Inngangur: Ræðan sem hér fer á eftir var flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14.feb.2009. Búsáhaldabyltingin hafði sópað burt ónýtri ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Við erum stödd á strandstaðnum eftir hrun, og kosningar í vændum. Ræðan ber þess merki, að hún er skrifuð niður eftir á – eftir upptöku. Gamall vinur var að taka til hjá sér, fann þetta í fórum sínum og sendi mér. Ræðan rifjar vel upp andrúmsloft þessara daga. Hún er flutt af miklum tilfinningahita. En ég fæ ekki betur séð en, að rökhugsunin standist vel í ljósi síðari tíma.
Það er þá helst spurningin um, hvort Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefði reynst okkur jafn vel og ræðumaður vænti þá. Ef við hefðum fengið sömu meðferð og Írar, Grikkir og Kýpurbúar, þ.e.a.s. verið krafðir um „að borga skuldir óreiðumanna“, hefðum við farið úr öskunni í eldinn. En aðstæður voru aðrar hér en þar. Hér hrundu ekki bara einstakir bankar, sem þurfti að bjarga til að forða kerfishruni. Hér varð kerfishrun – fjármálakerfið og gjaldmiðillinn, hvort tveggja fór sömu leið. Hvernig hefði Evrópusambandið brugðist við? Því getur enginn svarað með vissu.
Evrópusambandsaðild reyndist Eystrasaltsþjóðum vel. Þar var munurinn sá, að bankakerfið var í eigu útlendinga (sem urðu að bera skaðann), og gjaldmiðlarnir stóðust, enda bundnir við evruna. Kannski er helsti munurinn sá, að Eystrasaltsþjóðir komust út úr kreppunni á tveimur árum. Við virðumst hins vegar vera að safna í nýja, með því endurtaka sömu mistökin og fyrir hrun. Frambúðarlausnir bíða nýrra valdhafa.
JBH
Alþýðuflokksræða Jóns Baldvins Hannibalssonar flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14. febrúar 2009
Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.
Lesa meira