Var það ekki Þorvaldur Gylfason, sem benti á það, þegar kvótaekkjan frá Vestmannaeyjum munstraði Davíð Oddsson sem ritjstóra Moggans, að því væri helst að líkja við það, að Ameríkanar hefðu ráðið Richard Nixon eftir Watergate sem ritstjóra Washington Post? Auðvitað á að líta á málin í svona stóru samhengi. Ég hefði því átt að svara á þá leið, að áður en ég treysti mér til að mæla með fallít fjármálaráðherra við FAO, yrði ég að huga að jafnræðisreglunni og þar með því, að ég mætti ekki gera upp á milli okkar íslensku afreksmanna, sem sameiginlega stóðu yfir höfuðsvörðum íslenska lýðveldisins.
(Land)hreinsun
Þegar fréttamaður Pressunnar hringdi í mig undir miðnættið í gær og spurði formálalaust, hvort ég hefði sem utanríkisráðherra beitt mér fyrir ráðningu Árna Mathiesen, dýralæknis, í stjórnunarstöðu hjá FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm), svaraði ég: “Aldrei” – og bætti við, að ef þetta ætti að verða nýjasta útflutningsafurð Íslendinga, væri vart von á góðu. Við nánari umhugsun skynja ég, að framkallað svar á staðnum og stundinni við svo áhugaverðri spurningu er eiginlega of afundið. Spurningin verðskuldar meiri yfirvegun og meiri íhygli.