Þessir dagar voru sannkallaðir þjóðhátíðardagar í Tallinn, Riga og Vilnius. Þar með eru Eistar, Lettar og Litháar orðnir bandalagsþjóðir okkar Íslendinga í Atlanzhafsbandalaginu og samstarfsaðilar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi árangur hefur náðst aðeins þrettán árum eftir að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði þessara þjóða í ágúst 1991.Þar með er martröð seinni heimstyrjaldarinnar og hálfrar aldar nauðungarvistar í þjóðafangelsi Sovétríkjanna lokið og framtíðaröryggi tryggt, eins og það best getur orðið í ótryggri veröld.
BANDALAGSÞJÓÐ ÍSLENDINGA Á ÖÐRU FRAMFARASKEIÐI Arnold Ruutel, forseti Eistlands, í opinberri heimsókn á Íslandi
Þann 20. apríl s.l. var þjóðfáni Eista og annarra Eystrasalts- og Austur Evrópuþjóða dreginn að hún í aðalstöðvum NATO í Brussel. Og fyrir þremur dögum var sambærileg athöfn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í höfuðborg Evrópu. Þar með hafði megin markmiðum þessara þjóða um að sameinast á ný þjóðafjölskyldu Evrópu verið náð.