Gylfi ráðherra svarar þessu upp á kiljönsku á þann veg, að hann geti ekki undanþegið “vont fólk” frá stjórnarskrárvörðum “eignarétti sínum”. Skuldabréf eru sem sé skuldabréf. Eigandi skuldabréfs, sem MARKAÐRUINN hefur verðfellt, hefur ekki verið sviptur neinum eignarétti. Hann tók áhættu og tapaði. Það er lögmál markaðarins.
Þótt spákaupmaðurinn kaupi hundraðkrónubréf fyrir túkall á MARKAÐNUM , er hið lögfræðilega sjónarmið eftir sem áður, að hinn upphaflegi samningur (“contract”) haldi gildi sínu – þótt heimurinn hrynji og MARKAÐURINN segi allt annað. Hingað til hafa hagfræðingar hallast að því, að handafl stjórnvalda komi fyrir lítið, ef það er í blóra við verðmyndun MARKAÐARINS. MARKAÐURINN blívur.
ÆTLAR RÍKIÐ AÐ BORGA ÞAÐ SEM MARKAÐURINN AFSKRIFAR?
Orðaskipti okkar Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, um áorðnar afskriftir á markaði á skuldum gömlu bankanna, hafa leitt til líflegra skoðanaskipta. Ólafur Arnarson hefur fullyrt, að skuldabréf gömlu bankanna hafi lent í ýmsum vafningum og gengið kaupum og sölum á MARKAÐNUM með gríðarlegum afföllum. Janfvel túkall fyrir hundraðkallinn.