1.
Norðmenn eru ekki einasta skuldlaus þjóð – þeir eru moldrík þjóð. Það stafar af því, að arðurinn af þjóðareign þeirra á olíuauðlindinni hefur runnið til eigandans – þjóðarinnar. Það hvarflaði ekki að Norðmönnum að afhenda nýtingarréttinn að auðlindinni einhverjum forréttindahópi fyrir ekki neitt. Þeir hafa ekki veðsett auðlindina fyrir skuldum. Þotuliðið þeirra hefur ekki fengið sérleyfi til að veðsetja þjóðareignina í spilavítum.
STÖÐVUM FLÓTTANN – Sjávarútvegsstefnan
Ræða flutt á fundi Samfylkingarfélaganna, landsmálafélags jafnaðarmanna, Rósarinar og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni laugardaginn 11. september, 2010.
Tilefnið var skýrsla nefndar um stefnu í fiskveiðistjórnarmálum undir formennsku Guðbjarts Hannessonar.