Björn virðist hafa gleymt því að hann samþykkti sjálfur þennan þjóðarvoðasamning á alþingi með atkvæði sínu.Og ekki nóg með það. Í tímaritsgrein í Þjóðmálum, málgagni nýfrjálshyggjumanna í mars 2007, segist hann sjálfur hafa borið alla ábyrgð á því, sem formaður utanríkismálanefndar, að hafa keyrt EES samninginn í gegnum þingið. Þar fór í verra. Hrun bankakerfisins árið 2008 er sumsé Birni Bjarnasyni að kenna, að hans eigin sögn!
AÐ FALLA Á SJÁLFS SÍN BRAGÐI. SVAR VIÐ GREIN BJÖRNS BJARNASONAR SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU 9. FEBRÚAR 2009
Björn Bjarnason, alþm., sendir mér tóninn í Mbl. (10.02.09). Björn virðist hafa fengið síðbúna hugljómun. Allt í einu hefur það runnið upp fyrir honum að EES – samningurinn, sem samþykktur var á alþingi 13. jan. 1993, fyrir sextán árum, sé orsök bankahrunsins í október árið 2008.