80 DAGA STJÓRNIN OG ATVINNULÍFIÐ OG HEIMILIN

Fréttir dagsins úr atvinnulífinu eru ógnvekjandi. Fyrir skömmu lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að u.þ.b. 70% fyrirtækjanna í landinu væru “tæknilega gjaldþrota”. Það þýðir að þau eiga ekki fyrir skuldum.Samkvæmt fréttum dagsins er gósentíð framundan hjá innheimtulögfræðingum. Þeir búast við því að út þetta ár fari um 10 fyrirtæki á hausinn á dag. Atvinnulaust fólk telst nú þegar um 15 þúsund. Þeim mun fjölga dag frá degi út árið verði ekki að gert.

SNÚIÐ ÚT ÚR SNÆVARR

Árni Snævarr birtir snaggaralegan pistil á heimasíðu sinni (15.02.) þar sem hann tekur undir málflutning minn í ræðu (hjá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, 14.02.) og riti (í opnugrein í Mbl. 17.02.) um það að núverandi formaður Samfylkingarinnar geti ekki verið trúverðugur foringi í augum kjósenda í uppbyggingarstarfinu sem framundan er, vegna ábygðar sinnar á hruninu í tíð fyrri ríkisstjórnar. Satt að segja fyrirfinnst varla nokkur maður sem andmælir þessu sjónarmiði með haldbærum rökum (þótt ýmir láti ergelsi út af þessum óþægilegum staðreyndum hlaupa með sig í gönur).

ALÞÝÐUFLOKKSRÆÐA JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR FLUTT Á FUNDI Í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGINU

Ágæti formaður. Ágætu jafnaðarmenn.

Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.
Það er ekki bjart umhorfs í okkar ranni þessi misserin. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldna eiga um sárt að binda í okkar þjóðfélagi. Þetta voru ekki náttúruhamfarir. Þetta var af mannavöldum. Og það er það sárasta.

TILRAUNIN UM ÍSLAND

Hvers vegna er svo hörmulega komið fyrir okkur Íslendingum sem raun ber vitni? Þeir sem leita munu svara við þessari spurningu úr meiri fjarlægð frá viðfangsefninu í framtíðinni munu sjálfsagt velta fyrir sér ýmsum vísbendingum um siðferðilega hnignun þjóðar, sem hafði ekki nógu sterk bein til að þola góða daga.

BER ENGINN PÓLITÍSKA ÁBYRGÐ?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi afl í stjórnmálum á Íslandi á lýðveldistímanum. Síðastliðin sautján ár hefur flokkurinn farið með allt í senn forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórn Seðlabankans(í persónum tvegga fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur). Þar með ber Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega höfuðá byrgð á þeirri efnahagsstefnu, sem nú hefur beðið algert skipbrot.

AFHJÚPUNIN

Hrun efnahagslífsins, sem íslenska þjóðin upplifir nú með vaxandi sársauka frá degi til dags, þýðir að framvegis verður ekkert eins og var. Nú verður ekki lengur undan því vikist að horfast undanbragðalaust í augu við staðreyndir um það sem miður hefur farið í okkar þjóðlífi og við höfum hingað til viljað leiða hjá okkur eða látið liggja milli hluta.

SPURNING UM LÍFSKJÖR

Við leysum (grunnvandann) ekki með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru”. (leiðari í Mbl, 10.05.08)
Mér vitanlega hefur enginn vitiborinn maður haldið því fram að aðild að Evrópusambandinu sé einhvers konar “allra-meina-bót”. – Ég er hvorki kommúnisti né frjálshyggjumaður og trúi þar af leiðandi ekki á neinar patentlausnir. Ég trúi hvorki á óbrigðula forsjá ríkisvaldsins né heldur á óskeikulleik hinnar ósýnilegu handar markaðarins. Allt frá dögum syndafallsins hefur mannskepnan verið dæmd til að vinna fyrir sínu daglega brauði í sveita sins andlits. Við munum því áreiðanlega verða að sjá sjálfum okkur áfram farborða af eigin rammleik. Það er vort daglega brauð.