ELÍTAN?

Hverjum er mest í nöp við aðild Íslands að Evrópusambandinu? Er það ekki LÍÚ? Eða Framleiðsluráð landbúnaðarins? Eða er það Bláa höndin – það sem eftir er að Sjálfstæðisflokknum og Kolkrabbanum? Einhver í netheimum vakti athygli á því um daginn, að þeir sem fara hamförum gegn aðild Íslands að ESB, eru aðallega einstaklingar, sem fá borgað fyrir það. Þeir telja sig eiga beinna hagsmuna að gæta.

Gott dæmi um þetta er Framleiðsluráð landbúnaðarins. Hver heldur því apparati uppi? Skattgreiðendur. Seinast þegar ég vissi borguðu skattgreiðendur m.a.s. fyrir Búnaðarþing.Og hvað með LÍÚ? Þar er saman kominn sá forréttindahópur, sem í skjóli pólitískra ítaka í Sjálfstæðis- /Framsóknarflokknum, hefur fengið einkarétt á nýtingu sjávarauðlindarinnar – án afgjalds. Í markaðshagkerfi telst það grundvallarregla, að kapítalistarnir borgi fyrir afnot af eigum annarra. En ekki þessir hjá LÍÚ. Þeir eru á undanþágu.

Lesa meira

ALLT BETRA EN ATVINNULEYSIÐ – Svar til Eggerts

Heill og sæll, Eggert.
Það er satt sem þú segir, að margir óttast það helst við inngöngu í Evrópusambandið, að þar með verðum við kerfislægu og langvarandi atvinnuleysi að bráð.Þetta er stutt tölum um mikið og langvarandi atvinnuleysi, sérstaklega í hinum stærri löndum ESB. En er það rétt, að hægt sé að setja = merki milli ESB og atvinnuleysis?

Það er reyndar ekki svo. Það má nefna dæmi um ýmsar þjóðir innan ESB, sem bjuggu við mikið atvinnuleysi fyrir rúmum áratug, en náðu því verulega niður eftir inngöngu. Norðurlöndin í ESB eru gott dæmi. Árið 1995 voru atvinnuleysistölur þessara landa eftirfarandi: Danmörk (10,3%), Finnland (15.2%) og Svíþjóð (10.1%). Árið 2007 voru tölurnar þessar: D (3.4), F (6.8) og S (3.5). Mörg smærri ríkjanna innan ESB, þ.á. m. eyríki eins og Kýpur og Malta, hafa haft sæmileg tök á atvinnuleysi. Önnur dæmi um smáþjóðir, sem hafa haldið vel á málum, eru Slóvakía og Slóvenía. Ég bendi þér á grein í Mbl. (050509) eftir Inga Rúnar Eðvarðsson, prófessor við HA. Sjálfur hef ég skrifað grein undir fyrirsögninni: “Er ekkert að óttast?” þar sem fjallað er um peningamálastefnuna og afleiðingar þess að ganga inn í stærra myntsvæði. Þessi grein mun birtast í Fréttablaðinu á næstunni og svo á heimasíðu minni. Ábending þín er þörf. Það er allt betra en atvinnuleysið.
Með bestu kveðjum, JBH

EIGA KVÓTAEIGENDUR AÐ HAFA SJÁLFDÆMI UM FRAMTÍÐ ÍSLANDS?

Það var vel mætt í auditorium í Tæknigarði í hádeginu, 30. apríl. Umræðuefnið var: Sjávarútvegsstsefna ESB – hvað með fiskinn í sjónum? Munu vondir útlendingar taka hann frá okkur, ef við göngum í Evrópusambandið?

Fundurinn var haldinn á vegum Alþjóðamálastofnunar háskólans og Rannsóknarseturs um smáríki. Ólafur Harðarson, prófessor, stýrði fundi, en framsögumenn voru Friðrik Arngrímsson frá LÍÚ, og Bjarni Þór Harðarson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Loks áttu fulltrúar flokkanna að tala máli sinna flokka, þar sem þeir sátu fyrir svörum.

Lesa meira

11 FIRRUR UM EVRULAND

Öllum þessum frambjóðendum tókst að fara í gegnum kosningabaráttuna án þess að upplýsa þjóðina um hvað hún skuldaði mikið; án þess að segja henni frá neyðarfjárlögum með niðurskurði og skattahækkunum; og án þess að þorri kjósenda hafi grænan grun um yfirvofandi bankahrun ríkisbanka, sem eru klifjaðir ónýtum lánasöfnum.

Á flestum frambjóðendum var ekki annað að heyra en að fastir liðir væru bara eins og venjulega. Samt keyrði um þverbak, þegar sumir frambjóðendur fóru að upplýsa væntanlega kjósendur um Evrópusambandið. En úr því að Samfylking og Vinstri græn eru þrátt fyrir allt sest að samningaborði um Evrópumál, er kannski ekki úr vegi að leiðrétta verstu ambögurnar, sem haldið var að þjóðinni í kosningabaráttunni.

Lesa meira

KREPPAN OG EVRAN

Erum við ekki flest sammála um það, að við náum okkur seint á strik aftur, nema með því að fá afnot af gjaldmiðli sem dugar í viðskiptum, innan lands og utan? Er ekki lexían, sem við þurfum að læra af hruninu sú, að við komumst ekki af án þess að hafa starfhæft bankakerfi, stöðugt gengi, traustan gjaldmiðil og lága vexti? Er það ekki þetta sem rekur á eftir okkur að sækja um aðild að Evrópusambandinu og að taka upp evru? Við höfum fengið okkur fullsödd af því að vera leiksoppar í fjárhættuspili.

Þegar við lýsum væntingum af þessu tagi, fáum við venjulega það svar, að þetta séu draumórar um töfralausnir. Sjáið bara hvernig ástandið er í Austur-Evrópu: Samdráttur í þjóðarframleiðslu, þung skuldabyrði og vaxandi atvinnuleysi. Samt eru þessar þjóðir í Evrópusambandinu. Horfið á ástandið í Ungverjalandi sem dæmi. Ungverjaland samdi um inngöngu í Evrópusambandið árið 2004, en er eitt af ESB-ríkjunum, sem standa fyrir utan evrusvæðið.

Lesa meira

ÞEIM MUN VERRA – ÞEIM MUN BETRA

Margir hafa tilhneigingu til að trúa frekar málflutningi manna eins og Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra – af því að hann er ekki í framboði – fremur en síbylju pólitískra farandsölumanna, sem hafa hagsmuna að gæta í að fegra veruleikann (ef þú ert í stjórn), eða búa til ýkta hryllingsmynd (ef þú ert í stjórnarandstöðu).

Dæmi um ólíkan málflutning af þessu tagi – kortéri fyrir kosningar – eru annars vegar bjartsýnisboðskapur viðskiptaráðherrans í Mbl. á sumardaginn fyrsta, þar sem hann boðaði skjóta endurreisn; og hins vegar forspá formanns Framsóknarflokksins um yfirvofandi annað hrun. Við munum örugglega fá að vita, hvor hefur rétt fyrir sér – eftir kosningnar.

Lesa meira

In memoriam: DR. GÍSLI REYNISSON, COUNSUL GENERAL IN RIGA

Once upon a time Riga was the jewel of the Swedish crown – was the biggest town of the Swedish empire – bigger and richer than Stockholm – and the most powerful commercial center of the Hanseatic merchant league along the Baltic Sea. Still, they spoke German on the Stock Exchange.

Riga was the Hong Kong of Europe – an international trade center – through which the exports from the great Russian hinterland were transported to the markets of the great merchant cities of Lübeck, Copenhagen, Hamburg and Amsterdam; from which the industrial goods of Europe were brought back east. And where business blossoms, culture springs alive. It was in this city that Richard Wagner lived to become a world known composer, and Eisenstein, much later, laid the foundation for Soviet film making. Most cities on the Baltic coastline were – to tell the truth – mere provincial backwaters in comparison with the multinational culture that blossomed in Riga during her golden age.

Continue reading

Dr. Gísli Reynisson, ræðismaður – minning

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira

ENGIN FRAMTÍÐARSÝN – ENGIN PÓLITÍK

Veruleikafirrt kosningabarátta:
Tókuð þið eftir smáfrétt í hádeginu í dag? Ölgerðin hefur að undanförnu verið að reyna að ná samningum um markaðssetningu á íslenskum bjór á breska markaðnum. Sumir mundu halda að það væri, eins og sagt var í enskukennslubókunum í gamla daga, “to carry coal to Newcastle” – bjór til Bretlands!

En bíðið hæg: Eftirspurnin var næg, samstarfsaðilinn var fús og samkeppnishæfnin – lágt gengi krónunnar – í toppi. Samt gekk þetta ekki. Hvað var að? Vöntun á nothæfum gjaldmiðli, það er það sem var að. Hvorki seljandi né kaupandi treysti sér í fjárhættuspil með íslensku krónuna, eins og þeir orðuðu það sjálfir.Að vita ekki frá degi til dags, hvort evran kostar 88 krónur eða 250 krónur eða eitthvað þar á milli.

Lesa meira

DELORS´S BABY

The EEA-agreement is a product of the Cold War era. Five of us defined themselves as neutral or outside alliances. Two of us were NATO members, but suspicious of the European Union for different reasons.

We were small nations – in terms of population, but strong in terms of trade and economics. This awkward mix meant that we were marginal vis a vis the process of European integration. This gap had somehow to be bridged.

Jacques Delors – still today the greates tof the EU-presidents – was the consummate political fixer. In his time he had saved the Mitterand regime from floundering on the rocks of out-of-date economics. Now he proposed to square the circle with us.

Continue reading