1.
Lögmaður minn, Vihjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. hefur tjáð mér, að honum hafi borist kæra frá aðstoðarsaksóknara, Önnu Barböru Andradóttur, á hendur mér. Sakarefni er meint kynferðrisbrot á mínu eigin heimili gagnvart gestkomandi konu.
Nánar tiltekið á sakarefnið að vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi. Þetta á að hafa gerst í augsýn gestgjafans, konu minnar, og annarra gesta. Trúlegt, eða hitt þó heldur! Þetta sætir óneitanlega furðu af þeirri einföldu ástæðu, að þetta er með öllu tilhæfulaust. Hreinn uppspuni. Þetta hafa trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins, sem hefur tekið lögreglustjóraembættið bráðum tvö ár að rannsaka.
Óhlutdrægur gestur við borðhaldið vottar þetta með eftirfarandi orðum:
„Ég undirrituð (nafn og kennitala) staðfesti hér með, að ég var gestur við borðhald á heimili Bryndísar og Jóns Baldvins í Salobreña laugardaginn 16. júní, 2018. Þegar sest var að borðum sat Jón Baldvin mér á vinstri hönd. Ég sá því allt sem fram fór við borðahaldið. Ásakanir um, að Jón Baldvin hafi áreitt gestkomandi konu við upphaf borðhalds er hreinn tilbúningur og tómt rugl. Slíkt hefði ekki getað farið fram hjá mér. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni“ (Nafn og kennitala).