Þegar hann kvaddi Ísland 1985 lauk um leið 30 ára ferli í bandarísku utanríkisþjónustunni. Marshall var “strategiskur” hugsuður, sem fjallaði um alþjóðamál af ástríðu. Sérgreinar hans voru Sovétríkin og Kína (enda talaði hann bæði rússnesku og mandarísku), þótt eftirlæti hans væri Suðaustur-Asía. Eftir að hafa starfað í utanríkisþjónustu landsins í Hong Kong, Singapore, Indónesíu og Vietnam, varð hann stjórnmálaráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu.
Marshall Brement, sendiherra á Íslandi – minning
Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi (1981-85), var enginn venjulegur kerfiskall. Í samanburði við þá kollega hans, bandaríska, sem hafa til siðs að kaupa sér sendiherraembætti í fjarlægum löndum fyrir framlög í kosningasjóði, vitandi varla hvar þeir eru staddir á landakortinu, var Marshall hinn útvaldi atvinnumaður.