Gott dæmi um þetta er Framleiðsluráð landbúnaðarins. Hver heldur því apparati uppi? Skattgreiðendur. Seinast þegar ég vissi borguðu skattgreiðendur m.a.s. fyrir Búnaðarþing.Og hvað með LÍÚ? Þar er saman kominn sá forréttindahópur, sem í skjóli pólitískra ítaka í Sjálfstæðis- /Framsóknarflokknum, hefur fengið einkarétt á nýtingu sjávarauðlindarinnar – án afgjalds. Í markaðshagkerfi telst það grundvallarregla, að kapítalistarnir borgi fyrir afnot af eigum annarra. En ekki þessir hjá LÍÚ. Þeir eru á undanþágu.
ELÍTAN?
Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin – það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum? Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta.