Þessar upplýsingar komu fram í gær (10.03.) á reglulegum blaðamannafundi forsætis- og fjármálaráðherra. Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnagrunni um fjármál heimilanna, sem Seðlabankinn hefur dregið saman með heimild persónuverndar. Í gagnagrunninum koma fram sundurliðaðar upplýsingar um tekjur og gjöld, eignir og skuldir, greiðslubyrði lána, vanskil o. fl. Tilvist þessa gagnagrunns auðveldar ákvarðanatöku um varnaraðgerðir varðandi fjárhagsvanda heimilanna í landinu.
SKULDAVANDI HEIMILANNA: LEITIN AÐ LAUSNUM
Það eru 80 þús. heimili í landinu. Eftir gengishrunið og verðbólguskotið í framhaldinu er svo komið að um fjórtán þúsund heimili eiga ekki eignir fyrir skuldum (18%). Fimmtungur heimilanna í landinu – um 16 þús. heimili – til viðbótar nálgast hratt að lenda í þessari stöðu. Það er því hvorki meira né minna en um 30.000 heimili sem eru á hættusvæði og þurfa á hjálp að halda.