Venjulegu fólki, sem kallast svo, af því að það telst vera með óbrjálaða dómgreind og hefur orðið fyrir barðinu á afleiðingum ofangreindrar kenningar, finnst þvert á móti, að þeir einir komi ekki til álita til að stýra Seðlabanka Íslands, sem bera ábyrgð á því, hvernig komið er fyrir orðspori bankans og örlögum þjóðarinnar.
ÖFUGMÆLI
Sú kenning nefndar um hæfi umsækjenda um starf seðlabankastjóra, að þeim einum sé treystandi til verksins, sem geta a.m.k. sannað (með)höfundarrétt á peningamálastefnu, sem hefur kollvarpað fjármálalegum stöðugleika heils hagkerfis, eða starfað möglunarlaust í mörg ár að því að keyra seðlabanka í þrot – hlýtur að teljast í besta falli nýstárleg og í þeim skilningi sérkennilegt framlag til fræðanna.