Evrópusambandsaðild og upptaka evru er nefnilega lífskjaramál. Það snýst um að losna við tíðar, ófyrirsjáanlegar og óútreiknanlegar sveiflur á gengi gjaldmiðilsins – og þar með á lífskjörunum. Þetta snýst um verðstöðugleika. Það snýst um lægra verðlag á lífsnauðsynjum. Það snýst um lægri vexti og þar með viðráðanlegri greiðslubyrði af lánum.
Á HÆTTU SVÆÐI?
“Við eigum ekki að ræða Evrópusambandsaðild á forsendum tímabundins efnahagsvanda” (leiðari í Mbl. 10.05.08)
Hvaðan kemur ritstjóra Morgunblaðsins tyftunarvald til þess að banna almenningi á Íslandi, sem er þungt haldinn kvíða um atvinnu sína, afkomu og eignir, að ræða allar hugsanlegar lausnir á þeim vanda? Og þá ekki síst aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í stað krónu. Það er nefnilega spurning um lífskjör almennings í framtíðinni.