Minning: SNÆFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR

Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.Þegar hún leit fyrst ljós heimsins, kvaddi hún sér hljóðs, eftirminnilega. Það var hvorki vanmáttugt kjökur né síngjörn heimtufrekja. Það var sjálfstæðisyfirlýsing. Þannig var hún var allt sitt líf: Sjálfstæð og viljasterk.

Uppvaxtarárin á Ísafirði settu á hana mark. Frá barnsaldri lagði hún stund á fiðluleik í Tónlistarskóla Ragnars H. Ragnar. Í þeim skóla var spilað á samæfingum hverja helgi. Tónleikar fyrir fullum sal voru þrisvar á ári: Um jól, páska og lokatónleikar að vori. Á öllum þessum tónleikum spilaði hún einleik af öryggi og ástríðu. Í fiðluleiknum birtust okkur aðrir eðliskostir hennar: Fegurðarþráin og vandvirknin.

Lesa meira

Dr. Arnór Hannibalsson

Dr. Arnór Hannibalsson, elsti bróðir minn lést þann 28. des.s.l., sjötíu og átta ára að aldri. Útför Arnórs fór fram frá Reynivallakirkju í Kjós 12. janúar. s.l..
Hér fara á eftir minningarorð mín um Arnór, sem birt voru í Mbl. laugardaginn 12. jan. s.l.

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Lesa meira

DR. Arnór Hannibalsson

Fyrsta minning mín um elsta bróður minn er þar sem hann situr við eldhúsborðið, einbeittur á svip og reynir að fanga blæbrigði birtu og skugga á hvíta örk. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að þessi bráðþroska drengur var þegar á tíunda árinu í fjarnámi við danskan myndlistarskóla. Ísafjörður var (og er) menningarbær.

Meðan aðrir strákar á hans reki eltust við tuðru út um víðan völl, kenndi hann sjálfum sér esperanto. Hugsjónin um sameiginlegt tungumál jarðarbúa, tæki til að eyða fáfræði og fordómum,hafði fangað hug hans. Um fermingaraldur var hann farinn að skrifast á við lærða menn í útlöndum á þessu tungumáli um stríð og frið.

Lesa meira

Minning: Haraldur Helgason

Þau voru sérstök, Halli og Ninna. Hún var flott Akureyrardama, fín í tauinu, glaðvær, gestrisin og launfyndin. Hann var soldið upp með sér af að eiga svona fína konu. Ég hafði það strax á tilfinningunni, að hann vildi allt fyrir hana gera. Þau voru hrifin hvort af öðru, og það fór ekki milli mála. Það var í hundrað-funda ferðinni 1984-85, sem fundum okkar bar fyrst saman. Yfirskrift fundanna var: Hverjir eiga Ísland?

Á þessum fundum, vítt og breitt um landið, kviknaði aftur hugsjónaglóð gömlu kratanna, sem hafði verið við það að kulna. Á Akureyri var fullt út úr dyrum. Bragi Sigurjónsson – gamall baráttufélagi föður míns – stýrði fundi. Umræður voru með virðuleikablæ. Þetta var jú á Akureyri.

Lesa meira

Minning um Gunnar Dal

Athugasemd: Í gamla daga var Mogginn kallaður danski Mogginn. Á seinni árum hafa óvandaðair menn stundum uppnefnt hann “Dödens Avis”. Það er auðvitað út af minningargreinunum. Og nú verð ég að gera þá játningu, eis og margir aðrir, sem hafa sagt upp Mogganum, að við söknum auðvitað minningargreinanna með morgunkaffinu. En það er ekki nóg með það, að við fáum ekki að lesa minningargreinarnar. Nú er svo komið, að þær fást ekki lengur birtar. Alla vega þá ekki fyrr en eftir dúk og disk. Einn helsti vitmaður þessarar þjóðar kvaddi jarðlífið í fyrri viku: Gunnar Dal, skáld og heimspekingur. Um leið og ég spurði þau tíðindi, settist ég niður og skrifaði um hann minningargrein og sendi í Dödens Avis. Jarðarförin fór fram s.l. mánudag, en greinin er óbirt enn. Þess vegna birtist hún hér, vinum og aðdáendum Gunnars til hughreystingar.

Ætli Gunnar Dal hafi ekki verið hvort tveggja, einhver mest lesni höfundur þjóðarinnar um sína daga og vanmetnasta ljóðskáldið í senn? Af samneyti við unglinga í Menntaskólanum á Ísafirði forðum daga lærði ég, að þeir sóttu sér hjálpræði í ljóðræna lífsspeki Kahlils Gibran í þýðingu Gunnars, þótt mannvitið í ljóðum og sögum hans sjálfs væri þeim sem lokuð bók.

Lesa meira

Minning: INGÓLFUR MARGEIRSSON

HONUM Ingó var flest til lista lagt, sem prýða má einn lífskúnstner, trúbador og gleðimann. Það neistaði af húmornum í góðum félagsskap, og hlátur hans var smitandi. Hann var listateiknari og músíkalskur fram í fingurgóma (enda stutt í gítarinn) og bítlavin öðrum betri.

En fyrst og síðast var hann næmur, íhugull og athugull rithöfundur, sem lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Það besta sem hann skrifaði í formi ævisögunnar ber mannskilningi hans og listatökum á íslensku máli órækt vitni. Og mikið lifandis ósköp gat hann Ingó verið hlýr og uppörvandi félagi í dagsins önn. Því fengum við að kynnast, sem áttum því láni að fagna að vera vinnufélagar hans, á einhverju tímabili starfsævinnar. Þess vegna var hann vinmargur og eftirsóttur félagi.

Lesa meira

Reynir Ólafsson

Haustið 1984 sögðu skoðanakannanir, að Alþýðuflokkurinn, flokkur íslenskra jafnaðarmanna, væri við dauðans dyr eftir 70 ára starf í þágu íslenskrar alþýðu. Ef mark væri á takandi, væri Alþýðuflokkurinn minnsti flokkur þjóðarinnar. Mér var stórlega misboðið. Hvert var þá orðið allt okkar starf? Ég gekk á fund þáverandi formanns og tilkynnti mótframboð. Það var engu að tapa, allt að vinna.

Að loknu formannskjöri lagðist ég í ferðalög. Hundrafundaferðin hét það, undir leiðarstefinu: Hverjir eiga Ísland? Fundaferðin stóð yfir á annað ár. Dropinn holaði steininn. Smám saman komst boðskapurinn til skila. Í sveitarstjórnarkosningum 1986 reyndist Alþýðuflokkurinn vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. Við vorum á réttri leið.

Lesa meira

Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Minning

Menn hafa það enn í dag fyrir satt, að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi verið tekin af í beinni útsendingu á Stöð-2 eftir kvöldfréttir þann 16. september, 1988. Þetta er að vísu of mælt. Ríkisstjórnin hafði naumast greinst með lífsmarki allt sumarið. Talsamband formanna samstarfsflokkanna var slitrótt. Ákvarðanir fengust ekki teknar. Þjóðarskútan var á reki. Það vantaði kúrsinn.

Það var við þessar tvísýnu aðstæður, að við Steingrímur Hermannsson sórumst í pólitískt fóstbræðralag.Við náðum, ásamt samstarfsmönnum okkar, samstöðu um úrræði, sem dugðu við bráðavanda þess tíma.Svo settum við kúrsinn um, hvert skyldi halda. Niðurstaðan varð myndun vinstristjórnar, undir forystu Steingríms, sem var við völd til loka kjörtímabilsins vorið 1991. Þetta kom mörgum í opna skjöldu. Það hafði verið fátt með frændum, jafnaðar- og samvinnumönnum, um hríð. En aðsteðjandi vandi neyddi okkur Steingrím til að slíðra sverðin og snúa bökum saman, svo sem gert höfðu feður okkar, Hermann og Hannibal, forðum daga.

Lesa meira

Minning: Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már var sá embættismaður íslenskur, sem þekkingar sinnar og reynslu vegna, var best til þess fallinn að feta í fótspor sjálfs Hannesar Hafstein,

sem aðalsamningamaður Íslands, til að undirbúa og leiða þær viðræður, sem framundan eru við Evrópusambandið um aðild Íslands að allsherjarsamtökum lýðræðisríkja. Sú von er nú að engu orðin. Svona verður Íslands óhamingju flest að vopni þessi misserin.

Lesa meira

Dr. Gísli Reynisson, ræðismaður – minning

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira