ÞRÖSTUR ÓLAFSSON

Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.

Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.

Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!

UM KRIST OG KARL MARX. Svar til Arnórs Hannibalssonar

Það var Karl Marx, sem opnaði augu mín fyrir því eðli kapítalismans að beita valdi auðsins til að arðræna fátækt fólk og umkomulaust. Item, að samkeppnin um gróðann þýddi, að auðurinn mundi safnast á fáar hendur, á sama tíma og hinn stritandi lýður mundi búa við skort og harðræði. Í þessum punkti hafði Marx rétt fyrir sér. Þetta er raunsönn lýsing á ástandi heimsins enn í dag. Og ætti að hvetja alla góða menn til dáða við að koma böndum á ófreskjuna – kapítalismann – áður en verra hlýst af.

UM BRIGSL OG VÍXL : Svar til Sigurðar Líndal

“Allir þeir lögfræðingar, sem ég hef rætt við eru sammála um, að
ábyrgð ríkissjóðs Íslands (á Icesave-reikningnum) nái ekki lengra en
tryggingarsjóður innstæðueigenda getur staðið undir.”
Ármann Kr. Ólafsson, alþm., 30. okt., .2008

“Allir lögfræðingar, sem ég talaði við, töldu, að þetta væri bindandi,
að við yrðum að borga (20.887 evrur)”
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði, 27. nóv., 2008

Sagt er, að landamerkjadeilur og lagaþras sé eins konar þjóðaríþrótt landans. Ég viðurkenni fúslega, að þetta getur verið skondin íþrótt upp að vissu marki – allavega finnst iðkendunum það oftast nær sjálfum. En ef þrasið snýst upp í hártoganir og útúrsnúninga um aukaatriði, getur gamanið farið að kárna. Þrasið umhverfist þá í merkingarlítið stagl um aukaatriði, sem kemur engum að gagni.

ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ

Í grein sinni: “Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu,” sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, s.l., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.

UM SMJÖRKLÍPUKENNINGUNA OG SEÐLABANKASTJÓRANN

Drottningarviðtal Agnesar við Davíð í Sunnudagsmogga (5. júlí) gefur tilefni til að rifja upp söguna af ömmu Davíðs og kettinum hennar. Í Hvítbók Einars skálds Más er að þessu vikið (sjá bls. 104). Þannig var að kötturinn hennar ömmu vildi stundum ráðast á fugla og veiða mýs og gat verið grimmur og úrillur, en þá greip amma Davíðs til þess ráðs að klína smjöri á rófu hans. Síðan segir:

BANANALÝÐVELDI?

Það er ástæða til að vekja athygli á lítilli frétt hjá RÚV í hádeginu í gær, laugardag. Fréttin er svohljóðandi:

“Bandaríski milljarðamæringurinn, Allen Stanford, situr nú á bak við lás og slá, en í gær var hann ákærður fyrir stórfelld fjársvik og peningaþvætti. Segja saksóknarar, að alþjóðlegt fjármálaveldi Stanfords hafi í rauninni ekki verið annað en stórfellt pýramídasvindl.

AF SKÚRKUM OG FÓRNARLÖMBUM ICESAVE-MÁLSINS

VEI YÐUR, ÞÉR HRÆSNARAR.
Hvað svo sem mönnum finnst um samningsniðurstöðuna í Icesave-málinu, þá er eitt víst: Stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn, ættu síst af öllum að þykjast þess umkomnir að gagnrýna núverandi ríkisstjórn, hvað þá heldur núv. fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon, fyrir að hafa haldið illa á málum eða fyrir að hafa lagt drápsklyfjar á þjóðina að ósekju.