Í TILEFNI AF SJÖTUGS AFMÆLIS JÓN BALDVINS HANNIBALSSONAR. VIÐTAL KOLBRÚNAR BERGÞÓRSDÓTTUR VIÐ JBH SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU ÞANN 21. FEBRÚAR 2009.

Það vakti mikla athygli þegar Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því yfir að hann myndi bjóða sig fram til formanns Samfylkingar viki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki úr sæti formanns.

Þegar Jón Baldvin er spurður hvort hann standi enn við þessa yfirlýsingu sína svarar hann: „Við skulum ræða um foringja og ábyrgð og alvöru málsins. Ég heimsótti son minn til Afríku síðastliðið sumar og fór með honum í þorp á þurrkasvæðum. Þar hitti ég særingameistara sem á að hafa ítök hið efra til að sjá um að nógu mikið rigni úr himinhvolfinu til að koma í veg fyrir að jörðin skrælni, uppskeran bregðist, búsmalinn falli og hungursneyð verði í landinu. Þarna hafa verið miklir þurrkar í tvö ár og ég sá í augum hans að hann óttaðist það að ef ekki færi að rigna þá myndi hann ekki kemba hærurnar sem trúnaðarmaður fólksins. Svona er ábyrgin í frumstæðum þjóðfélögum og svona er ábyrgðin í lýðræðinu hjá okkur. Þeir sem sækjast eftir umboði fólks til að stjórna eiga að bera ábyrgð. Ef þeir vinna verk sín vel svo fólki vegni vel þá geta þeir gert sér vonir um endurkjör. En ef þeim mistekst, ég tala ekki um mistekst hrapalega, þá eru þeir eru ekki á vetur setjandi.

Lesa meira

SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF – OG ÞAR LAGÐIST LÍTIÐ FYRIR KAPPANN

Það var smáfrétt í vikunni að Jón Magnússon, sem kosinn var á þing í seinustu kosningum fyrir Frjálslynda flokkinn, hefði loksins ratað aftur heim til íhaldsins eftir átján ára pólitíska vosbúð. Það eina sem sætir tíðindum við þetta er tímasetningin. Gleymd er öll gagnrýni á Sjáflstæðisflokkinn út af gjafakvótum, og annarri kerfislægri spillingu sem hefur eitrað útfrá sér um allt þjóðfélagið í skjóli Eimreiðarklíkunnar eftir að hún náði völdum í flokki og landi. Þessi misserin eru Íslendingar einmitt að upplifa afleiðingarnar af valdatöku og valdbeitingu þessa hóps s.l. átján ár.

Listinn lítur svona út: Gjaldmiðillinn er hruninn. Fjármálakerfið er hrunið. Um 70% fyrirtækjanna í landinu eru tæknilega gjaldþrota. Himinháir stýrivextir munu ganga frá þeim fyrirtækjum sem enn hanga uppi á næstu mánuðum eða misserum að óbreyttu. Fréttir dagsins frá innheimtulögfræðingum, kollegum Jóns, eru þær að 10 fyrirtæki muni verða gjaldþrota á dag út þetta árið. Atvinnuleysingjar teljast nú 15000. Það er eini þjóðfélagshópuinn sem er í örum vexti. Erlendar skuldir heimilanna hafa tvöfaldast á sama tíma og íbúðarverð er í frjálsu falli. Skuldugasti hópurinn – unga fólkið undir 35 ára aldri – er í biðröð í atvinnuleit í útlöndum. Landflótti í stórum stíl er fyrirsjáanlegur og óhjákvæmilegur. Þeirra sem eftir sitja og ætla að reyna að þrauka bíður að bera níðþunga skatta á næstu árum um leið og velferðakerfið verður skorið inn að beini. Loks hefur þjóðin glatað því eina sem hún átti og mölur og ryð fær ekki grandað – nefnilega mannorðinu.

Lesa meira

SNÚIÐ ÚT ÚR SNÆVARR

Árni Snævarr birtir snaggaralegan pistil á heimasíðu sinni (15.02.) þar sem hann tekur undir málflutning minn í ræðu (hjá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, 14.02.) og riti (í opnugrein í Mbl. 17.02.) um það að núverandi formaður Samfylkingarinnar geti ekki verið trúverðugur foringi í augum kjósenda í uppbyggingarstarfinu sem framundan er, vegna ábygðar sinnar á hruninu í tíð fyrri ríkisstjórnar. Satt að segja fyrirfinnst varla nokkur maður sem andmælir þessu sjónarmiði með haldbærum rökum (þótt ýmir láti ergelsi út af þessum óþægilegum staðreyndum hlaupa með sig í gönur).

Ég hef bara þrjár athugasemdir að gera við skrif Árna:

Lesa meira

SAMVISKUSPURNING: Á AÐ GERA MINNI KRÖFUR TIL SJÁLFRAR SÍN EN ANNARRA?

Þótt forsætis- og fjármálaráðherrar beri stjórnskipulega höfuðábyrgð á efnahagsstefnunni, ber að hafa í huga að í íslenskum samsteypustjórnum eru það formenn samstarfsflokkanna sem eru valdamestir.

Það eru því formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á tímabilinu frá einkavæðingu ríkisbanka fram að hruni, sem bera höfuðábyrgð á óförum þjóðarinnar nú. Samt sem áður geta jafnaðarmenn ekki látið eins og formaður Samfylkingarinnar hafi hvergi nærri komið þá átján mánuði sem hún framlengdi valdatímabil Sjálfstæðisflokksins. Við getum bara deilt um hlutföllin: Átján ár – átján mánuðir.

Lesa meira

HÁDEGISFUNDUR

Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingafélag, heldur súpufund í hádeginu laugardaginn 14. febrúar kl. 12.00 á fyrstu hæð í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu.
Ræðumaður á fundinum verður: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrverandi formaður Alþýðuflokksins

Erindið nefnir hann :
80 daga stjórnin, fyrirburður eða framhaldslíf.

Til að ræða efnið verða líka
Valgerður Bjarnadóttir,
Vilhjálmur Þorsteinsson,
Eiríkur Bergmann og
Anna Pála Sverrisdóttir, en hún er formaður Ungra Jafnaðamanna.

Allt Samfylkingarfólk og annað áhugafólk um stjórnmál velkomið.

Stjórnin.

ALÞÝÐUFLOKKSRÆÐA JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR FLUTT Á FUNDI Í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGINU

Ágæti formaður. Ágætu jafnaðarmenn.

Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.
Það er ekki bjart umhorfs í okkar ranni þessi misserin. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldna eiga um sárt að binda í okkar þjóðfélagi. Þetta voru ekki náttúruhamfarir. Þetta var af mannavöldum. Og það er það sárasta.

Forsvarsmenn fyrrverandi ríksistjórnar létu löngum eins og Ísland hefði orðið fórnarlamb utanaðkomandi atburða heimskreppunnar. Og þetta hefði bara verið slys. Það lá við að þau gæfu í skyn að við ættum að hafa samúð með þeim fyrir að hafa lent í slysi. Ég er þannig innréttaður að ég hef meiri samúð með fórnarlömbum slysa en þeim sem ollu þeim.

Lesa meira

AÐ FALLA Á SJÁLFS SÍN BRAGÐI. SVAR VIÐ GREIN BJÖRNS BJARNASONAR SEM BIRTIST Í MORGUNBLAÐINU 9. FEBRÚAR 2009

Björn Bjarnason, alþm., sendir mér tóninn í Mbl. (10.02.09). Björn virðist hafa fengið síðbúna hugljómun. Allt í einu hefur það runnið upp fyrir honum að EES – samningurinn, sem samþykktur var á alþingi 13. jan. 1993, fyrir sextán árum, sé orsök bankahrunsins í október árið 2008.

Björn virðist hafa gleymt því að hann samþykkti sjálfur þennan þjóðarvoðasamning á alþingi með atkvæði sínu.Og ekki nóg með það. Í tímaritsgrein í Þjóðmálum, málgagni nýfrjálshyggjumanna í mars 2007, segist hann sjálfur hafa borið alla ábyrgð á því, sem formaður utanríkismálanefndar, að hafa keyrt EES samninginn í gegnum þingið. Þar fór í verra. Hrun bankakerfisins árið 2008 er sumsé Birni Bjarnasyni að kenna, að hans eigin sögn!

Lesa meira