Hvað eiga þeir Thomas Mann, Günther Grass og Willy Brandt sameiginlegt með Bryndísi? Þau eiga öll ættir sínar að rekja til Lübeck, miðaldaborgarinnar fögru í Schleswig-Holstein. Ekki amalegur félagsskapur a´tarna.
Það var ekki á kot vísað að vera í félagsskap Bryndísar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck dagana 4. til 8. nóvember. Þetta var, satt að segja, samfelld veisla fyrir skilningarvitin, sjón og heyrn – og bragðlaukana líka þar á milli. Ég var þarna til að fylgja úr hlaði heimildamyndinni „Þeir sem þora…“, sem var ein þrettán kvikmynda frá Íslandi á þessari rótgrónu kvikmyndahátíð að þessu sinni.
Reyndar varð þetta íslensk kvikmyndaveisla um það er lauk, því að íslenskar kvikmyndir sópuðu að sér verðlaunum dómnefnda og áhorfenda, svo að ýmsum þótti nóg um.
FÚSI hans Dags Kára fékk reyndar tvenn verðlaun, önnur að mati áhorfenda, en hin samkvæmt dómnefnd hinnar evangelísk-lúthersku kirkju Lübech-Lauenburg. Myndin fjallar sem kunnugt er um mann, sem er tröllvaxinn hið ytra en göfugmenni innst inni – og svo vel leikin, að leikarinn, Gunnar Jónsson, fékk sérstök verðlaun fyrir frammistöðu sína (þótt hann hafi, að sögn, aldrei komið í leiklistarskóla).
Lesa meira