Af hverju brugðumst við svona við? Vegna þess að það var massívur meirihluti á þingi við tillögum sjávarútvegsráðherra við að heimila framsalið. Við gátum ekki komið í veg fyrir það. En við gátum sett skilyrði, sem tryggðu, að nýr þingmeirihluti gæti afturkallað úthlutunina án skaðabótaskyldu. Nú er sá þingmeirihluti kominn. Þessi þingmeirihluti á það eingöngu varnarbaráttu okkar jafnaðarmanna, frá árunum 1988-91, að þakka að 1.gr. fiskveiðistjórnarlaganna kveður á um þjóðareign á auðlindinni og að framsalsheimildin mundi aldrei löghelga eignarrétt og þ.m.t. skaðabóðaskyldu heldur væri einungis um tímabundinn nýtingarrétt að ræða.
GAMLA ÍSLAND: AÐ KAUPA SÉR FRÍÐINDI
Sæll, aftur, Reynir Þór.
Það var í nafni vinnusparnaðar og til þess að forðast tvítekningu sem ég vísaði þér á svar mitt við Bjarna, sem um leið var svar mitt skýrt og skilmerkilegt við þinni spurningu. Svarið var já – en með skilyrðum. Skilyrðin voru, að breytingar á úthlutun aflaheimilda síðar mundu aldrei baka ríkinu skaðabótaskyldu.