SÝNDARRÉTTARHÖLD?

1. Lögmaður minn, Vihjálmur H. Vilhjálmsson,  hrl. hefur tjáð mér, að honum hafi borist kæra frá aðstoðarsaksóknara, Önnu Barböru Andradóttur, á hendur mér. Sakarefni er meint kynferðrisbrot á mínu eigin heimili gagnvart gestkomandi konu. Nánar tiltekið á sakarefnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi. Þetta á að hafa … Continue reading “SÝNDARRÉTTARHÖLD?”

UM MANNRÉTTINDI OG MISNOTKUN ÞEIRRA

Eftir Kolfinnu Baldvinsdóttur HVAÐ ER TIL RÁÐA, þegar sjálfskipaður ritdómari (sjá Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundin, 13. nóv – 3.des., 2020) leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? Og ályktanir hans eru eftir því – útúrsnúningur og öfugmæli. Freistandi væri að leiða þetta hjá … Continue reading “UM MANNRÉTTINDI OG MISNOTKUN ÞEIRRA”

Þjóðríkið og hnattvæðingin

1. Er Ísland fullvalda ríki? Samkvæmt stjórnarskránni, já. Ísland telst hafa sitt eigið löggjafar -, framkvæmda – og dómsvald. Erum við ekki þar með fullvalda ríki innan eigin landamæra og lögsögu? Jú, formlega er það svo. En erum við – og fjöldi annarra smáþjóða innan alþjóðasamfélagsins – fullvalda í reynd? Sagan kennir okkur, að fullveldi … Continue reading “Þjóðríkið og hnattvæðingin”

Er Ísland til sölu?

1. Auðlindapólitík í almannaþágu Vissir þú, að þegar olía og gas fannst í umtalsverðu magni í lögsögu Noregs upp úr 1970, ákváðu Norðmenn, að olíuauðhringarnir sem buðu í nýtingarréttinn að hinni nýju auðlind yrðu að greiða fyrir það leigugjald – auðlindagjald – sem rynni í  Þjóðarsjóð Norðmanna. Vissir þú, að þessi þjóðarsjóður er nú öflugasti … Continue reading “Er Ísland til sölu?”

Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum

Orðalagið í auðlindaákvæðinu í einkafrumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni er vitagagnslaus sýndarmennska. Sagan sýnir, að Vinstri græn hafa brugðist í þessu stórmáli. Þú þarft að þekkja þessa sögu – og draga af henni réttar ályktanir. Þetta er nefnilega 500 milljarða spurningin í næstu kosningum. Vissir þú, að þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var lögfest (1988) settum … Continue reading “Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum”

UM PÓLITÍSKAR DRAUMARÁÐNINGAR OG VERULEIKAFIRRINGU

Kjartan Ólafsson: Um kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn – draumar og veruleiki – stjórnmál í endursýn. Mál og menning. Þetta er mikill doðrantur, 568 bls. í stóru broti, ríkulega myndskreytt. Þótt þarna sé hvergi að finna hugmyndalegt uppgjör við sovéttrúboð og hollustu kommúnistaflokks og sósíalistaflokks, eins og seinna verður vikið að, er engu að síður mikill fengur … Continue reading “UM PÓLITÍSKAR DRAUMARÁÐNINGAR OG VERULEIKAFIRRINGU”

Kjartan Jóhannsson, minning

Ísafjörður og Hafnarfjörður – þessi tvö bæjarfélög – skipa sérstakan sess í sögu jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Í báðum þessum bæjarfélögum fóru jafnaðarmenn með meirihlutavald svo til óslitið í aldarfjórðung, lengst af á krepputímum. Í báðum þessum bæjarfélögum náðist óvenjulegur árangur við að vinna bug á helsta böli kreppuáranna – atvinnuleysinu. Það tókst í krafti samtakamáttar … Continue reading “Kjartan Jóhannsson, minning”

Rökræða um framtíðina

ALÞJÓÐLEG SAMTÖK áhugafólks um borgaralaun (Basic Income Earth Network – BIEN) skilgreina almenn borgaralaun með eftirfarandi hætti: Borgaralaun eru tiltekin fjárupphæð greidd reglulega (mánaðarlega) öllum á einstaklingsgrundvelli, án tillits til efnahags og án skilyrða (t.d. tekjutenginga) og vinnukvaðar. Áherslan er m.ö.o. á sameiginleg borgaraleg réttindi til aðgreiningar frá styrkjum eða bótum, sem eru greiddar þeim sem sannanlega eru þurfandi.