Vonarglæta í myrkrinu

Allt í einu skýtur upp í kollinum löngu gleymdri frétt. Þetta var viðtal við erlendan ferðalang, sem hafði skilið rándýra ljósmyndavél eftir í aftursæti á rútu. Daginn eftir var bankað upp á hjá honum á hótelherberginu, þar sem hann gisti. Úti fyrir stóð maður með myndavélina dýru og spurði, hvort hann kannaðist við hana. Fundarlaun voru kurteislega afþökkuð. Ferðalangurinn, sem var Ameríkani, hélt því fram, að svona nokkuð gæti ekki hafa gerst annars staðar í heiminum. Og fór viðeigandi fögrum orðum um meðfæddan heiðarleika Íslendinga.

Þetta var á þeim árum, þegar okkur þótti sjálfsagt að hafa útidyrahurðina ólæsta og skilja bíllykilinn eftir í svissinum. Samt fór ekki mörgum sögum af innbrotum eða bílstuldum. Við treystum hvert öðru. Frásögn ferðalangsins, sem vitnað var til hér að framan styrkti þá sjálfsímynd okkar Íslendinga, að við værum heiðarlegt fólk. Það hvarflaði ekki að okkur að halda, að það væri bara eftir svo litlu að slægjast. Fátæk, kannski, en heiðarleg. Það var sjálfsmyndin. Hluti af sameiginlegri sjálfsmynd Norðurlandaþjóða.

Lesa meira

ÞEIM VAR ÉG VERST, ER ÉG UNNI MEST – EÐA ÞANNIG

Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?Aldrei varð hún sósíalisti, hún Svandís Nína, ekki einu sinni menntaskólaróttæklingur. Hugvekja hennar í Herðubreið nú um helgina snart satt að segja streng í mínu gamla, sósíaldemókratíska hjarta. Hvers vegna? Svandís Nína segist vera efasemdarmanneskja. Ég líka. Hún er orðin nógu lífsreynd til að vísa á bug Stóra sannleik. Hún segir, að „mannfélagið rúmist (ekki) í einni kenningu“. Sammála. Svo segir hún rétt si svona: „Einstaklingsfrelsi er það fallegasta sem til er“. Það er heilmikið til í því. Spurningin er bara, hvað hún meinar í alvöru?

„Frelsi, jafnrétti, bræðralag“ – þetta var kjörorð frönsku byltingarinnar. Þetta er líka kjörorð okkar kratanna. Við settum frelsið fyrst. En af því að við vitum, að fátækur maður er ófrjáls, gleymdum við ekki því, að það þarf jafnrétti og bræðralag til að gera frelsi einstaklingsins að veruleika fyrir fjöldann. Það hefur vafist fyrir mörgum að skilja þetta. Plútókratarnir (þeir sem eiga jörðina með gögnum hennar og gæðum) hafa reynt að taka einkaleyfi á frelsinu. Í reynd er það bara frelsi til að græða. Óheft frelsi þeirra til að græða endar einatt í ófrelsi okkar hinna. Pólitík okkar jafnaðarmanna snýst eiginlega um fátt annað en að hindra, að þeim takist það.

Lesa meira

ENDATAFL KALDA STRÍÐSINS – HLUTUR ÍSLANDS : MÁ EITTHVAÐ AF ÞESSU LÆRA?

Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.Við erum stödd í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardegi Dana, 6. Júní árið 1990 – fyrir næstum aldarfjórðungi síðan. Utanríkisráðherrar Evrópuríkja, sem og Bandaríkjanna og Kanada, eru hér samankomnir. Fundurinn var einn af mörgum, sem snerust um að binda endi á Kalda stríðið. Á dagskrá þessara funda voru samningar um afvopnun og samdrátt í herafla; um friðsamlega sambúð fyrrverandi fjandmanna; um virðingu fyrir almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti þjóða.

1.

Pólitíska landslagið í Evrópu hafði tekið stökkbreytingum. Í nóvember, árið áður, hafði Berlínarmúrinn verið rifinn niður. Þjóðir Mið- og Austur Evrópu voru í óða önn að losna undan oki Sovétríkjanna. Í Póllandi réði Solidarnosc; Í Prag var það flauelsbyltingin. Friðsamleg endursameining Þýskalands var að verða að veruleika. „Glasnost“ (opnunin) og „Perestroika“ (kerfisbreyting), hin pólitísku vörumerki Gorbachevs, vöktu mörgum vonir um lýðræðislegar umbætur innan Sovétríkjanna. Loksins var verið að binda endi á seinni heimstyrjöldina í Mið- og Austur Evrópu.

Lesa meira

VIÐ KRÝNDUM TRÚÐINN SEM KÓNG EN AFKRÝNDUM KÓNGINN SEM TRÚÐ

segir Jón Baldvin Hannibalsson í ítarlegu viðtalivið eistneska blaðamanninn ASK ALAS, í KESKUS, eistnesku mánaðarriti um menningu og stjórnmál.segir Jón Baldvin Hannibalsson í ítarlegu viðtalivið eistneska blaðamanninn ASK ALAS, í KESKUS, eistnesku mánaðarriti um menningu og stjórnmál.

Í viðtalinu er stiklað á stóru um:

  • stöðu smáþjóða í heiminum
  • uppgang Kínverja og áhuga á Norðurslóðum
  • blekkingar um “íslensku leiðina” út úr kreppunni
  • skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir í
  • banka- og fjármálakreppu
  • efnahagslegar hamfaravarnir
  • stjórnarskrána sem þjóðin ekki fékk
  • Jón Gnarr og pólitíska sjúkraþjálfun
  • hvað getum við lært af Eistum (og öfugt)
  • ástand heims eftir áratug
  • áhrifavalda í lífinu
  • eftirlætis Íslendingasöguna og
  • áhrif álfa í mannheimum

Lesa meira

Hin daglega krossfesting

Páskar, bíblían, Gamla testamentið – og svo það nýja: Fjallræðan – stefnuyfirlýsing byltingarmannsins: Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. – Þessi boðskapur var settur fram til höfuðs þeim öflum, sem beita rangsleitni, ofbeldi og kúgun til að verja forréttindi, sem fengin eru og varin með valdi. Þetta er stefnuskrá jafnaðarmannna gegn faríseum forréttindanna. Hún var það þá, hún er það enn, hún blífur – þrátt fyrir allt og allt.

Allt þetta kom upp í hugann, af því að það eru páskar. Við Bryndís erum í Andalúsíu. Við vorum á heimleið, þar sem við klífum meira en 200 þrep upp klettinn salta (Salobrena). Á þorpskránni blasti við risaskjár, sem var – aldrei þessu vant – ekki undirlagður af fótbolta, heldur sýndi helgihaldið í Malaga.

Lesa meira

Er kalt stríð í uppsiglingu á ný? ÞEIR TRYGGJA EKKI EFTIR Á

Er innlimun Krímskagans – sem sjálfstjórnarhéraðs í Rússneska sambandsríkið bara fyrsta skrefið? Er áætlun Putins að fylgja þessu eftir í Suð-Austurhéruðum Úkraínu, þar sem rússneski þjóðernisminnihlutinn er öflugur? Hvað með Eystrasaltsþjóðirnar – Eistland og Lettland sér í lagi – þar sem rússneski þjóðernisminnihlutinn er hlutfallslega enn fjölmennari? Kenning Putins, um rétt móður Rússlands til að vernda rússneska þjóðernisminnihlutann í grannríkjunum, á ekki síður við þar. Heræfingar á landi og í lofti rétt handan landamæra Eistlands og Lettlands minna óþægilega á liðna tíð. En öfugt við Úkraínu hafa Eystrasaltsþjóðirnar þrjár nýtt tímann frá endurheimt sjálfstæðis (1991) með því að baktryggja nýfengið frelsi með aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO. Dugar það?

Hér við háskólann í Tartu er sérstök stofnun (EURUS) – Euro-Russian Studies – sem fæst við að rannsaka og upplýsa um hræringar undir yfirborðinu handan landamæranna.
Þar leggja á ráðin útlaga Rússar og Hvítrússar með innfæddum og Austur-Evrópumönnum af ýmsum þjóðernum – sértaklega Pólverjum.

Lesa meira

FRÉTTATILKYNNING

SAMKOMULAG hefur tekist, fyrir milligöngu lögmanna aðila, milli rektors f.h. Háskóla Íslands og Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. Ráðherra, um lausn ágreiningsmála, sem risu haustið 2013.
Aðalatriði samkomulagsins eru eftirfarandi:

  • Rektor biður Jón Baldvin afsökunar á, að málsmeðferð hafi verið ábótavant og bitnað að ósekju á honum.
  • Rektor staðfestir, að Jón Baldvin uppfylli allmenn hæfisskilyrði, sem gerð eru til stundakennara við Háskóla Íslands.
  • Rektor staðfestir, að Háskóli Íslands muni í framtíðinni leitast í hvívetna við að fara að lögum í tilvikum, sem tengjast Jóni Baldvini.
  • Háskóli Íslands greiðir Jóni Baldvini bætur að fjárhæð 500 þúsund kr., en hann hafði lýst kröfum á hendur háskólanum um miskabætur, auk greiðslu fyrir töpuð laun og áfallinn kostnað.
  • Með vísan til ofanritaðs samkomulag féllst Jón Baldvin á að falla frá málshöfðun á hendur háskólanum og einstökum starfsmönnum hans.

Það skal tekið fram, að háskólinn viðurkennir ekki bótaskyldu í samkomulaginu. Af því tilefni skal eftirfarandi áréttað:

Lesa meira

Guðs volaða land – Ferðasaga með dýpri undirtón

Jólin eru hátíð fjölskyldunnar. Og vináttunnar. Þótt myrkrið umlyki okkur, njótum við samvista við ástvini fyrir framan heimilisarininn – við kertaljós (og yl af hitaveitunni). Skata og brennivín (alla vega fyrir Vestfirðinga), og lotteríið með rjúpuna á aðfangadag. Og svo er það lambalærið, hamborgarhryggurinn, hangikétið. Súkkulaði með rjóma og pönnukökur inn á milli. Og sofið fram úr. Þetta blífur, þrátt fyrir allt.

Jólin eru auðvitað fyrir löngu orðin hátíð prangarans. Auglýsingamennska, gerviþarfir, neysluæði, eyðsla og sólund um efni fram – yfirdráttur og okurvextir í byrjun árs. Gróðafíknin er löngu búin að yfirtaka fagnaðarerindið og snúa því upp á Mammon. Eftir allt sukkið er fjölskyldan á hausnum, þegar reikningarnir innheimtast eftir áramót. Hjá flestum er þetta upp á krít – ekki satt? (eins og styrjaldir hjá Ameríkönum nú til dags). En samt. Við þurfum þessa daga og nætur til að lýsa upp vetrarmyrkrið í sálinni og finna ylinn hvert af öðru.

Lesa meira

Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Seinni hluti

Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til “dómstóls götunnar” gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.

Hatrið

Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: “Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki”?

Lesa meira

Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Fyrri hluti

Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttarríki byggi á því að grundvallarreglan “saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi” sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir.

Hversu oft heyrum við ekki sagt: “Já – en hann (eða hún) er víst sekur.” Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörning eða hegðun, sem þyki ámælisverð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvaldsins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mannorð þitt og mannréttindi, undir “alþýðudómstólum” af slíku tagi? Svari hver fyrir sig.

Lesa meira