Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess (til vara). Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.
Category: Greinar og viðtöl
Fjórða dómstigið
Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.
Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum séu látin óátalin. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona. „Upplifun“ hefur að sögn málfróðra manna öðlast nýja merkingu: Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.
Ég hef að sjálfsögðu samúð með því sjónarmiði dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. En tjáningarfrelsið er í réttarríki þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað. Takmörkin eru þau að enginn maður þurfi að þola að vera borinn sannanlega röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins. En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Ég á samkvæmt því að þola illmælgi betur en aðrir. Og það er rétt – ég er illu vanur en ég kvarta ekki.
Norræna módelið vísar veginn
1. Pólitík snýst um völd og áhrif
Það fer ekki á milli mála, að vald eigenda fjármagns og fyrirtækja er gríðarlegt í kapítalísku hagkerfi. Ákvörðunarvaldið um fjárfestingar og framkvæmdir, sem afkoma okkar allra byggir á, er að stærstum hluta í þeirra höndum. Valdið á vinnumarkaðnum til að ráða og reka er í höndum þeirra. Ef stéttarfélög eru veikburða – eða jafnvel ekki til – fær vinnandi fólk litlu sem engu ráðið um þessar ákvarðanir.
Sívaxandi samþjöppun fjármálavalds í höndum stjórnenda risavaxinna fjölþjóðafyrirtækja (þau stýra um helmingi allra heimsviðskipta) ræður miklu um þann veruleika, sem jarðarbúar búa við. Það er því afar villandi, þegar menn tala í síbylju um „frjálsa markaði“. Veruleikinn er allur annar. Þar stöndum við frammi fyrir einokun og fákeppni.
RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI
1. MEIÐYRÐAMÁL
Með bréfi 9. apríl var RÚV (og Aldísi Schram til vara) gefinn kostur á málalokum utan réttar, þ.e. með því að báðir aðilar bæðust afsökunar á ummælum og viðurkenndu að þau væru röng og drægju þau til baka. Þessu var svarað með þögninni.
Þess vegna er meiðyrðamál neyðarúrræði.
Ég höfða þetta mál gegn RÚV og gegn Aldísi Schram (til vara sem heimildamanni). Við förum þess á leit að tiltekin ummæli, ósönn og ærumeiðandi sem þau eru, verði dæmd „dauð og ómerk“.
Continue reading “RÉTT SKAL VERA RÉTT: UM MÁLFRELSI OG MEIÐYRÐI”
Söguburður
Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í upphafi. Hinar sögurnar fjórar eru sagðar af höfundi kærunnar, Aldísi Schram. Það ætti að vekja athygli athugulla lesenda að þarna er hvergi að finna kærur vegna áreitni við hana sjálfa eða dóttur hennar, systur hennar, móðursystur né vinkonur sem áður voru á hennar sakaskrá.
Lögreglan endursendi Aldísi, lögfræðingi, skjalið með þeim ummælum að sögur ónafngreindra aðila væru ómarktækar, þar sem ekki væri unnt að kanna sannleiksgildi nafnlausra frásagna. Það eina sem er nýtt er að í upphafi árs 2019 komu sömu konur loks fram undir nafni í fjölmiðlum. Þar voru sögurnar birtar, án athugasemda, gagnrýninna spurninga eða sannprófunar af neinu tagi og án þess að virða andmælarétt hins meinta sökudólgs. Í kaflanum sem hér fer á eftir birtast svör mín við þessum söguburði.
Continue reading “Söguburður”SANNLEIKURINN: FYRSTA FÓRNARLAMBIÐ.
Hópur kvenna hefur sem kunnugt er birt opinberlega frásagnir sínar af samskiptum við mig (og Bryndísi konu mína í níu tilvikum) á undanförnum árum. Sex þeirra taka ábyrgð á orðum sínum með því að vitna undir nafni. Þeim hef ég þegar svarað (sjá www.jbh.is – Vitnaleiðslur).
Hinar – sextán talsins – fela sig undir nafnleynd. Ýmsir fjölmiðlar hafa birt þessar sögur, athugasemda- og gagnrýnilaust. Sameiginlega er þessum sögum ætlað að duga til að ræna mig og konu mína mannorðinu og útskúfa okkur úr íslensku samfélagi.
SÝNDARRÉTTARHÖLD?
1.
Lögmaður minn, Vihjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. hefur tjáð mér, að honum hafi borist kæra frá aðstoðarsaksóknara, Önnu Barböru Andradóttur, á hendur mér. Sakarefni er meint kynferðrisbrot á mínu eigin heimili gagnvart gestkomandi konu.
Nánar tiltekið á sakarefnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi. Þetta á að hafa gerst í augsýn gestgjafans, konu minnar, og annarra gesta. Trúlegt, eða hitt þó heldur! Þetta sætir óneitanlega furðu af þeirri einföldu ástæðu, að þetta er með öllu tilhæfulaust. Hreinn uppspuni. Þetta hafa trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins, sem hefur tekið lögreglustjóraembættið bráðum tvö ár að rannsaka.
Óhlutdrægur gestur við borðhaldið vottar þetta með eftirfarandi orðum:
„Ég undirrituð (nafn og kennitala) staðfesti hér með, að ég var gestur við borðhald á heimili Bryndísar og Jóns Baldvins í Salobreña laugardaginn 16. júní, 2018. Þegar sest var að borðum sat Jón Baldvin mér á vinstri hönd. Ég sá því allt sem fram fór við borðahaldið. Ásakanir um, að Jón Baldvin hafi áreitt gestkomandi konu við upphaf borðhalds er hreinn tilbúningur og tómt rugl. Slíkt hefði ekki getað farið fram hjá mér. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni“ (Nafn og kennitala).
UM MANNRÉTTINDI OG MISNOTKUN ÞEIRRA
Eftir Kolfinnu Baldvinsdóttur
HVAÐ ER TIL RÁÐA, þegar sjálfskipaður ritdómari (sjá Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundin, 13. nóv – 3.des., 2020) leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? Og ályktanir hans eru eftir því – útúrsnúningur og öfugmæli. Freistandi væri að leiða þetta hjá sér í von um að athugulir lesendur sjái í gegnum blekkingarnar. En það er valt að treysta því. Hrekklausir lesendur gætu glapist til að trúa, og þá væri tilgangi niðrunarinnar náð.
Af tvennu illu er trúlega skárra að hafa fyrir því að leiðrétta helstu rangfærslurnar, fremur en að leyfa þeim að standa athugasemdalaust. Og verður maður ekki að reyna að trúa á hið góða í manninum? Vonandi lætur ritdómarinn sér þetta að kenningu verða og reynir að bæta ráð sitt framvegis. Er það til of mikils mælst?
AÐ SKJÓTA FYRST EN SPYRJA SVO
Í tilefni af helgarblaðsviðtali Fb. 16. jan.við Rögnu B. Björnsdóttur, sem kynnt er til sögunnar sem fyrrv. frambjóðandi Kvennalistans, vil ég taka fram eftirfarandi:
Blaðamaður beindi nokkrum fyrirspurnum til mín um efnið, sem var óhróður um mína persónu, og krafðist svara í tímapressu. Hún fékk svör svo til samstundis, enda hafa þau legið fyrir lengi, aðgengileg fyrir áhugasama. En þótt blaðamaður hafi beðið um og fengið svör, stakk hún efni þeirra undir stól og lét nægja að vísa til þess, hvar þau mætti finna. Vegna þessara vítaverðu vinnubragða beini ég þeirri sjálfsögðu kröfu til ritstjóra Fréttablaðsins, Jóns Þórissonar, að hann birti svörin í næsta tölublaði Fréttablaðsins. Af tillitssemi við ritstjóra fylgja svörin hér með, í styttri útgáfu.
Þjóðríkið og hnattvæðingin
1. Er Ísland fullvalda ríki?
Samkvæmt stjórnarskránni, já. Ísland telst hafa sitt eigið löggjafar -, framkvæmda – og dómsvald. Erum við ekki þar með fullvalda ríki innan eigin landamæra og lögsögu? Jú, formlega er það svo. En erum við – og fjöldi annarra smáþjóða innan alþjóðasamfélagsins – fullvalda í reynd? Sagan kennir okkur, að fullveldi smáþjóða Evrópu reyndist haldlítið, þegar á reyndi í hildarleik Seinni heimsstyrjaldar.