SAMVISKUSPURNING: Á AÐ GERA MINNI KRÖFUR TIL SJÁLFRAR SÍN EN ANNARRA?

Þótt forsætis- og fjármálaráðherrar beri stjórnskipulega höfuðábyrgð á efnahagsstefnunni, ber að hafa í huga að í íslenskum samsteypustjórnum eru það formenn samstarfsflokkanna sem eru valdamestir.

Það eru því formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á tímabilinu frá einkavæðingu ríkisbanka fram að hruni, sem bera höfuðábyrgð á óförum þjóðarinnar nú. Samt sem áður geta jafnaðarmenn ekki látið eins og formaður Samfylkingarinnar hafi hvergi nærri komið þá átján mánuði sem hún framlengdi valdatímabil Sjálfstæðisflokksins. Við getum bara deilt um hlutföllin: Átján ár – átján mánuðir.

Lesa meira

HÁDEGISFUNDUR

Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingafélag, heldur súpufund í hádeginu laugardaginn 14. febrúar kl. 12.00 á fyrstu hæð í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu.
Ræðumaður á fundinum verður: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrverandi formaður Alþýðuflokksins

Erindið nefnir hann :
80 daga stjórnin, fyrirburður eða framhaldslíf.

Til að ræða efnið verða líka
Valgerður Bjarnadóttir,
Vilhjálmur Þorsteinsson,
Eiríkur Bergmann og
Anna Pála Sverrisdóttir, en hún er formaður Ungra Jafnaðamanna.

Allt Samfylkingarfólk og annað áhugafólk um stjórnmál velkomið.

Stjórnin.

ALÞÝÐUFLOKKSRÆÐA JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR FLUTT Á FUNDI Í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGINU

Ágæti formaður. Ágætu jafnaðarmenn.

Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.
Það er ekki bjart umhorfs í okkar ranni þessi misserin. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldna eiga um sárt að binda í okkar þjóðfélagi. Þetta voru ekki náttúruhamfarir. Þetta var af mannavöldum. Og það er það sárasta.

Forsvarsmenn fyrrverandi ríksistjórnar létu löngum eins og Ísland hefði orðið fórnarlamb utanaðkomandi atburða heimskreppunnar. Og þetta hefði bara verið slys. Það lá við að þau gæfu í skyn að við ættum að hafa samúð með þeim fyrir að hafa lent í slysi. Ég er þannig innréttaður að ég hef meiri samúð með fórnarlömbum slysa en þeim sem ollu þeim.

Lesa meira

AÐ FALLA Á SJÁLFS SÍN BRAGÐI. SVAR VIÐ GREIN BJÖRNS BJARNASONAR SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU 9. FEBRÚAR 2009

Björn Bjarnason, alþm., sendir mér tóninn í Mbl. (10.02.09). Björn virðist hafa fengið síðbúna hugljómun. Allt í einu hefur það runnið upp fyrir honum að EES – samningurinn, sem samþykktur var á alþingi 13. jan. 1993, fyrir sextán árum, sé orsök bankahrunsins í október árið 2008.

Björn virðist hafa gleymt því að hann samþykkti sjálfur þennan þjóðarvoðasamning á alþingi með atkvæði sínu.Og ekki nóg með það. Í tímaritsgrein í Þjóðmálum, málgagni nýfrjálshyggjumanna í mars 2007, segist hann sjálfur hafa borið alla ábyrgð á því, sem formaður utanríkismálanefndar, að hafa keyrt EES samninginn í gegnum þingið. Þar fór í verra. Hrun bankakerfisins árið 2008 er sumsé Birni Bjarnasyni að kenna, að hans eigin sögn!

Lesa meira

Fylgt úr hlaði

Hrun efnahagslífsins, drápsklifjar skulda sem sliga fyrirtæki og fjölskyldur og hættuástandið sem vakir við hvert fótmál út af hrösulum gjaldmiðli, leitar sterkt á huga allra Íslendinga þessi misserin. Mér rennur blóðið til skyldunnar eins og öðrum að reyna að átta mig á, hversu alvarlegt áfallið er og hvaða leiðir eru helst færar út úr ógöngunum. Það vantar ekki að það er gríðarleg hugmyndaleg gerjun allt um kring, en í og með þess vegna er athygli manna hvikul og kjarni málsins vill stundum týnast í tilfinningalegu umróti.

Þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF/AGS) eru tvö hrikaleg vandamál óleyst, skuldabyrðin og gjaldmiðilsvandinn. Bæði eru þessi mál þess eðlis að islenska þjóðin fær ekki við þau ráðið ein og óstudd.

Lesa meira

SAMNINGAR VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ ERU LYKILLINN AÐ LAUSN VANDANS

Hvernig getum við komið hjólum atvinnulífsins aftur á fullt með 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota, óstarfhæfa banka og vaxtastig lána vel yfir 20%, sem sogar til sín það litla sem eftir er af lausafé fyrirtækja? Hvernig getum við aflað gjaldeyris til að borga niður skuldir okkar þegar verð á útflutningsafurðum (fiski og áli) fer hríðlækkandi vegna áhrifa heimskreppunnar og við þurfum að notast við gjaldmiðil sem er í gjörgæslu og samkvæmt skilgreiningu ónothæfur í milliríkjaviðskiptum?
Spurningarnar lýsa kjarna þess vanda sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir.

Það þolir enga bið að gera nýju bankana starfhæfa. Viðbárur eins og þær að eignamat þeirra taki enn langan tíma verða einfaldlega ekki lengur teknar gildar. Það er hlutverk nýs viðskiptaráðherra að binda endi á biðstöðuna. Hann nýtur trausts til þess að finna þau úrræði sem duga. Hér má engan tíma missa. Skuldastaðan og vextirnir þýða að ný ríkisstjórn verður þegar í stað að óska eftir endurskoðun á forsendum og framkvæmd aðgerðaáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF-AGS).

Lesa meira

FRAMTÍÐARSÝN

Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið stjórnarráðið eftir 18 ára slímusetu hefur hann um leið kollvarpað þrálátum goðsögnum um hlutverk flokksins í íslenskum stjórnmálum.

Sú fyrsta er að Sjálfstæðisflokkurinn sé forystuflokkur íslenskra stjórnmála. Það ber ekki vott um mikla forystuhæfileika að geta ekki á 14 árum gert upp hug sinn til stærsta viðfangsefnis samtímans, sem er aðild Íslands að Evrópusambandinu. Óttinn við klofning flokksins hefur lamað flokksforystuna og gert hana óstjórnhæfa.

Lesa meira

THE INTERNATIONAL FINANCIAL CRISIS: THE CASE OF ICELAND – ARE THERE LESSONS TO BE LEARNT

The text of this working-paper is an elaborated version of a lecture given by the author at a seminar held by the Faculty of Law and Economics of the Friedrich Schiller University at Jena in Türingen in Germany November 27, 2008.

The text has been revised to bring it up to date as of end of year 2008.

The text of this working-paper is an elaborated version of a lecture given by the author at a seminar held by the Faculty of Law and Economics of the Friedrich Schiller University at Jena in Türingen in Germany November 27, 2008. The text has been revised to bring it up to date as of end of year 2008.

Continue reading