Þann 21. júní s.l. bauð deildarforseti Hagfræðideildar Háskólans í Vilníus mér að vera málshefjandi á málþingi með nokkrum hagfræðingum þjóðhagfræðideildarinnar um ofangreint efni. Meðal þátttakenda voru prófessorar, sem verið hafa ráðgjafar ríkisstjórna og aðrir, sem fjölmiðlar leita helst í smiðju til, í umsögnum um stefnumótun í efnahagsmálum. Deildarforsetinn, Aida Macerinskiene, stýrði fundi.
Ég hóf málþingið með því að kynna sjálfan mig, eins og aðrir þátttakendur höfðu áður gert. Ég sagði m.a.:
„Frá ungum aldri hefur mér verið hugleikið að leita svara við eftirfarandi spurningu: Hvernig getum við útrýmt fátækt? Ég tel það eiga að vera meginviðfangsefni þjóðhagfræðinnar ( e. politial economy) að leita haldbærra svara við þessari spurningu.
Lesa meira