Minningarorð um samstarfsmann og vin: Axel Carlquist, eðlisfræðing

Nafn Axels, eðlisfræðings, er og verður nátengt sköpunarsögu Menntaskólans á Ísafirði. Það þurfti löngum að beita brögðum til að galdra þangað rétta menn á réttum tíma til kennslustarfa. Það var kostur að geta boðið önnur störf með.

Ég fór fljótlega að skipta mér af bæjarmálum. Þóttist þurfa þess til að tryggja skólanum byggingarlóð og húsnæði. Það þurfti að ráða bæjarverkfræðing. Hann var Þorbergur Þorbergsson, og auðvitað settur til að kenna stærðfræði við skólann með verkfræðinni. Eiginkona hans, Hildur Bjarnadóttir – seinna landsfræg útvarpskona – fylgdi með í kaupbæti sem dönskukennari.

Þar kom, að okkur vantaði almennilegan eðlisfræðing, helst þýskmenntaðan. Þorbergur átti vin frá menntaskólaárum, sem Axel hét, Carlquist (sem reyndar átti ættir að rekja í móðurætt til traustra íhaldsmanna á Ísafirði). Honum var boðið í heimsókn vestur um páskana strax á fyrsta ári. Við lögðum okkur öll fram um að sannfæra Axel um, að það væri óþarfi að eyða peningum í farið aftur suður. Það má segja frá því núna, að ég lofaði Þorbergi vænum skammti af úrvalsvískíi, ef honum tækist að kyrrsetja eðlisfræðinginn.

Lesa meira

Minningarorð um Finn Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði

Það snertir okkur djúpt, þegar við heyrum af andláti nemenda okkar – við hugsum alltaf til þeirra sem unga fólksins, sem á lífið framundan.

Við hugsum til áranna fyrir vestan – þegar verið var að skapa Menntaskólann á Ísafirði frá grunni – sem blómaskeiðs. Frá upphafi voru vonir bundnar við, að með stofnun skólans mundi Vestfjörðum haldast betur á ungu atgervisfólki. Þær vonir, einar og sér, voru kannski ekki raunhæfar. Meira þurfti að koma til. Engu að síður hefur skólinn átt sinn þátt í því að gera flóru mannlífsins, einkum í höfuðstað Vestfjarða, fjölbreyttari og lífvænlegri.

Lesa meira

Minning: Ólafur Björnsson

Það hefur ekki farið fram hjá okkur, vinum Ólafs, hvað Elli kerling fór lengi vel halloka í glímunni við hann. Það var svo sem eins og við var að búast. Ólafur var ekki vanur því að láta sinn hlut fyrir neinum – fyrr en í fulla hnefana. En að lokum má enginn sköpum renna.

Við sem þekktum Ólaf vel, þóttumst kunna skil á þessu harðfylgi til hinztu stundar. Sumir lifa samkvæmt þeirri kenningu, að allt eyðist sem af er tekið. Og spara kraftana fram í andlátið. Aðrir hafa fyrir satt, að allt eflist sem á reynir. Og hlífa sér því hvergi. Slíkir menn bera fúslega annarra byrðar. Og eflast við hverja raun. Þannig reyndum við Ólaf Björnsson í blíðu og stríðu.

Lesa meira

Ólafur Hannibalsson

Með hönd undir kinn, niðursokkinn í bók í eigin heimi. Þetta er fyrsta bernskuminning mín um þennan eldri bróður. Enn í dag finnst mér þessi minningarbrot segja meira en mörg orð um, hver hann var.

Hann varð fluglæs fjögurra vetra af lestri Íslendingasagna. Við hin urðum að láta okkur nægja leiðarana í Skutli. Bókhneigður er kurteislegt orð yfir bókaorminn. Fyrst las hann bókasafn Hannibals (Íslendingasögur, þjóðskáldin, sjálfstæðisbaráttuna). Svo Héraðsbókasafn Hagalíns um það sem upp á vantaði.

Við gátum flett upp í honum, þegar mikið lá við: um vanræktar persónur Íslendingasagna, höfunda stjórnarskrár Bandaríkjanna, rússnesku byltinguna, Bolivar eða fiskveiðar Baska við Íslandsstrendur. Og eiginlega flest þar á milli. Fyrir nú utan ættir Íslendinga og manníf við Djúp.

Lesa meira

Hörður Zóphaníasson

Í marsmánuði á næsta ári munu íslenskir jafnaðarmenn minnast þess, að heil öld er þá liðin frá stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Íslands, baráttusamtaka fátæks fólks, sem hafði að leiðarljósi að breyta þjóðfélaginu. Þeir sem þekkja þessa sögu, vita, að höfuðvígi jafnaðarmanna á Íslandi, var að finna á Ísafirði og í Hafnarfirði.

Ég held það sé á engan hallað, þegar ég segi, að Hörður Zóphaníasson þekkti sögu þeirra Hafnarfjarðarkrata manna best. Hörður var vel menntaður kennari og uppeldisfrömuður og hafði stundað framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Uppeldi æskulýðsins var í hans huga hluti af mannrækt jafnaðarmannsins. Þeir sem nutu handleiðslu hans á æskuárum, bera því vitni, að öllum kom hann til nokkurs þroska.

Lesa meira

Árni Jóhannsson frá Bæjum

Ég hef það eftir ekki ómerkari heimild en sjálfu Nóbelskáldinu, að fegursti bókartitill á íslensku sé „Frá Djúpi og Ströndum“, eftir Jóhann Hjaltason, fræðaþul.

Bókin sú arna hefur að geyma mannlífsmyndir af þessum slóðum frá liðinni tíð. Þar koma við sögu kjarnakarlar, fjölkunnugar konur og kynlegir kvistir. Þessar frásagnir minna um sumt á mannlíf á Volgubökkum á ofanverðri 19du öld, eins og Sholokov lýsir því í „Lygn streymir Don“. Sálum mannanna svipar víst saman víðar en í Súdan og Grímsnesinu.

Árni vinur minn Jóhannsson, hetjutenór og stórverktaki, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag, var ekki einasta sonur Jóhanns fræðaþuls og bókarhöfundar, heldur líka skilgetið afsprengi þess mannlífs, sem þar er lýst. Fáa veit ég hans líka um tryggð og ræktarsemi við átthagana. Enn færri, sem risu jafnvel undir sæmdarheitinu Vestfirðingur með stórum staf.

Lesa meira

Minning: SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR

Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.

Uppvaxtarárin á Ísafirði settu á hana mark. Frá barnsaldri lagði hún stund á fiðluleik í Tónlistarskóla Ragnars H. Ragnar. Í þeim skóla var spilað á samæfingum hverja helgi. Tónleikar fyrir fullum sal voru þrisvar á ári: Um jól, páska og lokatónleikar að vori. Á öllum þessum tónleikum spilaði hún einleik af öryggi og ástríðu. Í fiðluleiknum birtust okkur aðrir eðliskostir hennar: Fegurðarþráin og vandvirknin.

Lesa meira

Dr. Arnór Hannibalsson

Dr. Arnór Hannibalsson, elsti bróðir minn lést þann 28. des.s.l., sjötíu og átta ára að aldri. Útför Arnórs fór fram frá Reynivallakirkju í Kjós 12. janúar. s.l..
Hér fara á eftir minningarorð mín um Arnór, sem birt voru í Mbl. laugardaginn 12. jan. s.l.

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Lesa meira

DR. Arnór Hannibalsson

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Meðan aðrir strákar á hans reki eltust við tuðru út um víðan völl, kenndi hann sjálfum sér esperanto. Hugsjónin um sameiginlegt tungumál jarðarbúa, tæki til að eyða fáfræði og fordómum,hafði fangað hug hans. Um fermingaraldur var hann farinn að skrifast á við lærða menn í útlöndum á þessu tungumáli um stríð og frið.

Lesa meira

Minning: Haraldur Helgason

Þau voru sérstök, Halli og Ninna. Hún var flott Akureyrardama, fín í tauinu, glaðvær, gestrisin og launfyndin. Hann var soldið upp með sér af að eiga svona fína konu. Ég hafði það strax á tilfinningunni, að hann vildi allt fyrir hana gera. Þau voru hrifin hvort af öðru, og það fór ekki milli mála. Það var í hundrað-funda ferðinni 1984-85, sem fundum okkar bar fyrst saman. Yfirskrift fundanna var: Hverjir eiga Ísland?

Á þessum fundum, vítt og breitt um landið, kviknaði aftur hugsjónaglóð gömlu kratanna, sem hafði verið við það að kulna. Á Akureyri var fullt út úr dyrum. Bragi Sigurjónsson – gamall baráttufélagi föður míns – stýrði fundi. Umræður voru með virðuleikablæ. Þetta var jú á Akureyri.

Lesa meira