Ætli Gunnar Dal hafi ekki verið hvort tveggja, einhver mest lesni höfundur þjóðarinnar um sína daga og vanmetnasta ljóðskáldið í senn? Af samneyti við unglinga í Menntaskólanum á Ísafirði forðum daga lærði ég, að þeir sóttu sér hjálpræði í ljóðræna lífsspeki Kahlils Gibran í þýðingu Gunnars, þótt mannvitið í ljóðum og sögum hans sjálfs væri þeim sem lokuð bók.
Minning um Gunnar Dal
Athugasemd: Í gamla daga var Mogginn kallaður danski Mogginn. Á seinni árum hafa óvandaðair menn stundum uppnefnt hann “Dödens Avis”. Það er auðvitað út af minningargreinunum. Og nú verð ég að gera þá játningu, eis og margir aðrir, sem hafa sagt upp Mogganum, að við söknum auðvitað minningargreinanna með morgunkaffinu. En það er ekki nóg með það, að við fáum ekki að lesa minningargreinarnar. Nú er svo komið, að þær fást ekki lengur birtar. Alla vega þá ekki fyrr en eftir dúk og disk. Einn helsti vitmaður þessarar þjóðar kvaddi jarðlífið í fyrri viku: Gunnar Dal, skáld og heimspekingur. Um leið og ég spurði þau tíðindi, settist ég niður og skrifaði um hann minningargrein og sendi í Dödens Avis. Jarðarförin fór fram s.l. mánudag, en greinin er óbirt enn. Þess vegna birtist hún hér, vinum og aðdáendum Gunnars til hughreystingar.