Sjö ára gömul ræða: í HITA LEIKSINS

Inngangur: Ræðan sem hér fer á eftir var flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14.feb.2009. Búsáhaldabyltingin hafði sópað burt ónýtri ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Við erum stödd á strandstaðnum eftir hrun, og kosningar í vændum. Ræðan ber þess merki, að hún er skrifuð niður eftir á – eftir upptöku. Gamall vinur var að taka til hjá sér, fann þetta í fórum sínum og sendi mér. Ræðan rifjar vel upp andrúmsloft þessara daga. Hún er flutt af miklum tilfinningahita. En ég fæ ekki betur séð en, að rökhugsunin standist vel í ljósi síðari tíma.

Það er þá helst spurningin um, hvort Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefði reynst okkur jafn vel og ræðumaður vænti þá. Ef við hefðum fengið sömu meðferð og Írar, Grikkir og Kýpurbúar, þ.e.a.s. verið krafðir um „að borga skuldir óreiðumanna“, hefðum við farið úr öskunni í eldinn. En aðstæður voru aðrar hér en þar. Hér hrundu ekki bara einstakir bankar, sem þurfti að bjarga til að forða kerfishruni. Hér varð kerfishrun – fjármálakerfið og gjaldmiðillinn, hvort tveggja fór sömu leið. Hvernig hefði Evrópusambandið brugðist við? Því getur enginn svarað með vissu.

Evrópusambandsaðild reyndist Eystrasaltsþjóðum vel. Þar var munurinn sá, að bankakerfið var í eigu útlendinga (sem urðu að bera skaðann), og gjaldmiðlarnir stóðust, enda bundnir við evruna. Kannski er helsti munurinn sá, að Eystrasaltsþjóðir komust út úr kreppunni á tveimur árum. Við virðumst hins vegar vera að safna í nýja, með því endurtaka sömu mistökin og fyrir hrun. Frambúðarlausnir bíða nýrra valdhafa.
JBH

Alþýðuflokksræða Jóns Baldvins Hannibalssonar flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14. febrúar 2009

Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.

Lesa meira

Fréttatilkynning

Þann 11. febrúar var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sæmdur nafnbót heiðursdoktors við Vytautas Magnus háskólann í Vilnius, Litáen. Athöfnin fór fram í kirkju heilags Jóhannesar skírara í Vilnius.

Í ræðu rektors sagði m.a. að Jón Baldvin hefði orðið fyrir valinu vegna hugrekkis, sem fáum mönnum er gefið og birtist meðal annars í liðveislu hans við litáísku þjóðina á háskastundu, þegar flestir aðrir kusu að láta kyrrt liggja.

Meðal gesta voru Vitautas Landsbergis, forseti Sajudis og ýmsir nafnkunnir forystumenn sjálfstæðishreyfingar Litáa á árunum 1987-92. Auk þess sendiherrar ýmissa Evrópuríkja, þ.á.m. Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur og heiðurskonsúll Íslands í Vilníus. Meðal gesta voru Íslendingar búsettir í Vilníus og ýmsir nafnkunnir einstaklingar úr lista- og menningarlífi Litáa.

Lesa meira

Viðtal Gundars Reders við Jón Baldvin Hannibalsson

Á þessu ári er aldarfjórungur liðinn frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja – Litáa, Letta og Eista – og Sovétríkin liðu undir lok.

Af þessu tilefni er sagan rifjuð upp í máli og myndum. Það er efnt til sýninga, málþinga, hringborðsumræðna, sýndar heimildamyndir og gefnar út bækur. Þetta ber þó ekki allt upp á sömu dagana. Litáar halda mest upp á 11. mars, en þann dag árið 1990 lýsti Seimas – Þjóðþingið – yfir endurreistu sjálfstæði Litáens. Lettar minnast einkum „Daga barríköðunnar“ (e. Barricade days) 14. – 20. janúar, 1991, en þá fóru sérsveitir innanríkisráðuneytisins í Moskvu um Riga, hertóku lykilbyggingar og stjórnarsetur. Í þeim átökum féllu fjórir vopnlausir borgarar. Lettar halda einnig upp á 4. maí , en þann dag lýsti þing þeirra yfirsjálfstæði – en með fyrirvörum um samninga við Sovétríkin. Eistar munu einkum halda upp á seinustu dagana í ágúst, eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu. Sovéska skriðdrekasveitin, sem átti að setja af þing og ríkisstjórn í Tallinn, stöðvaðist við það í hjólförunum.

Lesa meira

Í tilefni heiðursdoktors-nafnbótar GRATIAS AGIMUS PER HONOREM (íslensk þýðing)

Heiðraði rektor, forseti senatsins, virðulegu fræðimenn, háttvirtu gestir, dömur mínar og herrar:

Þegar rektor Lærða skólans í Reykjavík – skóla sem rekur rætur sínar til prestaskóla allt aftur á 11. öld – ávarpaði seinasta útskriftarárganginn, sem var fullnuma í bæði latínu og grísku, sagði hann m.a.:

„Mér þykir það leitt, en hér með brautskrái ég seinasta árgang menntaðra manna – (það var engin kona í hópnum) – í sögu þjóðar vorrar“.

Hálfri öld síðar, þegar ég var brautskráður frá þessum sama skóla, hafði fátt, ef nokkuð, breyst. Ég hafði, hrokafullur beturvitringur sem ég var í þá daga, fordæmt úrelta námsskrá og fylgt því eftir með því að segja mig úr skóla. Þann veturinn stundaði ég fátt annað en að lesa Marx, íslenskan skáldskap, tefla skák og spila á píanó.

19 vetra gamall hafði ég ákveðið að verða forsætisráðherra. Vinur minn, sem kenndi keltnesk og norræn fræði við Edinborgarháskóla, hafði gaukað því að mér, að Edinborgarháskóli væri vænleg uppeldisstöð fyrir verðandi forsætisráðherra.

Það kom á daginn, að fjöldi annarra þjóðfrelsismanna héðan og þaðan úr nýlendum breska heimsveldisins – þar sem sagt var að sólin settist aldrei – og stunduðu þarna nám, gengu með sömu grillu og ég. Við vorum flestir að læra til forsætisráðherra. Sumir náðu því, aðrir ekki – eins og gengur.

Lesa meira

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Jón Baldvin Hannibalsson á eyjan.is

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni sem sýndur er á Stöð 2. Ýmislegt bar á góma og ræddi Jón Baldvin meðal annars um Heimildarmyndina Þeir sem þora sem fjallar um þá margfrægu ákvörðun Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði eystrasaltsþjóðanna. Þá var einnig rætt um stöðu Árna Páls formanns Samfylkingarinnar og flokksins sjálfs sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að muni þurrkast endanlega út á þessu ári.

Iðulega er talað um Jón Baldvin sem andlegan leiðtoga jafnaðarmanna á Íslandi. Hann viðurkenndi að jafnaðarmenn ættu afar erfitt um þessar mundir. Samfylkingin mælist með sögulega lágt fylgi og hefur verið gagnrýnt að formaðurinn sitji sem fastast. Jón Baldin segir að hann vilji horfa á hlutina í stærra samhengi og segir að jafnaðarmenn eigi víða í vandræðum og sé ekki aðeins bundið við Ísland.

Lesa meira

Viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Jón Baldvin Hannibalsson í DV

Aldarfjórðungur er liðinn frá því að Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistland, Lettland og Litáen, endurheimtu sjálfstæði sitt. Ísland studdi sjálfstæðisbaráttu landanna með eftirminnilegum hætti, en Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra fór til landanna þriggja í janúar 199, þegar sovéskar sérsveitir voru að myrða almenna borgara. Seinna þetta sama ár tóku íslensk stjórnvöld upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú, fyrst Vesturlanda.

Í ritgerð sem sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði á síðasta ári um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna, segir hann á einum stað: „Fögnum því … að aldarfjórðungur er síðan þjóðirnar þrjár við Eystrasalt endurheimtu sjálfstæði sitt. Minnumst líka frumkvæðis Jóns Baldvins Hannibalssonar. Án hans hefði Ísland lítt átt hlut að máli. Það þurfti einhvern af hans tagi á stóli utanríkisráðherra, hrifnæman og óvenjulegan ástríðupólitíkus, með óþol gagnvart yfirlæti margra vestrænna valdhafa í garð Íslendinga og annarra smáþjóða – og óskipta samúð með íbúunum við Eystrasalt.“

Lesa meira

Fyrstu viðbrögð við morðárásum ISIS í París

Á sunnudagsmorgni, 15. nóvember fékk ég hringingu frá SME á Sprengisandi til þess að ræða fyrstu viðbrögð ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur, stjórnmálafræðingi, sem numið hefur í París. Hér má heyra það sem okkur fór í milli: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP41001.

Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Mossad (Leyniþjónustu Íslraels), sbr. ummæli sendifrúar Ísraels, sem situr í Osló með Ísland í annexíu. Ummæli hennar til að reyna að réttlæta ódæðisverk Ísraela á hernumdu svæðunum eru ekki sannfærandi. Staðreyndirnar tala sínu máli. http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/11/16/jon-baldvin-reitir-israela-til-reidi/