“Við þetta hvarf allur áhugi kattarins á fuglunum og músunum, en athygli hans beindist eingöngu að smjörklípunni á rófunni. Þessari sömu aðferð sagðist Davíð oft hafa beitt á andstæðinga sína í stjórnmálum. Þegar athygli þeirra beindist að einhverjum stórum málum, fleygði hann til þeirra öðrum málum, minni háttar málum, og lét þá þannig eltast við skottið á sér. Þessi aðferð hefur gengið undir nafninu “smjörklípuaðferðin” í íslenskum stjórnmálum…”
UM SMJÖRKLÍPUKENNINGUNA OG SEÐLABANKASTJÓRANN
Drottningarviðtal Agnesar við Davíð í Sunnudagsmogga (5. júlí) gefur tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs og kettinum hennar. Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir: