Hún nýtur takmarkaðrar skólagöngu. Lýkur þó skyldunni og gott betur. Hún giftist snemma sjóara úr plássinu, sextán ára gömul, og byrjar að búa. Hún er lítt skólagengin, tveggja barna móðir og vinnur í fiski. Þetta gæti svo sem verið sagan öll. En hún er fórnfús og hjálpsöm og vill leggja öðrum lið, enda alin upp í þeim anda. Hún virðist hafa veikst af hinni pólitísku veiru, nánast frá blautu barnsbeini, enda Björgvin frændi formaður verkalýðsfélagsins á staðnum í marga áratugi. Hún hefur sterka réttlætiskennd. Það þýðir að vera til vinstri. Á Stokkseyri þýddi það á þessum tíma að vera í Alþýðubandalaginu.
SALKA VALKA Í SAMFYLKINGUNNITELPAN FRÁ STOKKSEYRI
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir: Stelpan frá Stokkseyri –
Saga Margrétar Frímannsdóttur, 367 bls..
Bókaútgáfan Hólar, 2006
Þetta er sagan um Sölku Völku í sjávarplássinu, sem settist inn á þing. Sjávarplássið er Stokkseyri, og þessi Salka heitir reyndar Margrét Frímannsdóttir. Mamma hennar var einstæð móðir. Hún hafði smitast af berklum og gat því ekki á þeim tíma annast um dóttur sína og séð þeim báðum farborða. Stúlkan ólst því upp hjá fósturforeldrum sínum á Stokkseyri. Þrátt fyrir lítil efni er bjart yfir bernskuárum í sjávarplássinu. Að íslenskum sið ganga börnin þar að mestu sjálfala. Þau búa við frelsi, en verða snemma að taka þátt í lífsbaráttu hinna fullorðnu. Það er að lokum sá agi, sem kemur að utan.