segir Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðaherra Íslands í viðtali við ríkissjónvarpið í Litáen
„Ég verð aldrei svo gamall, að ég geti gleymt þeirri lífsreynslu að vera með ykkur í Vilníus þessa örlagaríku daga og nætur í janúar 1991, þegar Rauði herinn hafði fengið fyrirmæli um að brjóta sjálfstæðisbaráttu ykkar á bak aftur með valdi. Þarna varð ég vitni að því, hvernig vopnlaus þjóð gat með viljastyrk og æðruleysi knúið ofbeldið til að láta undan síga á seinustu stundu. Það var ekki fyrr en síðar, sem við skildum til fulls, að við vorum þarna vitni að sögulegum tímamótum. Þegar lögregluríkið heykist á því að beita valdi af ótta við blóðbaðið, eru dagar þess taldir“ – segir Jón Baldvin, sem var eini erlendi stjórnmálamaðurinn, sem brást við kalli Landsbergis um að sýna samstöðu í verki með nærveru sinni.
Lesa meira