Efnisyfirlit

Í tilefni 40 ára afmælis Menntaskólans á Ísafirði: AÐ GJALDA FÓSTURGJÖLDIN https://jbh.is/?p=1263 „Mala domestica…“ https://jbh.is/?p=1307 AÐ GERA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM https://jbh.is/?p=1308 NÚ ER KOMIÐ NÓG https://jbh.is/?p=1309 HVERS VEGNA ALLT ÞETTA HATUR? Fjölskylduböl í fjölmiðlum https://jbh.is/?p=1310

Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      

Eignarréttur og nýtingarréttur. Þessi tvö lykilhugtök nálgast kjarna málsins, þegar að því kemur að öðlast skilning á því,  um hvað yfirstandandi 30 ára stríð um fiskveiðistjórnun Íslendinga snýst. Sjónvarpsþættir Vesturports um verbúðina Ísland hafa vakið þjóðarathygli. En þar sem stríðinu er hvergi nærri lokið gefur nývakinn áhugi tilefni til að draga aðalatriðin fram í dagsljósið … Continue reading “Fiskveiðiheimildir  og framsal: 30 ÁRA STRÍÐIÐ- MÁL AÐ LINNI?                      “

Sáttur við niðurstöðuna

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess (til vara). Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum.

Fjórða dómstigið

Jón Baldvin kveðst aðspurður ekki ætla að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í meiðyrðamáli hans gegn RÚV og heimildarmanni þess. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið er – og það er langmikilvægast – að svívirðulegustu ásakanirnar, bæði ósannar og gróflega ærumeiðandi, voru afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Það skiptir sköpum. Hitt skiptir minna … Continue reading “Fjórða dómstigið”

Söguburður

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í … Continue reading “Söguburður”

Vitnaleiðslur

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í … Continue reading “Vitnaleiðslur”

LÆRDÓMAR FRÁ LISSABON

Það eru að byrja að kvikna ljós í myrkrinu sem hefur grúft yfir stórum hluta Evrusvæðisins eftir Hrun. Þótt Grikkland sé enn við dauðans dyr og Ítalía í djúpum skít (sokkin í skuldir) eru sum önnur aðildaríki Evrusvæðisins að ná sér. Pólland og Eystrasaltsríkin eru á uppleið (Eistland eins og venjulega í fararbroddi). Eftir sem áður er landflótti unga fólksins viðvarandi vandamál þar. Írland hefur náð sér á strik, þótt það sé enn að sligast undan þungri skuldabyrði. En skærasta ljósið er Portúgal.

Söguburður

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í upphafi. Hinar sögurnar fjórar eru sagðar af höfundi kærunnar, Aldísi Schram. Það ætti að vekja athygli athugulla lesenda að þarna er hvergi að finna kærur vegna áreitni við hana sjálfa eða dóttur hennar, systur hennar, móðursystur né vinkonur sem áður voru á hennar sakaskrá.

TIL VARNAR FEMINISMA II

Í fyrri grein (Fréttablaðið 14.02.19) sagði ég dæmisögu frá Kanada, um það hvernig öfgafeministar eru að koma óorði á feminismann, þar rétt eins og hér. Saklaus maður var lýstur sekur án dóms og laga og líf hans lagt í rúst.

Það var á þeirri stundu, sem Margaret Atwood, dáður höfundur meira en 40 bóka og heimsfrægur talsmaður femínista, kvaddi sér hljóðs í grein sinni „Am I a bad feminist?“ (13. jan 2018) til að segja: „Hingað – en ekki lengra. Um mig hefur verið sagt, að ég hafi brotist til frama á ritvellinum með því að standa blóðug upp að öxlum yfir höfuðsvörðum feðraveldisins. Það var kannski svolítið ýkt. En – kæru systur – nú er mér nóg boðið. Sú var tíð, að við vantreystum réttarkerfinu. En ætlum við að svara fyrir okkur með réttarmorði, utan réttarsala?“

Er þetta ekki klassískur Kiljan: „Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti“?