hvort tveggja, blað og flokkur, eru nú orðið gerð út af LÍÚ til að verja sérhagsmuni kvótaeigenda fyrir réttlætiskröfum kjósenda.

Lesa meira

Recovering from the Crisis: INSIDE OR OUTSIDE THE EMU?

April 9th The Institute for International Relations and Political Science, Vilnius University, held a seminar on the international financial crisis, comparing the fates of countries inside and outside the euro-zone. Main speakers were Jón Baldvin Hannibalsson, former Minister of Finance and Foreign Affairs of Iceland, Dr. Ingrida Simonité, former Minister of Finance of Lithuania and Dr. Baldur Thórhallsson, Head of the Center for Small States´ Studies at the University of Iceland. Dr. Ramunas Vilpisauskas, Head of the institute introduced the speakers, but Mr. Bo Tillberg from the Nordic Council of Ministers´ Office was moderator.

Following are the speaking-notes of Mr. Hannibalsson:

Continue reading

Endurnýjun lífdaganna

Didzioji Gatu nr. 10. Þetta er elsta tungumál Evrópu af indo-evróskum uppruna – litháiska. Það eru tæplega fimm milljónir manna í heiminum, sem tala þetta mál. Fyrir utan Litháen – sem er svolítið minna landsvæði en Ísland – þeir eru flestir í Chicago en býsna margir í Ástralíu. Á bak við það er mikil saga. En aftur að Didzioju Gatu. Þetta útleggst sem aðalstræti. Og alveg eins og í Reykavík er aðalstræti elsta strætið. Þarna bjuggum við Bryndís í rúma tvo mánuði. Við komum í byrjun apríl. Þá var ennþá kalt. Vorið hafði tafist. En íbúðin var flott. Miðalda- Vilnius er rétt eins og Flórens, byggð í „court yards“. Beijing er alveg eins. Þar kalla þeir þetta „family compounds“. Hugmyndin var, að við byggjum öll saman: afi og amma, börnin, barnabörnin, frændur og frænkur. Hugsið ykkur það. Tribal society. Einhver sagði, að þetta væru gamlar vistarverur pólska aðalsins, sem hafði vetursetu í Vilnu. Alla vega voru þessi húsakynni nýuppgerð; þar var hátt til lofts og vítt til veggja; Litrófið var ljúft, og Bryndís fílaði þetta í botn. Þetta voru sem sé vistarverur gestaprófessorsins og fegurðardrottningarinnar.

Ég hafði kviðið heilmikið fyrir þessu. Í nóvember í fyrra flutti ég eldmessu yfir svokölluðu „Baltic Assembly“ (svokallað Norðurlandaráð Eystrasaltbúa) um það, að fjármálakefi heimsins væri helsjúkt og þyrfti á skurðarborðið. Þarna voru ráðherrar, þingmenn, sérfræðingar, embættismenn, fjölmiðlungar og fleiri. Það hafði verið gert ráð fyrir umræðum á eftir. En það var bara djúp þögn. Ætli þeim hafi ekki ofboðið! Eftir á var orðað við mig, hvort ég vildi þróa þessasr hugmyndir frekar á namskeiði við stjórnmála- og alþjóðamálastofnun háskólans í Vilnu. Ég sagði já takk á stundinni.

Lesa meira

Um páskadagsræðu séra Gunnars í Brautarholtskirkju

Páskaprédikun séra Gunnars í Brautarholtskirkju nálgast það, sem er kjarni málsins í þjóðfélagsátökum samtímans. Páskaprédikun séra Gunnars í Brautarholtskirkju nálgast það, sem er kjarni málsins í þjóðfélagsátökum samtímans.

Hver er mannskilningur okkar? Er maðurinn góður eða illur í eðli sínu? Eða er hann hvort tveggja?

Lesa meira

The Nordic Model

February 2 this year the Economist published a special edition on the Nordic model. The authors came to the conclusion that the Nordic model had turned out, during the era of globalization, to be the most successful socio-economic model on the planet. It combined both efficiency and prosperity. It was both the most competitive and the most egalitarian society on earth. But, neo-liberal, as the Economist is, the authors tried their best to give credit for this unique success story to Sweden´s conservatives, who have had a chance in government for a few years, to tinker with the system at the margins. But the system remains fundamentally intact.

I sent a letter to the editor with a reasoned critique of this ideological misconception. It says a lot about the editorial policy of the Economist, that despite welcoming their readers´comments they somehow failed to publish any serious critique. Here is the text, which they did not publish:

Continue reading

Minning: SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR

Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.

Uppvaxtarárin á Ísafirði settu á hana mark. Frá barnsaldri lagði hún stund á fiðluleik í Tónlistarskóla Ragnars H. Ragnar. Í þeim skóla var spilað á samæfingum hverja helgi. Tónleikar fyrir fullum sal voru þrisvar á ári: Um jól, páska og lokatónleikar að vori. Á öllum þessum tónleikum spilaði hún einleik af öryggi og ástríðu. Í fiðluleiknum birtust okkur aðrir eðliskostir hennar: Fegurðarþráin og vandvirknin.

Lesa meira

Dr. Arnór Hannibalsson

Dr. Arnór Hannibalsson, elsti bróðir minn lést þann 28. des.s.l., sjötíu og átta ára að aldri. Útför Arnórs fór fram frá Reynivallakirkju í Kjós 12. janúar. s.l..
Hér fara á eftir minningarorð mín um Arnór, sem birt voru í Mbl. laugardaginn 12. jan. s.l.

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Lesa meira

Eitt kjörtímabil er ekki nóg – áramótagrein

Ritstjóri dreifiblaðsins Reykjavík, sem að sögn er borið út í hvert hús í höfuðborginni, bað um áramótagrein til birtingar í blaði sínu við upphaf nýs árs, 2013. Þessi grein birtist hér á heimasíðu minni.

„Þrælahjörð þér veröldin verður,
verk þín sjálfs nema geri þig frjálsan“
(Matthías Jochumsson: Til Vestur-Íslendinga)

Lesa meira