(1) að hemja ofurvöxt bankanna, (2) að knýja LÍ til að breyta Icesave í dótturfélag á ábyrgð breskra og hollenskra yfirvalda, (3) að knýja bankana, a.m.k. þann sem hafði 85% starfseminnar á evrusvæðinu til að flytja höfuðstöðvar sínar þangað, (4) að sækja um aðild að ESB með það að markmiði að binda krónuna við evru til skamms tíma og láta svo evruna leysa krónuna af hólmi. Þessar ráðstafanir (og fleiri í svipuðum dúr) hefðu áreiðanlega afstýrt kerfis- og gjaldmiðilshruni. Þar með er ekki sagt að einstaka fjármálastofnanir hefðu ekki lent í kröggum, né heldur hefði Ísland sloppið við afleiðingar alþjóðakreppunnar, sem nú gengur yfir. En það ástand hefði verið viðráðanlegt.
HVER Á HVAÐ OG HVAÐ ER HVURS? Svar til Þorbjörns
Heill og sæll, Þorbjörn
Ég er sammála þér um það, að kerfis- og gjaldmiðilshrunið á Íslandi var fyrirsjáanlegt og fyrirbyggjanlegt, ef tekið hefði verið í taumana í tæka tíð. Hvaða úrræði voru tiltæk?