Þetta var á þeim árum, þegar okkur þótti sjálfsagt að hafa útidyrahurðina ólæsta og skilja bíllykilinn eftir í svissinum. Samt fór ekki mörgum sögum af innbrotum eða bílstuldum. Við treystum hvert öðru. Frásögn ferðalangsins, sem vitnað var til hér að framan styrkti þá sjálfsímynd okkar Íslendinga, að við værum heiðarlegt fólk. Það hvarflaði ekki að okkur að halda, að það væri bara eftir svo litlu að slægjast. Fátæk, kannski, en heiðarleg. Það var sjálfsmyndin. Hluti af sameiginlegri sjálfsmynd Norðurlandaþjóða.
Vonarglæta í myrkrinu
Allt í einu skýtur upp í kollinum löngu gleymdri frétt. Þetta var viðtal við erlendan ferðalang, sem hafði skilið rándýra ljósmyndavél eftir í aftursæti á rútu. Daginn eftir var bankað upp á hjá honum á hótelherberginu, þar sem hann gisti. Úti fyrir stóð maður með myndavélina dýru og spurði, hvort hann kannaðist við hana. Fundarlaun voru kurteislega afþökkuð. Ferðalangurinn, sem var Ameríkani, hélt því fram, að svona nokkuð gæti ekki hafa gerst annars staðar í heiminum. Og fór viðeigandi fögrum orðum um meðfæddan heiðarleika Íslendinga.