Það var ekkert “regluverk Evrópusambandsins” , sem tók ákvörðun um að stofna útibú Landsbankans fyrir sparifjárinnistæður í Bretlandi og Hollandi á árunum 2006-08. Regluverk taka ekki ákvarðanir. Þeir sem tóku þá örlagaríku ákvörðun voru bankastjórnar Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, á ábyrgð formanns bankaráðsins og varaformanns, þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar. Allt eru þetta dyggir sjálfstæðismenn, Kjartan m.a.s. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, svo lengi sem elstu menn muna.
ÓFYRIRGEFANLEGT?
Tilraun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fv. menntamálaráðherra, til að varpa sök af Icesave-reikningnum af forystu Sjálfstæðisflokksins yfir á aðra (sjá: “Á að semja um Icesave?”, Mbl., 13.06.) kallar að lágmarki á eftirfarandi leiðréttingar: