UM HVAÐ ER PÓLITÍK?

Það er að koma æ betur í ljós að kapítalismi (markaðskerfi) – án afskipta ríkisvaldsins – fær ekki staðist til lengdar. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að samþjöppun auðs og valds á fárra hendur er innbyggð í kerfið. Fjármálakerfi, sem þjónar þeim tilgangi að ávaxta fé hinna ofurríku, breytist í kapítalisma á sterum. Eftirsókn eftir skammtímagróða verður allsráðandi. Það breytist í bóluhagkerfi sem að lokum springur í bankakreppu sem skattgreiðendur – ríkið – verða að bjarga til að forða allsherjarhruni. Þetta gerist með reglulegu millibili. Þetta gerðist á árunum 2008-9. Mörg þjóðríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að gerast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð.

EES-samningurinn (um evrópska efnahagssvæðið) var undirritaður við hátíðlega athöfn í Kauphöllinni í Oporto þann 2. maí, 1992, fyrir aldarfjórðungi.

Fyrstir til að undirrita samninginn voru forsætisráðherra Portúgals, Anibal Cavaco Silva, sem var í forsæti fyrir Evrópubandalaginu og utanríkisráðherra Íslands, sem þá var formaður ráðherraráðs EFTA , og heitir að eftirnafni Hannibalsson. Að undirskrift lokinni tókumst við í hendur. Með vísan til skyldleika nafnanna stóðst ég ekki mátið og sagði: „Þessar undirskriftir gefa til kynna, að áhrifa Hannibals gætir nú langt norður yfir Alpana“.

Jafnaðarmenn: Fórnarlömb eigin árangurs?

Norræna módelið er eina þjóðfélagsmódelið, sem mótað var á öldinni sem leið, sem staðist hefur dóm reynslunnar á tímum hnattvæddrar samkeppni á 21stu öldinni. Kommúnisminn er huslaður á öskuhaugum sögunnar. Óbeislaður kapítalismi skv. forskrift nýfrjálshyggjunnar hrekst úr einni kreppunni í aðra – en tórir enn í gjörgæslu ríkisins.

Útilokunaraðferðin: Samstarf um kerfisbreytingar

ÚTSPIL Pírata er ekki tilboð um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar. Þett er tilraun til að fá svar við einfaldri spurningu: Hverjir eru fúsir til að starfa saman að róttækri kerfisbreytingu á íslensku þjóðfélagi eftir næstu konsingar, fái þeir umboð til. Þetta á ekkert skylt við klækjastjórnmál. Þetta er í anda gagnsæis að norrænni fyrirmynd – skref fram á við í lýðræðisátt.

HVERNIG Á AÐ BJARGA LÝÐRÆÐINU FRÁ AUÐRÆÐINU – OG KAPÍTALISMANUM FRÁ KAPÍTALISTUNUM? Viðtal í tvennu lagi sem birtist í ritinu “Social-democratas” í Litáen og var tekið í tilefni af 120 ára afmæli flokks jafnaðarmanna þar í landi. Fyrri hluti.

Viðtal Mörtu Vidunaité við Jón Baldvin Hannibalsson. Viðtalið birtist í ritinu „Socialdemokratas“ í Vilnius í júní s.l. í tilefni af 120 ára afmæli Sósíal-Demokrataflokksins í Litháen. Fyrri hluti viðtals.

„Markaðurinn er þarfur þjónn en óþolandi húsbóndi“ (Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar 1946-69)

„Dansinn í kringum gullkálfinn forðum daga hefur tekið á sig nýja og kaldranalega mynd á okkar tímum í tilbeiðslu peningavaldsins og alræði fjármagnsmarkaða, sem hvort tveggja er falið vald, án mannlegs tilgangs. – Peningar eiga að þjóna manninum, ekki að stjórna honum.“ (Hans heilagleiki, Francis páfi, NYT, maí 2013).

JAFNAÐARSTEFNAN: FÓRNARLAMB EIGIN ÁRANGURS? Viðtal í tvennu lagi, sem birtist í ritinu “Social-democratas” í Litáen og var tekið í tilefni af 120 ára afmæli flokks jafnaðarmanna þar í landi. Seinni hluti.

Viðtal Mörtu Vidunaité við Jón Baldvin Hannibalsson. Viðtalið birtist í júní í málgagni litáiska Sósíal-demókrataflokksins, í tilefni af 120 ára afmæli flokksins.

„Sú var tíð, að sósíal-demókratar í Evrópu og“new-dealers“ í Bandaríkjunum vissu, hvað til þeirra pólitíska friðar heyrði. Þeir vissu, að til þess að siðvæða kapitalismann þurfti að skattleggja drjúgan hluta af arði fjármagnseigenda til þess að fjármagna verkefni eins og sjúkrahús, skóla, atvinnuleysistryggingar og – gleymum því ekki – menninguna. Willy Brandt, Bruno Kreisky og Olof Palme vissu allir, að þetta var þeirra verkefni…… En þegar fjármálakerfið var leyst úr læðingi …. á árunum upp úr 1980, breyttist allt. (Yanis Varoufakis, fv. fjármálaráðherra Grikkja: Europe, Austerity and the Threat to Global Stability, 2016) .

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ?

Þór Saari: Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Skrudda, 2016.

ALMENNT:

Við lestur kversins kom mér í hug húsgangur eftir óþekktan höfund – en í anda Káins: (Þetta er ekki þjóðrækni – þaðan af síður guðrækni – heldur íslensk heiftrækni – og helvítis bölvuð langrækni). Pólitíska útgáfan í anda Káins er hins vegar svona (og gæti þess vegna verið mottó fyrir bókina): Þetta er ekki þingræði – þaðan af síður lýðræði – heldur bara bráðræði – og bölvað endemis fláræði.

Mér sýnist þungamiðjan í gagnrýni Þórs snúast um tvennt: Annars vegar er bæklað lýðræði (líkt og í þriðja lýðveldinu franska fyrir endurkomu De Gaulles). Veigamikil rök eru færð fyrir því, að lýðræði verði ekki vakið aftur til lífsins nema með róttækri uppstokkun á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Hin þungamiðjan er gagnrýni á stjórnmál undir hæl harðsvíraðra sérhagsmuna, sem ráða því, sem þeir vilja ráða. Þetta kallast á ensku „crony-capitalism“, sem bætist við frændhygli okkar hefðbundna ættasamfélags. Helmingaskiptareglan – sem síðar er vikið að – staðfestir þetta. Í skjóli hennar þrífst meiri spilling en séð verður með berum augum (vöntun á gagnsæi). Afhjúpun spillingarinnar samkvæmt Panamaskjölunum verður fastur liður eins og venjulega næstu vikur og mánuði.

Kemur fiskur í staðinn fyrir „foreign policy“ á Íslandi? Makríll í staðinn fyrir mannréttindi? Hagsmunir í staðinn fyrir hugsjónir – prinsip, grundvallarsjónarmið?

Þetta var meðal þeirra spurninga, sem Eiríkur í Víðsjá, (RÚV) reifaði miðvikudaginn 23. sept. s.l.. Allt saman þýðingarmiklar spurningar – og tilefni til að leita svara ærin: lífsháski Úkraínu- og Palestínumanna frammi fyrir yfirþyrmandi hervaldi; sjálfsákvörðunarréttur þjóða frammi fyrir hernaðarofbeldi; mannréttindi hinna varnarlausu frammi fyrir drápsmaskínum styrjalda. Kemur þetta okkur við?

SAMSTAÐA SMÁÞJÓÐA GETUR BREYTT HEIMINUM

Hér kemur þýðing á viðtali Ilze Nagla, fréttaritara lettneska ríkissjónvarpsins (LTV) við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, um stuðning Íslendinga við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, ágreining við leiðtoga Vesturveldanna, sess Gorbachevs í sögunni, hrun Sovétríkjanna og samstöðu smáþjóða, sem getur breytt heiminum.