Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í þessu máli. Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, heldur forvera hennar. Stjórnarandstaðan (að Borgarahreyfingunni undanskilinni) ætti því að sjá sóma sinn í að þegja. Og að hafa hægt um sig á næstunni.
AF SKÚRKUM OG FÓRNARLÖMBUM ICESAVE-MÁLSINS
VEI YÐUR, ÞÉR HRÆSNARAR.
Hvað svo sem mönnum finnst um samningsniðurstöðuna í Icesave-málinu, þá er eitt víst: Stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn, ættu síst af öllum að þykjast þess umkomnir að gagnrýna núverandi ríkisstjórn, hvað þá heldur núv. fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon, fyrir að hafa haldið illa á málum eða fyrir að hafa lagt drápsklyfjar á þjóðina að ósekju.