ÞRÖSTUR ÓLAFSSON
Ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Inn á svart/hvítan sjónvarpsskjáinn ruddist allt í einu maður með allt fráflakandi – byltingarmaðurinn bindislausi frá Berlín – eins og Alþýðublaðið uppnefndi hann forðum daga.
Rudi Dudscke Íslands og Cohn-Bendit –muniði ennþá eftir þessum gæjum – í einni og sömu persónunni? Stúdentabyltingin holdi klædd var komin til Íslands.
Sjá roðann í Austri, hann brýtur sér braut
fram bræður – það dagar nú senn!