Fálmað í þyngdarleysi. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu
Heimur sem ekki er til – Transaquania – Into Thin Air
Ævintýraverk í sex köflum
Höfundar: Erna Ómarsdóttir. Damien Jalet. Gabríela Friðriksdóttir
Tónlist: Valdimar Jóhannsson, Ben Frost
Búningar: Gabríela Friðriksdóttir, Hranfhildur Hólmgeirsdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Þórisson, Aðalsteinn Stefánsson
Hljóðtækni: Baldvin Magnússon
Myndband í forsal: Pierre Debusschere
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, María Þórdís Ólafsdóttir, Steve Lorenz, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Þyrí Huld Árnadótti
Fálmað í þyngdarleysi
“Það vantar alla mótivasjon,” sagði sjóarinn í BRIM – (sá þá mynd í vikunni – alger snilld) – og þess vegna dettur mér þetta orð í hug núna, þegar ég sest niður til að skrifa um nýjasta verkið í Borgarleikhúsinu – Heimur sem ekki er til. Það er engin bersýnileg mótivasjon að baki – enginn hvati, engin saga, ekkert upphaf, enginn endir – aðeins “lifandi skúlptúr, málverk og tónverk” – eins og höfundarnir, Gabríela og Erna, segja sjálfar.
Lesa meira