TIL VARNAR FEMINISMA I

Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada.

Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper.

Án dóms og laga

Að undanförnu hefur mátt lesa í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sögur nafngreindra kvenna um vítaverða hegðun undirritaðs gagnvart kvenþjóðinni, jafnvel hálfa öld aftur í tímann.

Þessar sögur eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti. Það bíður síns tíma að leiðrétta það, m.a. af eftirfarandi ástæðum:

Meginástæðan er sú, að söguberar eru ýmist í nánum fjölskyldutengslum við okkur Bryndísi eða nánir vinir elstu dóttur okkar. Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum. Við stefnum dóttur okkar ekki fyrir dóm – lái okkur hver sem vill.

KOMIN HEIM Í HEIÐARDALINN, viðtal Jónasar Jónasarsonar við JBH og BS

Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi. Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi.

Á TÍMAMÓTUM: STYRMIR GUNNARSSON SJÖTUGUR. UM HÖFUÐVITNI ALDARFARSINS

Eins og alþjóð veit ekki, varð fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins 80 ára þann 27. mars, s.l. Fjölmiðlar – allavega Mogginn – hefðu einhvern tíma gert sér dagamun af minna tilefni. En Styrmir er hlédrægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það. Ég held ekki. Þess vegna birti ég hér fyrri part afmælisgreinar, sem ég skrifaði um Styrmi sjötugan. Umræðuefnið er verðugt.

Grein skrifuð 27.3.2017
Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum leyfir varla, að þeir geri sér almennilega dagamun í tilefni dagsins. Nema hlutabréfaverðið taki upp á því að ranka við sér úr rotinu, svo að menn geti tekið gleði sína á ný.

NORRÆNIR KVIKMYNDADAGAR Í LÜBECK

Hvað eiga þeir Thomas Mann, Günther Grass og Willy Brandt sameiginlegt með Bryndísi? Þau eiga öll ættir sínar að rekja til Lübeck, miðaldaborgarinnar fögru í Schleswig-Holstein. Ekki amalegur félagsskapur a´tarna.

Það var ekki á kot vísað að vera í félagsskap Bryndísar á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck dagana 4. til 8. nóvember. Þetta var, satt að segja, samfelld veisla fyrir skilningarvitin, sjón og heyrn – og bragðlaukana líka þar á milli. Ég var þarna til að fylgja úr hlaði heimildamyndinni „Þeir sem þora…“, sem var ein þrettán kvikmynda frá Íslandi á þessari rótgrónu kvikmyndahátíð að þessu sinni.

Ísbrjóturinn? Um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna

Svar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við þessari grein JBH: Kemur fiskur í staðinn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir – prinsip, grundvallarsjónarmið?

Senn er aldarfjórðungur síðan Eystrasaltslöndin þrjú endurheimtu sjálfstæði sitt. Í hálfa öld höfðu Eistar, Lettar og Litháar mátt þola kúgun erlends valds en loks náði réttlætið fram að ganga. Þá létu íslensk stjórnvöld að sér kveða, með Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í broddi fylkingar. Á alþjóðavettvangi hélt hann málstað þeirra á lofti. Jafnframt hélt hann til landanna þriggja við Eystrasalt í janúar 1991 þegar sovéskar sérsveitir myrtu þar saklausa borgara og harðlínukommúnistar ætluðu að ræna völdum. Aðrir ráðamenn á Vesturlöndum vildu ekki fara eða sáu meinbugi á því að sýna þannig í verki stuðning sinn við heimamenn og sjálfsagða baráttu þeirra.

ENDATAFL KALDA STRÍÐSINS – HLUTUR ÍSLANDS : MÁ EITTHVAÐ AF ÞESSU LÆRA?

Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.

HÁSKÓLI ÍSLANDS: EKKI MEIR, EKKI MEIR

„Það versta er ekki fólska hinna illviljuðu; það versta er þögn og afskiptaleysi hinna góðviljuðu“
(Anonymus)

Skýringar forráðamanna HÍ á fyrirvaralausri ákvörðun þeirra um að afturkalla ráðningu mína til kennslu við stjórnmálafræðideild skólans, standast ekki skoðun. Þeir leyfa sér að ganga langt í að hagræða staðreyndum í von um að geta breitt yfir það ófremdarástand, sem ríkir innan félagsvísindasviðs. Þessar skýringar bera vott um skort á sannleiksást, vilja til yfirhylmingar (e. cover-up) og ódrengskap í garð þeirra, sem verða að búa við afleiðingarnar af þeirra eigin klúðri.