Þú hefur þegar tekið að þér að leiða minnihlutastjórn SF og VG fram að kosningum. Í því felst að þar með hefur þú í reynd einnig tekið að þér það hlutverk að leiða Samfylkinguna í kosningabaráttunni. Enginn véfengir að í þessum erfiðu verkum nýtur þú óskoraðs trausts samherja þinna og meirihluta þjóðarinnar.
Um formannskjör í Samfylkingu: OPIÐ BRÉF TIL JÓHÖNNU
Frá Jóni Baldvini Hannibalssyni
Í framhaldi af þeirri ákvörðun Inigibjargar Sólrúnar Gísladóttur að draga sig í hlé frá stjórnmálum um sinn a.m.k., er ljóst að landsfundur SF verður að velja flokknum nýjan formann í aðdraganda kosninga til næstu tveggja ára.