ICELAND AND THE CURRENT ECONOMIC CRISIS. POLITICAL COMPLICATIONS AND THE WAY FORWARD

A speech made at the Kalevi Sorsa Institude in Helsinki on the 7th of November, 2009

1. CAUSES AND CONSEQUENCES:

Since the fall, Icelanders are still debating whether they were the innocent victims of outside events or if they are themselves to blame for their misfortune. Although the international crisis (the fall of Lehman brothers) was the spark that ignited the fire, there is ample evidence to show that Iceland was headed for a fall. It was only a matter of time.

In April 2008, half a year before the crash, Willem Buiter and Anne Sibert, well-known experts in international finance, delivered a report on the health of the Icelandic banking system. Their conclusion was, that the collapse of the banking system was the predictable end of a “non-viable business model”. It was a house of cards. It was not a question of IF – but only WHEN it would collapse.

Continue reading

ICELAND AND THE CURRENT ECONOMIC CRISIS – POLITICAL IMPLICATIONS AND THE WAY FORWARD

The Foundation for European Progressive Studies with the support of the Kalevi Sorsa foundation.

4th Kalevi Sorsa Research and Policy Days
Helsinki Congress Paasitorni

1. CAUSES AND CONSEQUENCES:

Since the fall, Icelanders are still debating whether they were the innocent victims of outside events or if they are themselves to blame for their misfortune. Although the international crisis (the fall of Lehman brothers) was the spark that ignited the fire, there is ample evidence to show that Iceland was headed for a fall. It was only a matter of time.

Continue reading

ÞRÖSTUR ÓLAFSSON

Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.

Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.

Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!

Það tók dolfallna áhorfendur tímakorn að átta sig á því, hvað stæði til. Því að þótt róttækni Þrastar væri þingeysk – og reyndar þýsk í aðra áttina, þá var raunsæi hans rammvestfirskt, af Ströndum og úr Jökulfjörðum.

Lesa meira

SKEMMDARVERK

Í spjalli sínu við Sölva Tryggvason á Skjá einum (25.09.09) sagði nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, að Icesave-málið væri “eitt mesta skemmdarverk sem á Íslandi hefur dunið.”

Þetta má til sanns vegar færa, þótt orðalag ritstjórans sé ögn villandi. Icesave-málið dundi ekki yfir Íslendinga. Icesave-reikningurinn upp á ca. 700 milljarða króna er bein afleiðing af ákvörðunum eigenda og forráðamanna Landsbanka Íslands, þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar, varaformanns bankaráðs og fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og bankastjóra í þeirra þjónustu.

Lesa meira

Athugasemd við skilaboðum, sem kennd eru við “Jóa”

Ég stend að sjálfsögðu ekki í skoðana- eða bréfaskiptum við fólk, sem af einhverjum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið. Ýmsar athugasemdir og ábendingar í tilgreindum pistli verðrskulda hins vegar svar og munu fá svör, ef höfundur mannar sig upp í koma fram í dagsljósið.
Að öðru leyti vísa ég til fyrri riltsmíða minna um Icesave-málið hér á þessari heimasíðu, þar sem sú fullyrðing er rækilega rökstudd, að Icesave-reikningurinn er því sem næst allur á ábyrgð Sjálfstæðiflokksins og Sjálfstæðismanna. Við það stend ég.

UM KRIST OG KARL MARX. Svar til Arnórs Hannibalssonar

Það var Karl Marx, sem opnaði augu mín fyrir því eðli kapítalismans að beita valdi auðsins til að arðræna fátækt fólk og umkomulaust. Item, að samkeppnin um gróðann þýddi, að auðurinn mundi safnast á fáar hendur, á sama tíma og hinn stritandi lýður mundi búa við skort og harðræði. Í þessum punkti hafði Marx rétt fyrir sér. Þetta er raunsönn lýsing á ástandi heimsins enn í dag. Og ætti að hvetja alla góða menn til dáða við að koma böndum á ófreskjuna – kapítalismann – áður en verra hlýst af.

Heill og sæll, bróðir:
Takk fyrir tilskrifið. Ég læt mér nægja að sinni að gera eftirfarandi athugasemdir:

Lesa meira

SVARTBÓK KOMMÚNISMANS: SVÖRT SÁLUMESSSA

Inngangsorð: Nú er komin skýringin á því, hvers vegna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur látið óvenjulítið fara fyrir sér að undanförnu. Ástæðan er ekki endilega sú, að fjörbrot frjálshyggjunnar hafa skekið íslenskt þjóðfélag til grunna – og reyndar heimsbyggðina alla í þokkabót – og að þetta hafi vakið prófessornum efasemdir um trúverðugleik trúboðsins. Ástæðan er sú, að prófessorinn hefur lokað sig inni við að snúa hinu mikla franska ritsafni: “Svartbók kommúnismans” yfir á íslensku. Þetta er mikið verk, sem verðskuldar vandaða umræðu um ýmis undirstöðuatriði í stjórnmálum samtímans – ekki síst nú, þegar frjálshyggjutilraunin með Ísland hefur brugðist og við stöndum sem þjóð frammi fyrir þeirri óumflýjanlegu spurningu: Hvers konar þjóðfélag viljum við byggja upp á rústum hins hrunda? Fyrir þetta á Hannes Hólmsteinn hrós skilið.

Í tilefni af útkomu bókarinnar var efnt til málþings um efni hennar á vegum ýmissa stofnana háskólans í Þjóðminjasafni Íslands í hádeginu mán. 31.08.09. Björn Bjarnason fv. dómsmálaráðherra, stýrði fundi. Göran Lindblad, sænskur hægrimaður, sem beitti sér fyrir samþykkt ályktunar þings Evrópuráðsins um glæpi kommúnismans, reifaði málið. Undirritaður var til andsvara f.h. hugmyndaarfs marxismans og velferðarríkis jafnaðarstefnunnar, sem hefur sótt sitthvað af gagnrýni sinni á hinn óbeislaða kapítalisma til Karls Marx og arftaka hans. Lindblad lýsti þeirri skoðun, að Sovétgulagið væri óhjákvæmileg afleiðing af kenningum Marx. Ég andmæli þeirri skoðun og spyr: Er sanngjarnt að kenna Kristi um seinni tíma óhæfuverk kaþólsku kirkjunnar: Ofsóknir hennar á hendur trúvillingum, krossferðir á hendur heiðingjum, ritskoðun gegn röngum skoðunum, rannsóknarréttur gegn grunuðum efasemdarmönnum, nornaveiðar gegn konum og þegjandi samþykki við Gyðingaofsóknum og sitt hvað fleira óbermilegt? Í eftirfarandi texta er að finna frekari rökstuðning fyrir þeim skoðunum, sem ég lýsti á fyrrnefndum fundi. – JBH .

Lesa meira

ÁMINNTUR UM SANNSÖGLI…

Kjartan Gunnarsson, fv.vara-formaður bankaráðs Landsbankans fullyrðir í Mbl.grein (14.08.09), að forráðamenn Landsbankans hafi aldrei haldið því fram, “að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars staðar.” Undirsátar Kjartans, bankastjórarnir Halldór Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, halda hinu gagnstæða fram. Í bréfi, sem þeir undirrita í nafni bankans til hollenska seðlabankans og FME í sept. 2008, “sögðust (þeir) hafa vissu fyrir því, að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæður í íslenskum bönkum.

Hvort tveggja getur ekki verið rétt. Hvorum á að trúa, bankaráðsmanninum eða bankastjórunum? Rétt svar varðar gríðarlega almannahagsmuni. Það er því full ástæða til, að sannleikurinn verði leiddur í ljós í réttarsal, þar sem áður nefndir ábyrgðarmenn Icesave-reikningsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði krafðir svara, áminntir um sannsögli.

Lesa meira

FORHERÐING?

Opnugrein Kjartans Gunnarssonar, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Davíðs Oddssonar)

og varaformanns bankaráðs Landsbankans (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Björgólfs Guðmundssonar) í Mbl. 14.08. s.l., gefur tilefni til að biðja lesendur Mbl. að hugleiða eftirfarandi staðreyndir:

Lesa meira