80 DAGA STJÓRNIN OG ATVINNULÍFIÐ OG HEIMILIN
Fréttir dagsins úr atvinnulífinu eru ógnvekjandi. Fyrir skömmu lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að u.þ.b. 70% fyrirtækjanna í landinu væru “tæknilega gjaldþrota”. Það þýðir að þau eiga ekki fyrir skuldum.Samkvæmt fréttum dagsins er gósentíð framundan hjá innheimtulögfræðingum. Þeir búast við því að út þetta ár fari um 10 fyrirtæki á hausinn á dag. Atvinnulaust fólk telst nú þegar um 15 þúsund. Þeim mun fjölga dag frá degi út árið verði ekki að gert.