ÚKRAÍNA

Ukraína er á krossgötum. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um pólitískan vilja þeirra til að Ukraína skipi sér í raðir evrópskra lýðræðisríkja (með aðild að EU og NATO) eru engar raunhæfar líkur á að það gerist í bráð. Þrettán ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði 1991. Árangurinn er í besta falli ójafn, í versta falli hörmulegur. Um margt svipar þróuninni meira til Rússlands en til Mið- og Austurevrópuríkja eða til Eystrasaltsríkjanna. Ukraína nær ekki framhaldseinkunn á neinn þeirra mælikvarða, sem Evrópusambandið og NATO setja að skilyrði fyrir inngöngu. En þeir eru: Fjölflokkalýðræði með frjálsum kosningum og frjálsum fjölmiðlum; réttarríki með sjálfstæðum dómstólum, opið hagkerfi þar sem ríkir markaðssamkeppni skv. viðurkenndum leikreglum. Ekkert af þessu hefur náð að dafna í Ukraínu, og á sumum sviðum er um að ræða afturför frá umbótatímabilinu í upphafi 1991.

Lýst eftir stefnu

Við þessar kringumstæður er alvarleg hætta á, að Evrópusambandið og Bandaríkin gefi Ukraínu upp á bátinn sem vonlaust tilfelli. Bandaríkjamenn sýndu Ukraínu að vísu mikinn áhuga á árunum 1991-2 til 1996, meðan þeir voru að ná samningum um aftengingu vetnisvopnabúrs Ukraínumanna eða um framsal þess til Rússa.

Lesa meira

UM SAMKEPPNISHÆFNI ÞJÓÐA

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns. Þetta er kjarninn í kennisetningum frjálshyggjunnar. Við verðum að hlú að fjármagninu. Annars gæti það fyrtst og flúið þangað, sem betur er að því búið. Eftir sæti þá hnipin þjóð í vanda. Hagvöxtur mundi daprast, störfum fækka, atvinnuleysi héldi innreið sína.

Samkvæmt fagnaðarerindinu skal markaðurinn ríkja frjáls. Þá mun allt annað veitast yður: Hagvöxtur, erlendar fjárfestingar, nýsköpun og auðsköpun. Að vísu mun auðurinn safnast á fáar hendur. En hafið ekki áhyggjur: Molarnir munu um síðir hrjóta af borðum hinna ríku. Hafið því biðlund. Alla vega er engra annarra kosta völ: Velferðarríkið, með sín miklu ríkisafskipti og háu skatta, er dauðadæmt.

Lesa meira

ÞEGAR Á REYNIR

Ég tek eftir því, að vinur minn Sighvatur Björgvinsson, birtir grein á heimasíðu formanns Samfylkingarinnar honum til stuðnings í yfirstandandi formannskjöri. Þar með þykir það ekki tiltökumál, þótt sendiherra fjalli opinberlega um formannskjör í flokki sínum – ef þeir styðja Össur. Þá hlýtur það að gilda jafnt um aðra formannsframbjóðendur. Jafnræðisreglan blífur, ekki satt?

Sighvatur lýsir áhyggjum sínum af því að formannskjör kunni að skaða flokkinn. Þá hefur hann sjálfsagt í huga bitra reynslu af slíkum átökum í Alþýðuflokknum fyrr á tíð. Átökin milli Héðins og Jóns Baldvinssonar og Hannibals og Stefáns Jóhanns enduðu með klofningi. Hreyfing íslenskra jafnaðarmanna galt þeirra um langa hríð. Fleiri dæmi mætti nefna. Slík átök eru víti til að varast.

Lesa meira

BANDALAGSÞJÓÐ ÍSLENDINGA Á ÖÐRU FRAMFARASKEIÐI Arnold Ruutel, forseti Eistlands, í opinberri heimsókn á Íslandi

Þann 20. apríl s.l. var þjóðfáni Eista og annarra Eystrasalts- og Austur Evrópuþjóða dreginn að hún í aðalstöðvum NATO í Brussel. Og fyrir þremur dögum var sambærileg athöfn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í höfuðborg Evrópu. Þar með hafði megin markmiðum þessara þjóða um að sameinast á ný þjóðafjölskyldu Evrópu verið náð.

Þessir dagar voru sannkallaðir þjóðhátíðardagar í Tallinn, Riga og Vilnius. Þar með eru Eistar, Lettar og Litháar orðnir bandalagsþjóðir okkar Íslendinga í Atlanzhafsbandalaginu og samstarfsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi árangur hefur náðst aðeins þrettán árum eftir að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði þessara þjóða í ágúst 1991.Þar með er martröð seinni heimstyrjaldarinnar og hálfrar aldar nauðungarvistar í þjóðafangelsi Sovétríkjanna lokið og framtíðaröryggi tryggt, eins og það best getur orðið í ótryggri veröld.

Lesa meira

VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.

Þetta var rúmu ári eftir 11. september, 2001. Árás hryðjuverkamanna á tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Bush, Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir allsherjarstríði á hendur hryðjuverkamönnum um leið og hann sagði íbúum heimsins, að annað hvort stæðu þeir með Bandaríkjamönnum, eða þeir væru með hryðjuverkamönnunum. Þar væri engin millileið. Í Bandaríkjunum ríkti óttablandið andrúmsloft. Menn kepptust hver um anna þveran að sanna þjóðhollustu og föðurlandsást; þjóðfáninn blakti við hún út úr hverjum glugga, og enginn dirfðist að gagnrýna forsetann af ótta við að vera brugðið um óþjóðhollustu, linkind eða jafnvel landráð. Það er að segja, allir nema einn: Dr. Sach.

Lesa meira

Tilhugalíf

Tilhugalíf er Íslendingasaga í nýjum stíl þar sem bræður berjast og brugguð eru launráð á bakvið tjöldin. Þetta er saga ungs manns sem leggur af stað út í heim með samhyðgina með bræðrum sínum og systrum í veganesti úr foreldrahúsum. Hann ratar víða og fer um skeið villur vegar en finnur loks leiðina heim. Og hreppir á leið sinni ballerínuna sem á huga hans allan.

Jón Baldvin er flugbeittur að vanda, mælskur og ástríðufullur. Umfram allt er hann þó ærlegur og hlífir hvorki sjálfum sér né samferðamönnum. Saga Jóns Baldvins er umbúðalaus, hvort sem sagt er frá einkahögum eða stjórnmálum.