Inngangan í NATO (1949), varnarsamningurinn við Bandaríkin (1951), inngangan í EFTA (1970), EES-samningurinn (1994), Icesave – samningarnir (2010-11), hjálparbeiðnin til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2008) og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu (ESB) 2009 – allt hefur þetta verið rætt á Alþingi Íslendinga undir þeim formerkjum, að um sé að ræða samsæri gegn þjóðinni, endalok sjálfstæðis, landsölu og landráð; ráðamenn þjóðarinnar eru í alvöru sakaðir um að sitja á svikráðum við þjóðin og að ganga erinda erlendra þjóða, sem ásælist auðlindir Íslendinga.
ÍSLANDSSAGA HANDA BYRJENDUM
SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ – trylltur skríll og landráðalýður, er ný bók eftir dr. Eirík Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst. Í bókinni segir höfundur, að orðræða sjálfstæðisbaráttunnar við Dani – um Íslendinga sem saklaus fórnarlömb erlendrar nýlendukúgunar, þar sem allt sem aflaga fór, var öðrum að kenna – móti enn umræðuhefð stjórnmálamanna og almennings um samskipti Íslands við umheiminn.