Það eru því formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á tímabilinu frá einkavæðingu ríkisbanka fram að hruni, sem bera höfuðábyrgð á óförum þjóðarinnar nú. Samt sem áður geta jafnaðarmenn ekki látið eins og formaður Samfylkingarinnar hafi hvergi nærri komið þá átján mánuði sem hún framlengdi valdatímabil Sjálfstæðisflokksins. Við getum bara deilt um hlutföllin: Átján ár – átján mánuðir.
SAMVISKUSPURNING: Á AÐ GERA MINNI KRÖFUR TIL SJÁLFRAR SÍN EN ANNARRA?
Þótt forsætis- og fjármálaráðherrar beri stjórnskipulega höfuðábyrgð á efnahagsstefnunni, ber að hafa í huga að í íslenskum samsteypustjórnum eru það formenn samstarfsflokkanna sem eru valdamestir.