HANS OG KLEMENS

Heill, Hans.
Enginn sögulegur réttur = engar veiðar innan íslenskrar lögsögu.
Grænbókin er hugmyndapottur um allar hugsanlegar breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Þeir sem til þekkja vita hins vegar, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika blívur. Hvorki þú né Klemens þurfið að kynna ykkur það betur.

Kvótahopp er vandamál þar sem margar þjóðir veiða úr sameiginlegum stofnum á sameigainlegu hafsvæði. Það á ekki við um Ísland. Það er nóg af vandamálum í heiminum, þó að þið bætið ekki við með ímyndunaraflinu.
Með vinsemd.
JBH

Svar til Bjarna Kjartanssonar frá í dag

Heill og sæll, Bjarni.
Því miður sýnist mér, að þú hafir eitthvað ruglast í ríminu varðandi faðerni á mikilvægum lögum, sem þú telur upp.

Fyrst: verðtryggingin. Meginákvæði um hana er enn að finna í svokölluðum “Ólafslögum” frá árinu 1979. Lögin eru kennd við flutningsmann þeirra, Ólaf Jóhannesson. Hann var formaður Framsóknarflokksins, ekki Alþýðuflokksins.

Lesa meira

Maður, líttu þér nær. Svar til Klemensar Sigurðssonar

Heill og sæll, Klemens, þú þarft að kynna þér málið betur.

Þar sem engar þjóðir innan ESB hafa sögulegan rétt til veiða innan íslensku lögsögunnar, stendur það óbreytt eftir aðild, að útlendingar geta ekki stundað veiðar á Íslandsmiðum. Hverri þjóð er í sjálfsvald sett að setja lög og reglur, sem kveða á um löndun afla í strandríkinu, sem ræður lögsögunni.

Fullvinnsla aflans (allt í upp í máltíðir tilbúnar til neyslu, sem dreift er í súpermörkuðum) verður fyrst möguleg á Íslandi við inngöngu í ESB, því að þá fellur tollverndin niður, sem er hugsuð til að skapa vinnu innan bandalagsins. M.ö.o. aðild mun hvetja til aukinnar atvinnusköpunar hér innan lands og meiri virðisauki verður eftir í landinu (öfugt við það sem þú segir).

Lesa meira

GAMLA ÍSLAND: AÐ KAUPA SÉR FRÍÐINDI

Sæll, aftur, Reynir Þór.
Það var í nafni vinnusparnaðar og til þess að forðast tvítekningu sem ég vísaði þér á svar mitt við Bjarna, sem um leið var svar mitt skýrt og skilmerkilegt við þinni spurningu. Svarið var já – en með skilyrðum. Skilyrðin voru, að breytingar á úthlutun aflaheimilda síðar mundu aldrei baka ríkinu skaðabótaskyldu.

Af hverju brugðumst við svona við? Vegna þess að það var massívur meirihluti á þingi við tillögum sjávarútvegsráðherra við að heimila framsalið. Við gátum ekki komið í veg fyrir það. En við gátum sett skilyrði, sem tryggðu, að nýr þingmeirihluti gæti afturkallað úthlutunina án skaðabótaskyldu. Nú er sá þingmeirihluti kominn. Þessi þingmeirihluti á það eingöngu varnarbaráttu okkar jafnaðarmanna, frá árunum 1988-91, að þakka að 1.gr. fiskveiðistjórnarlaganna kveður á um þjóðareign á auðlindinni og að framsalsheimildin mundi aldrei löghelga eignarrétt og þ.m.t. skaðabóðaskyldu heldur væri einungis um tímabundinn nýtingarrétt að ræða.

Lesa meira

HVER SKULDAR HVERJUM?

Það veldur ýmsum áhyggjum, að kvótahafar innan LÍÚ segjast munu fara beint á hausinn, ef þeir þurfi að bjóða í 5% veiðiheimilda á árí á markaðsverði. Þetta kemur mönnum spánskt fyrir sjónir af ýmsum ástæðum.

Í fyrsta lagi vissu menn ekki betur en að kvótahafarkvótahafar væru nú þegar á dúndrandi hausnum. Ábyrgir aðilar hafa látið hafa eftir sér, að útgerðin sé skuldum hlaðin sem samsvari þrefaldri ársframleiðslu. Ástæðan er sögð vera sú, að útgerðamenn hafi slegið lán – innan lands en þó einkum utan – til að kaupa og leigja kvóta. M.ö.o. til að kaupa suma keppinauta út úr greininni og til að gera aðra að leiguliðum. Margir eiga bágt með að skilja, hvernig kvótahafarnir höfðu efni á þessu, en alls ekki hinu, að borga eiganda auðlindarinnar gjald fyrir nýtingarréttinn.

Lesa meira

ER EKKERT AÐ ÓTTAST?

Í Fréttablaðinu þann 1. maí, s.l. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 firrur um Evrópusambandið, sem ýmir frambjóðendur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesendur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virkilega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið?

Vissulega er það svo að ég óttast hvorki um sjálfstæði Íslands né fullveldi. Ég óttast hvorki um eignarhald á auðlindum okkar, né heldur að við getum ekki náð ásættanlegri samningsniðurstöðu um áframhaldandi forræði okkar yfir sjávarauðlindinni. Ég er líka alveg viss um, að við munum áfram stunda landbúnað á Íslandi. Og ég hef ekki áhyggjur af því, að við getum ekki gætt hagsmuna okkar og haft eðlileg áhrif í samstarfi við Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðir, innan Evrópusamstarfsins. Ég læt heldur engan telja mér trú um, að Evrópusambandið sé kapítalistísk valdastofnun, hvað þá heldur sósíalískt ríkisforsjárbákn. Hvorugt er rétt.

Lesa meira

ELÍTAN?

Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin – það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum? Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta.

Gott dæmi um þetta er Framleiðsluráð landbúnaðarins. Hver heldur því apparati uppi? Skattgreiðendur. Seinast þegar ég vissi borguðu skattgreiðendur m.a.s. fyrir Búnaðarþing.Og hvað með LÍÚ? Þar er saman kominn sá forréttindahópur, sem í skjóli pólitískra ítaka í Sjálfstæðis- /Framsóknarflokknum, hefur fengið einkarétt á nýtingu sjávarauðlindarinnar – án afgjalds. Í markaðshagkerfi telst það grundvallarregla, að kapítalistarnir borgi fyrir afnot af eigum annarra. En ekki þessir hjá LÍÚ. Þeir eru á undanþágu.

Lesa meira

Svar til Styrmis: EVRÓPA – AUÐLINDIR – ATVINNULEYSI

1.
Þú spyrð, hver sé ásættanleg niðurstaða að mínu mati um “forræðið yfir auðlindunum?” Svar: Aðildarþjóðir ESB hafa sjálfar forræði yfir auðlindum sínum. Þær ráða sjálfar eignarréttartilhögun. Alþingi hefur nú samþykkt tillögu til stjórnskipunarlaga, sem lýsir auðlindirnar, þ.m.t. fiskimiðin, sameign þjóðarinnar. Það er þar með “non-negotiable”.

Að því er varðar fiskveiðilögsögu Íslands verður samningsmarkmiðið að gera hana að sérstöku fiskveiðistjórnunarsvæði. Það þýðir sérlausn skv. fordæmi, en ekki undanþágu frá CFP. Þetta samningsmarkmið styðst við þau meginrök að hér sé um að ræða brýna þjóðarhagsmuni (e. vital national interest). Þessi tillaga er auðveld í framkvæmd, af því að íslenska fiskveiðilögsagan er algerlega aðskilin frá sameiginlegri fiskveiðilögsögu ESB ríkja. Um þetta er vandræðalaust að semja af því að með tillögunni er ekkert tekið af viðsemjandanum, né heldur sett fram krafa um aukin réttindi okkur til handa frá því sem er.

Lesa meira

ALLT BETRA EN ATVINNULEYSIÐ – Svar til Eggerts

Heill og sæll, Eggert.
Það er satt sem þú segir, að margir óttast það helst við inngöngu í Evrópusambandið, að þar með verðum við kerfislægu og langvarandi atvinnuleysi að bráð.Þetta er stutt tölum um mikið og langvarandi atvinnuleysi, sérstaklega í hinum stærri löndum ESB. En er það rétt, að hægt sé að setja = merki milli ESB og atvinnuleysis?

Það er reyndar ekki svo. Það má nefna dæmi um ýmsar þjóðir innan ESB, sem bjuggu við mikið atvinnuleysi fyrir rúmum áratug, en náðu því verulega niður eftir inngöngu. Norðurlöndin í ESB eru gott dæmi. Árið 1995 voru atvinnuleysistölur þessara landa eftirfarandi: Danmörk (10,3%), Finnland (15.2%) og Svíþjóð (10.1%). Árið 2007 voru tölurnar þessar: D (3.4), F (6.8) og S (3.5). Mörg smærri ríkjanna innan ESB, þ.á. m. eyríki eins og Kýpur og Malta, hafa haft sæmileg tök á atvinnuleysi. Önnur dæmi um smáþjóðir, sem hafa haldið vel á málum, eru Slóvakía og Slóvenía. Ég bendi þér á grein í Mbl. (050509) eftir Inga Rúnar Eðvarðsson, prófessor við HA. Sjálfur hef ég skrifað grein undir fyrirsögninni: “Er ekkert að óttast?” þar sem fjallað er um peningamálastefnuna og afleiðingar þess að ganga inn í stærra myntsvæði. Þessi grein mun birtast í Fréttablaðinu á næstunni og svo á heimasíðu minni. Ábending þín er þörf. Það er allt betra en atvinnuleysið.
Með bestu kveðjum, JBH