UM BÓK AUÐUNS ARNÓRSSONAR – INNI EÐA ÚTI?

SAMNINGSSTAÐA OG SAMNINGSMARKMIÐ

– Aðildarviðræður við Evrópusambandið
Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki – Háskólaútgáfan, 2009

Þetta er lítil bók um mikið efni: Hvernig á litla Ísland að semja um aðild við hið stóra Evrópusamband? Umræðuefnið er þessi dægrin á hvers manns vörum, við eldhúsborðið og á vinnustaðnum. Þessi litla bók á því brýnt erindi við alla Íslendinga, sem á annað borð kæra sig ekki kollótta um framtíð sína og sinna.

ELÍTAN?

Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin – það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum? Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta.

11 FIRRUR UM EVRULAND

Öllum þessum frambjóðendum tókst að fara í gegnum kosningabaráttuna án þess að upplýsa þjóðina um hvað hún skuldaði mikið; án þess að segja henni frá neyðarfjárlögum með niðurskurði og skattahækkunum; og án þess að þorri kjósenda hafi grænan grun um yfirvofandi bankahrun ríkisbanka, sem eru klifjaðir ónýtum lánasöfnum.

ENGIN FRAMTÍÐARSÝN – ENGIN PÓLITÍK

Veruleikafirrt kosningabarátta:
Tókuð þið eftir smáfrétt í hádeginu í dag? Ölgerðin hefur að undanförnu verið að reyna að ná samningum um markaðssetningu á íslenskum bjór á breska markaðnum. Sumir mundu halda að það væri, eins og sagt var í enskukennslubókunum í gamla daga, “to carry coal to Newcastle” – bjór til Bretlands!

Efnahagslegt fjöldasjálfsmorð

Vegna ummæla Ragnars Arnalds í þætti Hjálmars Sveinssonar, – Krossgötur – sem fluttur var í ríkisútvarpinu eftir hádegi í dag, og ég tók þátt í, langar mig til að endurbirta hluta úr grein sem ég skrifaði fyrir meira en mánuði um ameríska frjálshyggjuhagfræðinginn, Kenneth Rogoff, sem Ragnar Heimssýnarformaður vitnaði í sér til halds og trausts.

NATO 60 ÁRA: HEIMAVARNARLIÐ EÐA HEIMSLÖGREGLA

Kannski er sálarháski Íslendinga í upphafi nýrrar aldar sá, að þjóðin hefur enn ekki fundið sér samastað í samfélagi þjóðanna. Við erum ekki lengur á amerísku áhrifasvæði, en hræðsluáróðurinn gegn Evrópusambandinu birgir okkur sýn og leiðir á villigötur. Við erum ein og yfirgefin. Hnípin (skuldug) þjóð í vanda.

Samt er engin umræða um utanríkismál fyrir kosningar. Ég segi utanríkismál – því að umræðan um Evrópusambandið, öfugsnúin og forskrúfuð sem hún er – er auðvitað um innanlandsmál. Hún snýst um það, hvernig fólk og fyrirtæki megi njóta starfsumhverfis eins og tíðkast í grannríkjum okkar. Hún snýst um normaliseringu. Hún snýst um stöðugleika í fjármálum, í verðlagi, vöxtum á lánum og greiðslubyrði skulda, svo að fólk og fyrirtæki geti gert framtíðaráætlanir á sæmilega traustum forsendum. Hún snýst um að skapa 20 þúsund störf fyrir menntað fólk. Hún snýst m.ö.o. um innanríkismál.

Utanríkismál snúast hins vegar um það, hvernig tryggja megi framtíðaröryggi þjóðarinnar fyrir ytri áföllum og erlendri ásælni. Þjóð sem er sokkin í skuldir og hefur áhyggjur af afkomu sinni frá degi til dags, má ekki vera að því að hugsa um framtíðina.

Það kemur því kannski ekki á óvart að það voru varla fleiri en 30 manns, sem komu á Varðbergsfund á Hótel Borg í gærkvöldi (föstudaginn 17.04.) eftir fréttir og Kastljós, til að hlusta á okkur Höllu Gunnarsdóttur rökræða um framtíð NATO í tilefni af 60 ára afmæli hernaðarbandalagsins fyrr í mánuðinum. Við áttum að svara spurningum eins og þessum: Hefur NATO einhverju hlutverki að gegna eftir fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins? Hvað er bandalag sem átti að verja Evrópu fyrir útþenslustefnu Sovétríkjanna að gera í Afganistan? Er NATO að verða að einhvers konar heimslögreglu?
Í þjónustu hverra, með leyfi? Fara hagsmunir Evrópuríkja ævinlega saman við hagsmuni ameríska heimsveldisins? Er ekki kominn tími til að Evrópa taki sín mál í eigin hendur? Og hvað með Ísland? Hvar á það heima í nýrri heimsmynd?

Það vakti athygli að meirihluti fundargesta var að eigin sögn í klappliði Höllu Gunnarsdóttur frá Vinstri grænum. Öðru vísi mér áður brá! Hér fer á eftir ræðan sem ég flutti á þessum fundi.

JBH svarar HLH

Sæll Heiðar Lind. Þakka þér fyrir að vekja athygli mína á svargrein þinni. Svo sem sagnfræðinema sæmir er grein þín málefnaleg og gott innlegg í umræðuna. Þótt mér þyki hinn nýi formaður ykkar bera af sér góðan þokka er ekki þar með sagt að ég sé sannfærður um að hér eftir sé fortíð Framsóknar í ösku og framtíðin öll í heiðríjku hugans og heiðarleikans.

Torfalög kapítalismans: svar til Kristjáns Torfa 09.04.

Til Kristjáns Torfa:
“Er þetta einhvers konar nýfjármagnskratismi sem þú talar fyrir undir kjörorðunum “almenningur á að borga skuldir óreiðumanna””? – Þetta er skætingur sem ekki er svaraverður.
Athugasemdir þínar að öðru leyti verðskulda þessi svör:
1. Ég hef að sjálfsögðu hvergi haldið því fram að ríkið (skattgreiðendur) eigi að greiða skuldir einkaaðila. Einmitt þess vegna gagnrýndi ég Hudson fyrir að gera ekki skýran greinarmun á ríkisskuldum og skuldum með ríkisábyrgðum (“sovereign debt”) og skuldum einkaaðila.