VIÐ BROTTFÖR HERSINS: SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKISSTEFNA?

Brottför bandaríska hersins af íslandi þann 30. sept. s.l. markar tímamót í Íslandssögunni. Vera hersins á Íslandi klauf þjóðina þegar í tvær andstæðar fylkingar. Samkomulag núverandi ríkisstjórnar við Bandaríkjastjórn um það sem við tekur er, að mati greinarhöfundar, ekki frambúðarlausn. Samkomulagið vekur í reynd fleiri spurningar en það svarar um öryggismál þjóðarinnar í framtíðinni.

Brottför hersins markar þáttaskil. Við erum nú að byrja nýjan kafla í Islandssögunni. Íslendingar þurfa að taka öryggis- og varnarmál þjóðarinnar í framtíðinni til gegngerrar endurskoðunar. Ytri aðstæður og viðhorf í heimsmálum eru nú öll önnur en var, þegar núverandi fyrirkomulag var mótað. Nú þurfum við sameiginlega að leita svara við þeirri spurningu, hvar Íslendigar eigi heima í fjölskyldu þjóðanna í framtíðinni að loknu köldu stríði andstæðra hugmyndakerfa. Þau Bandaríki,sem nú bjóða heiminum birginn, eru öll önnur en þau, sem voru “vopnabúr lýðræðisins” á árum seinni heimsstyrjaldar. Samrunaferlið í Evrópu hefur gerbreytt heimsmyndinni í okkar heimshluta. Í ljósi þessara og annarra breytinga í umhverfi okkar, þurfum við nú að hugsa ráð okkar upp á nýtt. Þeirri umræðu verður ekki slegið á frest. Þessi grein, og önnur í framhaldinu, eru framlag höfundar til til þeirrar umræðu.

Lesa meira

SMALL NATIONS IN THE ERA OF GLOBALIZATION HOW ARE THEY DOING?

What is the status of small nations in the era of globalization? How are they doing? What are their prospects? Are they doing better or worse than the so called major states? Are they doing better or worse than they did in the 20th C; in the bi-polar world of the cold war or in the inter- war period, under the shadow of the totalitarian menace of military conquest?
As a former Minister for Foreign Affairs and an ambassador of a small state, Iceland, I wish to use this opportunity to share with you my thoughts on this subject. As citizens of a small state, celebrating the 15th anniversary of your restored independence, this is hopefully a matter of mutual interest.

1.
As a matter of fact I have recently started a new career as a visiting scholar at two universities in Iceland where one of my courses has to do with the question of the capacity of small states to take care of their vital interests, such as security and business interests, in the international system.

Continue reading

ÚR FELUM

Geimvera, sem fengi það óöfundsverða hlutverk að fylgjast með borgarstjórnarkosningum í Reykjavík vorið 2006 og að senda skýrslu til geimkynnis síns, mundi trúlega eiga bágt með að fatta fídusinn í sjónarspilinu. Geimveran mundi álykta sem svo, að ritstjóri Morgunblaðsins væri fylgismaður Fidels Castro í heilögu stríði gegn fákeppnisklíku auðvaldsins. Og að nánustu bandamenn hans væri að finna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, undir forystu velviljaðs öldungs að nafni Vilhjálmur. Geimveran sæi í hendi sér, að þessi góði flokkur mætti ekkert aumt sjá og æli einkum önn fyrir börnum, konum, öldruðum og öryrkjum. Þetta bágstadda fólk ætti hins vegar undir högg að sækja hjá atvinnumiðlun Framsóknarflokksins ehf. , sem hefði lagt undir sig Heilbrigðisráðuneytið til þess að herja þaðan á varnarlaust fólk. Áróðursbæklingar Sjálfstæðisflokksins, leiknar sjónvarpsauglýsingar og annað kruðerí, litverpt úr bláu í bleikt, mundi styrkja geimveruna í þessum söguskilningi.

Höfundur velferðarríkisins.

Allar efasemdir hefðu svo horfið úr huga geimverunnar við að heyra Kjartan Gunnarsson, fjárfesti, (sem stýrði Sjálfstæðisflokknum og Landsbankanum um skeið í aukavinnu) upplýsa almenning um það í útvarpsþætti í vikulokin, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fundið upp velferðarríkið.

Lesa meira

HVERJIR ERU ÞESSIR ÍSLENDINGAR?

Hverjir eru þessir Íslendingar, og hvaðan koma þeir? Íslendingar geta státað af því, umfram flestar aðrar þjóðir, að eiga skráðar heimildir um fund landsins og landnám á 9du og 10du öld. Þetta gerist á útþensluskeiði norrænna manna, sem við köllum Víkingaöld, u.þ.b. 800-1190, ef fall Dyflinar sem víkingavirkis árið 1190 er talið tákna lok þess tímabils. Á Víkingaöld leituðu norrænir menn út frá meginlandi Skandínavíu austur og vestur og jafnvel suður á bóginn inn í veröld Miðjarðarhafsins. Sókn þeirra yfir Atlantshafið í áföngum með fundi og landnámi Færeyja, Íslands, Grænlands og loks meginlands Norður-Ameríku um árið 1000, var afrek, sem færði út landamæri hins þekkta heims þeirrar tíðar, hálfu árþúsundi á undan Kólumbusi. Ógrynni heimilda hafa varðveist, þ.á.m. í Íslendingasögum, um samskipti norrænna manna, misjafnlega friðsamleg, og hinna ýmsu ættbálka handan Eystrasalts, sem nú byggja þau lönd, sem við köllum Finnland, Eistland, Lettland og Litháen og inn í Rússland og Úkraínu. Lívónía, Kúrland og Kænugarður eru kunnuglegt sögusvið í Íslendingasögum.

Víkingar sóttu í vesturveg til skosku eyjanna, inn í Skotland og Írland og til Englands og stofnuðu reyndar víkingaríki í Normandí í Frakklandi. Vilhjálmur hinn sigursæli, sem seinustum manna heppnaðist innrás í England árið 1066, var beinn afkomandi Göngu-Hrólfs, stofnanda víkingaríkisins í Normandí. Tæknikunnátta við skipasmíði, sjómennskureynsla og siglingakunnátta tryggði víkingum yfirburði umfram aðra á þeim tíma. Það voru þessir tæknilegu yfirburðir, sem gerðu víkingum kleift að stunda úthafssiglingar á Atlantshafi og brúa þannig bilið milli Evrópu og Ameríku í fyrsta sinn, svo vitað sé.

Lesa meira

ALÞÝÐUFLOKKURINN 90 ÁRA

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þær þjóðir einar, sem gefa fjármagnseigendum lausan tauminn,geti spjarað síg í hinu hnattræna hagvaxtarkapphlaupi. Það megi ekki íþyngja þeim um of með afskiptasemi og sköttum, því að þeir kunni að fyrtast við og fara. Þar með væri hagvöxturinn í hættu og um leið atvinna og afkoma almennings. Þeim þjóðum gangi hins vegar allt í haginn, sem dansa eftir töfraflautu fjármagnsins, lækka skatta, einkavæða ríkisfyrirtæki og þjónustu og láta af óþarfa afskiptasemi og eftirliti.
Það fylgir sögunni, að það sé engra annarra kosta völ. “Take it or leave it”, eins og þeir segja á máli villta vestursins.

1.
Þannig hljóðar í stuttu máli erkibiskupsboðskapur nýfrjáls-hyggjunnar, sem stundum er kenndur við höfuðstöðvar hennar og kallast þá “Washington – vizkan”. Boðskapurinn er einatt settur fram, eins og hann væri óumdeild niðurstaða vísindalegra rannsókna. Samt er hann boðaður af ákefð heittrúarmannsins. Þetta trúboð hefur tröllriðið heimsbyggðinni s.l. tvo áratugi. Hinum trúuðu er heitið sæluvist þegar í þessu lífi, en efasemdarmönnum er hótað hörðu í hagvaxtarlausum heimi.

Lesa meira

ÚKRAÍNA

Ukraína er á krossgötum. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um pólitískan vilja þeirra til að Ukraína skipi sér í raðir evrópskra lýðræðisríkja (með aðild að EU og NATO) eru engar raunhæfar líkur á að það gerist í bráð. Þrettán ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði 1991. Árangurinn er í besta falli ójafn, í versta falli hörmulegur. Um margt svipar þróuninni meira til Rússlands en til Mið- og Austurevrópuríkja eða til Eystrasaltsríkjanna. Ukraína nær ekki framhaldseinkunn á neinn þeirra mælikvarða, sem Evrópusambandið og NATO setja að skilyrði fyrir inngöngu. En þeir eru: Fjölflokkalýðræði með frjálsum kosningum og frjálsum fjölmiðlum; réttarríki með sjálfstæðum dómstólum, opið hagkerfi þar sem ríkir markaðssamkeppni skv. viðurkenndum leikreglum. Ekkert af þessu hefur náð að dafna í Ukraínu, og á sumum sviðum er um að ræða afturför frá umbótatímabilinu í upphafi 1991.

Lýst eftir stefnu

Við þessar kringumstæður er alvarleg hætta á, að Evrópusambandið og Bandaríkin gefi Ukraínu upp á bátinn sem vonlaust tilfelli. Bandaríkjamenn sýndu Ukraínu að vísu mikinn áhuga á árunum 1991-2 til 1996, meðan þeir voru að ná samningum um aftengingu vetnisvopnabúrs Ukraínumanna eða um framsal þess til Rússa.

Lesa meira

UM SAMKEPPNISHÆFNI ÞJÓÐA

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns. Þetta er kjarninn í kennisetningum frjálshyggjunnar. Við verðum að hlú að fjármagninu. Annars gæti það fyrtst og flúið þangað, sem betur er að því búið. Eftir sæti þá hnipin þjóð í vanda. Hagvöxtur mundi daprast, störfum fækka, atvinnuleysi héldi innreið sína.

Samkvæmt fagnaðarerindinu skal markaðurinn ríkja frjáls. Þá mun allt annað veitast yður: Hagvöxtur, erlendar fjárfestingar, nýsköpun og auðsköpun. Að vísu mun auðurinn safnast á fáar hendur. En hafið ekki áhyggjur: Molarnir munu um síðir hrjóta af borðum hinna ríku. Hafið því biðlund. Alla vega er engra annarra kosta völ: Velferðarríkið, með sín miklu ríkisafskipti og háu skatta, er dauðadæmt.

Lesa meira

ÞEGAR Á REYNIR

Ég tek eftir því, að vinur minn Sighvatur Björgvinsson, birtir grein á heimasíðu formanns Samfylkingarinnar honum til stuðnings í yfirstandandi formannskjöri. Þar með þykir það ekki tiltökumál, þótt sendiherra fjalli opinberlega um formannskjör í flokki sínum – ef þeir styðja Össur. Þá hlýtur það að gilda jafnt um aðra formannsframbjóðendur. Jafnræðisreglan blífur, ekki satt?

Sighvatur lýsir áhyggjum sínum af því að formannskjör kunni að skaða flokkinn. Þá hefur hann sjálfsagt í huga bitra reynslu af slíkum átökum í Alþýðuflokknum fyrr á tíð. Átökin milli Héðins og Jóns Baldvinssonar og Hannibals og Stefáns Jóhanns enduðu með klofningi. Hreyfing íslenskra jafnaðarmanna galt þeirra um langa hríð. Fleiri dæmi mætti nefna. Slík átök eru víti til að varast.

Lesa meira

BANDALAGSÞJÓÐ ÍSLENDINGA Á ÖÐRU FRAMFARASKEIÐI Arnold Ruutel, forseti Eistlands, í opinberri heimsókn á Íslandi

Þann 20. apríl s.l. var þjóðfáni Eista og annarra Eystrasalts- og Austur Evrópuþjóða dreginn að hún í aðalstöðvum NATO í Brussel. Og fyrir þremur dögum var sambærileg athöfn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í höfuðborg Evrópu. Þar með hafði megin markmiðum þessara þjóða um að sameinast á ný þjóðafjölskyldu Evrópu verið náð.

Þessir dagar voru sannkallaðir þjóðhátíðardagar í Tallinn, Riga og Vilnius. Þar með eru Eistar, Lettar og Litháar orðnir bandalagsþjóðir okkar Íslendinga í Atlanzhafsbandalaginu og samstarfsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi árangur hefur náðst aðeins þrettán árum eftir að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði þessara þjóða í ágúst 1991.Þar með er martröð seinni heimstyrjaldarinnar og hálfrar aldar nauðungarvistar í þjóðafangelsi Sovétríkjanna lokið og framtíðaröryggi tryggt, eins og það best getur orðið í ótryggri veröld.

Lesa meira

VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS, GUÐINN SEM BRÁST

Haustið 2002 sótti ég málþing í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington undir heitinu: Secretary´s Forum. Gestgjafinn var Colin Powel, utanríkisráðherra, sem kynnti gestafyrirlesarann, Dr. Jeffrey Sachs, prófessor, nokkrum vel völdum orðum. Dr. Sach hefur á s.l. 20 árum verið ráðunautur ríkisstjórna um efnahagsþróun og hagstjórn í S-Ameríku, A-Evrópu, Asíu og Afríku. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafði þá nýlega skipað Dr. Sach ráðgjafa sinn um að hrinda í framkvæmd loforðum þjóðarleiðtoga heimsins um að uppræta örbirgð í heiminum að hálfu fyrir 2015.

Þetta var rúmu ári eftir 11. september, 2001. Árás hryðjuverkamanna á tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Bush, Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir allsherjarstríði á hendur hryðjuverkamönnum um leið og hann sagði íbúum heimsins, að annað hvort stæðu þeir með Bandaríkjamönnum, eða þeir væru með hryðjuverkamönnunum. Þar væri engin millileið. Í Bandaríkjunum ríkti óttablandið andrúmsloft. Menn kepptust hver um anna þveran að sanna þjóðhollustu og föðurlandsást; þjóðfáninn blakti við hún út úr hverjum glugga, og enginn dirfðist að gagnrýna forsetann af ótta við að vera brugðið um óþjóðhollustu, linkind eða jafnvel landráð. Það er að segja, allir nema einn: Dr. Sach.

Lesa meira