Þegar við gengum frá borði niður landganginn, beið þar mikilúðlegur maður og dreif okkur inn í amríska límúsínu, eins og um opinbera heimsókn væri að ræða. Þessi höfðingi hét Sigursteinn Magnússon, umboðsmaður SÍS í Evrópu og ræðismaður íslenska lýðveldisins á Skotlandi. Hannibal hafði þá haft spurnir af laumufarþegum um borð í Gullfossi og beðið gamlan glímufélaga sinn frá Akureyri að líta til með þeim.
MAGNÚS MAGNÚSSON – MINNING
Að áliðnu hausti árið 1958 – fyrir hartnær hálfri öld – strukum við Bryndís einn góðan veðurdag í dagrenningu um borð í gamla Gullfoss. Við stungum af frá foreldrum og aðstandendum á vit frelsisins. Ég var á leið til Edinborgar að læra til forsætisráðherra. Hún var á leið til Parísar að nema frönsku og lífskúnst. Leiðir okkar skildi í Leith, hinni lágreistu hafnarborg höfuðborgar Skotlands.