Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.
Þetta var rúmu ári eftir 11. september, 2001. Árás hryðjuverkamanna á tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Bush, Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir allsherjarstríði á hendur hryðjuverkamönnum um leið og hann sagði íbúum heimsins, að annað hvort stæðu þeir með Bandaríkjamönnum, eða þeir væru með hryðjuverkamönnunum. Þar væri engin millileið. Í Bandaríkjunum ríkti óttablandið andrúmsloft. Menn kepptust hver um anna þveran að sanna þjóðhollustu og föðurlandsást; þjóðfáninn blakti við hún út úr hverjum glugga, og enginn dirfðist að gagnrýna forsetann af ótta við að vera brugðið um óþjóðhollustu, linkind eða jafnvel landráð. Það er að segja, allir nema einn: Dr. Sach.
Lesa meira