Minning: INGÓLFUR MARGEIRSSON

HONUM Ingó var flest til lista lagt, sem prýða má einn lífskúnstner, trúbador og gleðimann. Það neistaði af húmornum í góðum félagsskap, og hlátur hans var smitandi. Hann var listateiknari og músíkalskur fram í fingurgóma (enda stutt í gítarinn) og bítlavin öðrum betri.

En fyrst og síðast var hann næmur, íhugull og athugull rithöfundur, sem lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Það besta sem hann skrifaði í formi ævisögunnar ber mannskilningi hans og listatökum á íslensku máli órækt vitni. Og mikið lifandis ósköp gat hann Ingó verið hlýr og uppörvandi félagi í dagsins önn. Því fengum við að kynnast, sem áttum því láni að fagna að vera vinnufélagar hans, á einhverju tímabili starfsævinnar. Þess vegna var hann vinmargur og eftirsóttur félagi.

Lesa meira

Reynir Ólafsson

Haustið 1984 sögðu skoðanakannanir, að Alþýðuflokkurinn, flokkur íslenskra jafnaðarmanna, væri við dauðans dyr eftir 70 ára starf í þágu íslenskrar alþýðu. Ef mark væri á takandi, væri Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Mér var stórlega misboðið. Hvert var þá orðið allt okkar starf? Ég gekk á fund þáverandi formanns og tilkynnti mótframboð. Það var engu að tapa, allt að vinna.

Að loknu formannskjöri lagðist ég í ferðalög. Hundrafundaferðin hét það, undir leiðarstefinu: Hverjir eiga Ísland? Fundaferðin stóð yfir á annað ár. Dropinn holaði steininn. Smám saman komst boðskapurinn til skila. Í sveitarstjórnarkosningum 1986 reyndist Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Við vorum á réttri leið.

Lesa meira

Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Minning

Menn hafa það enn í dag fyrir satt, að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi verið tekin af í beinni útsendingu á Stöð-2 eftir kvöldfréttir þann 16. september, 1988. Þetta er að vísu of mælt. Ríkisstjórnin hafði naumast greinst með lífsmarki allt sumarið. Talsamband formanna samstarfsflokkanna var slitrótt. Ákvarðanir fengust ekki teknar. Þjóðarskútan var á reki. Það vantaði kúrsinn.

Það var við þessar tvísýnu aðstæður, að við Steingrímur Hermannsson sórumst í pólitískt fóstbræðralag.Við náðum, ásamt samstarfsmönnum okkar, samstöðu um úrræði, sem dugðu við bráðavanda þess tíma.Svo settum við kúrsinn um, hvert skyldi halda. Niðurstaðan varð myndun vinstristjórnar, undir forystu Steingríms, sem var við völd til loka kjörtímabilsins vorið 1991. Þetta kom mörgum í opna skjöldu. Það hafði verið fátt með frændum, jafnaðar- og samvinnumönnum, um hríð. En aðsteðjandi vandi neyddi okkur Steingrím til að slíðra sverðin og snúa bökum saman, svo sem gert höfðu feður okkar, Hermann og Hannibal, forðum daga.

Lesa meira

Minning: Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már var sá embættismaður íslenskur, sem þekkingar sinnar og reynslu vegna, var best til þess fallinn að feta í fótspor sjálfs Hannesar Hafstein,

sem aðalsamningamaður Íslands, til að undirbúa og leiða þær viðræður, sem framundan eru við Evrópusambandið um aðild Íslands að allsherjarsamtökum lýðræðisríkja. Sú von er nú að engu orðin. Svona verður Íslands óhamingju flest að vopni þessi misserin.

Lesa meira

Dr. Gísli Reynisson, ræðismaður – minning

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira

In memoriam: DR. GÍSLI REYNISSON, COUNSUL GENERAL IN RIGA

Once upon a time Riga was the jewel of the Swedish crown – was the biggest town of the Swedish empire – bigger and richer than Stockholm – and the most powerful commercial center of the Hanseatic merchant league along the Baltic Sea. Still, they spoke German on the Stock Exchange.

Riga was the Hong Kong of Europe – an international trade center – through which the exports from the great Russian hinterland were transported to the markets of the great merchant cities of Lübeck, Copenhagen, Hamburg and Amsterdam; from which the industrial goods of Europe were brought back east. And where business blossoms, culture springs alive. It was in this city that Richard Wagner lived to become a world known composer, and Eisenstein, much later, laid the foundation for Soviet film making. Most cities on the Baltic coastline were – to tell the truth – mere provincial backwaters in comparison with the multinational culture that blossomed in Riga during her golden age.

Continue reading

DR. GÍSLI REYNISSON, RÆÐISMAÐUR

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira

Marshall Brement, sendiherra á Íslandi – minning

Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi (1981-85), var enginn venjulegur kerfiskall. Í samanburði við þá kollega hans, bandaríska, sem hafa til siðs að kaupa sér sendiherraembætti í fjarlægum löndum fyrir framlög í kosningasjóði, vitandi varla hvar þeir eru staddir á landakortinu, var Marshall hinn útvaldi atvinnumaður.

Þegar hann kvaddi Ísland 1985 lauk um leið 30 ára ferli í bandarísku utanríkisþjónustunni. Marshall var “strategiskur” hugsuður, sem fjallaði um alþjóðamál af ástríðu. Sérgreinar hans voru Sovétríkin og Kína (enda talaði hann bæði rússnesku og mandarísku), þótt eftirlæti hans væri Suðaustur-Asía. Eftir að hafa starfað í utanríkisþjónustu landsins í Hong Kong, Singapore, Indónesíu og Vietnam, varð hann stjórnmálaráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu.

Lesa meira

Í MINNINGU BRYNJU

Þegar Flauelsbyltingin hafði fleytt Vachlav Havel upp í forsetaembætti þáverandi Tékkóslóvakíu, þurfti hann að festa hið nýfrjálsa lýðveldi í sessi með því að heimsækja heiminn. Leikregur valdsins kváðu á um að fyrsti áfangastaður hins nýkjörna forseta skyldi vera Washington D. C. – svört borg á bökkum Potomac árinnar í Virginíu. Þar stóð skrifað að höfuðborg heimsins ríkti milli Hvíta hússins og Capitol Hill. Havel hlýddi leikreglunum og fór þangað sem fyrir var mælt að hann skyldi fara.

En hann hafði ekki verið “dissident” áratugum saman fyrir ekki neitt. Hann var leikskáld, gagnrýnandi og andófsmaður gegn pólitískum alzheimer sovésku leppanna sem ríktu á bökkum Moldár í skjóli Rauða hersins. Hann hafði verið tekinn úr umferð og sýningar á verkum hans voru bannaðar. Sjáflur hafði hann séð fæst af verkum sínum á sviði. Það rifjaðist upp fyrir honum að íslenskur leikstjóri hafði beitt sér fyrir þýðingu á verkum hans og uppfærslu á þeim í íslenska Þjóðleikhúsinu. Þessi leikstjóri var Brynja Ben. Í viðurkenningarskyni – eða var það bara fyrir forvitnisakir – gerði Havel lykkju á leið sína á leiðnni til Washington. Hann fór fyrst til Reykjavíkur. Þar fékk hann að sjá í fyrsta sinn uppfærslu á “Uppbyggingunni”, tvíræðri ádeilu á hugsjón sem snýst upp í andhverfu sína; draumi sem endar í martröð. Þetta verk hafði þá verið bannað í rúma tvo áratugi í heimalandinu. Að mati undirritaðs er þessi pólitíska ádeila besta sviðsverk höfundarins. Auðvitað gat hann ekki staðist freistinguna að sjá uppfærslu Brynju í eigin persónu. Flutningur verksins á íslensku virtist ekki hamla skilningi skáldsins á eigin höfundarverki.

Lesa meira

Í MINNINGU EINARS ODDS KRISTJÁNSSONAR

Þjóðarsáttarsamningarnir snemma á tíunda áratug seinustu aldar voru stóra stundin á pólitískum ferli Einars Odds Kristjánssonar. Það er vafamál, hvort þessir samningar hefðu komist á án hans atbeina. Auðvitað áttu fleiri góðan hlut að því máli, en áræðni Einars Odds og sannfæringarkraftur kunna að hafa ráðið úrslitum. Fyrir þetta stendur íslenska þjóðin í þakkarskuld við Einar Odd Kristjánsson. Viðurkenning manna á lofsverðri framgöngu Einars Odds í þessu máli fékk m.a. s. birtingarform í tungutakinu, því að lengi á eftir var til hans vísað undir sæmdarheitinu “bjargvætturinn frá Flateyri.”

Mikilvægi þessara tilteknu kjarasamninga er trúlega hulin ráðgáta öðrum en þeim, sem ólust upp í verðbólguþjóðfélaginu íslenska. Þrálát verðbólga var á þessum árum innbyggð í sjálft stjórnkerfið og orðin að sérstökum lífsstíl. Verðbólgan var knúin áfram af sjálfvirkri víxlverkan verðlags og launa. Kjarasamningar, jafnvel upp á tugi prósenta, héldu ekki, því að kaupmátturinn eyddist í verðbólgunni. Verðbólguvæntingarnar stýrðu hugsunarhætti og athöfnum fólks. Glataður var geymdur eyrir. Sparnaður var nánast refsivert athæfi. Engir haldbærir mælikvarðar voru til á arðsemi fjárfestinga. Allt var talið borgað sig, ef það var bundið nógu hratt í steinsteypu. Munurinn á verðlagi og tilkostnaði innan lands og meðal viðskiptaþjóða kallaði á reglubundnar gengisfellingar krónunnar til þess að halda sjávarútveginum að meðaltali ofan við núllið.

Lesa meira