Minning: Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már var sá embættismaður íslenskur, sem þekkingar sinnar og reynslu vegna, var best til þess fallinn að feta í fótspor sjálfs Hannesar Hafstein,

sem aðalsamningamaður Íslands, til að undirbúa og leiða þær viðræður, sem framundan eru við Evrópusambandið um aðild Íslands að allsherjarsamtökum lýðræðisríkja. Sú von er nú að engu orðin. Svona verður Íslands óhamingju flest að vopni þessi misserin.

Lesa meira

Dr. Gísli Reynisson, ræðismaður – minning

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira

In memoriam: DR. GÍSLI REYNISSON, COUNSUL GENERAL IN RIGA

Once upon a time Riga was the jewel of the Swedish crown – was the biggest town of the Swedish empire – bigger and richer than Stockholm – and the most powerful commercial center of the Hanseatic merchant league along the Baltic Sea. Still, they spoke German on the Stock Exchange.

Riga was the Hong Kong of Europe – an international trade center – through which the exports from the great Russian hinterland were transported to the markets of the great merchant cities of Lübeck, Copenhagen, Hamburg and Amsterdam; from which the industrial goods of Europe were brought back east. And where business blossoms, culture springs alive. It was in this city that Richard Wagner lived to become a world known composer, and Eisenstein, much later, laid the foundation for Soviet film making. Most cities on the Baltic coastline were – to tell the truth – mere provincial backwaters in comparison with the multinational culture that blossomed in Riga during her golden age.

Continue reading

DR. GÍSLI REYNISSON, RÆÐISMAÐUR

Sú var tíð að Riga var djásnið í kórónu sænska stórveldisins. Hún var stærsta borg Svíaríkis – stærri og ríkari en Stokkhólmur – og umsvifamesta viðskiptamiðstöð Hansakaupmanna við Eystrasalt. Þetta breytti ekki því að þeir töluðu þýsku í kauphöllinni.

Riga var þeirrar tíðar Hong Kong – alþjóðleg verslunarmiðstöð – sem flutti útflutningsafurðir hins mikla rússneska meginlands til markaða Hansaborganna: Lübeck, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Amsterdam. Og þar sem eru líbbleg viðskipti, kviknar gjarnan blómleg menning. Það var þarna sem Richard Wagner tók út þroska sinn sem tónskáld og Eisenstein lagði löngu seinna grundvöllinn að sovéskri kvikmyndalist. Flestar borgir við Eystrasalt voru satt að segja lítið annað en útkjálkaþorp í samanburði við hina fjölþjóðlegu menningu sem blómstraði í Riga, þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.

Lesa meira

Marshall Brement, sendiherra á Íslandi – minning

Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi (1981-85), var enginn venjulegur kerfiskall. Í samanburði við þá kollega hans, bandaríska, sem hafa til siðs að kaupa sér sendiherraembætti í fjarlægum löndum fyrir framlög í kosningasjóði, vitandi varla hvar þeir eru staddir á landakortinu, var Marshall hinn útvaldi atvinnumaður.

Þegar hann kvaddi Ísland 1985 lauk um leið 30 ára ferli í bandarísku utanríkisþjónustunni. Marshall var “strategiskur” hugsuður, sem fjallaði um alþjóðamál af ástríðu. Sérgreinar hans voru Sovétríkin og Kína (enda talaði hann bæði rússnesku og mandarísku), þótt eftirlæti hans væri Suðaustur-Asía. Eftir að hafa starfað í utanríkisþjónustu landsins í Hong Kong, Singapore, Indónesíu og Vietnam, varð hann stjórnmálaráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu.

Lesa meira

Í MINNINGU BRYNJU

Þegar Flauelsbyltingin hafði fleytt Vachlav Havel upp í forsetaembætti þáverandi Tékkóslóvakíu, þurfti hann að festa hið nýfrjálsa lýðveldi í sessi með því að heimsækja heiminn. Leikregur valdsins kváðu á um að fyrsti áfangastaður hins nýkjörna forseta skyldi vera Washington D. C. – svört borg á bökkum Potomac árinnar í Virginíu. Þar stóð skrifað að höfuðborg heimsins ríkti milli Hvíta hússins og Capitol Hill. Havel hlýddi leikreglunum og fór þangað sem fyrir var mælt að hann skyldi fara.

En hann hafði ekki verið “dissident” áratugum saman fyrir ekki neitt. Hann var leikskáld, gagnrýnandi og andófsmaður gegn pólitískum alzheimer sovésku leppanna sem ríktu á bökkum Moldár í skjóli Rauða hersins. Hann hafði verið tekinn úr umferð og sýningar á verkum hans voru bannaðar. Sjáflur hafði hann séð fæst af verkum sínum á sviði. Það rifjaðist upp fyrir honum að íslenskur leikstjóri hafði beitt sér fyrir þýðingu á verkum hans og uppfærslu á þeim í íslenska Þjóðleikhúsinu. Þessi leikstjóri var Brynja Ben. Í viðurkenningarskyni – eða var það bara fyrir forvitnisakir – gerði Havel lykkju á leið sína á leiðnni til Washington. Hann fór fyrst til Reykjavíkur. Þar fékk hann að sjá í fyrsta sinn uppfærslu á “Uppbyggingunni”, tvíræðri ádeilu á hugsjón sem snýst upp í andhverfu sína; draumi sem endar í martröð. Þetta verk hafði þá verið bannað í rúma tvo áratugi í heimalandinu. Að mati undirritaðs er þessi pólitíska ádeila besta sviðsverk höfundarins. Auðvitað gat hann ekki staðist freistinguna að sjá uppfærslu Brynju í eigin persónu. Flutningur verksins á íslensku virtist ekki hamla skilningi skáldsins á eigin höfundarverki.

Lesa meira

Í MINNINGU EINARS ODDS KRISTJÁNSSONAR

Þjóðarsáttarsamningarnir snemma á tíunda áratug seinustu aldar voru stóra stundin á pólitískum ferli Einars Odds Kristjánssonar. Það er vafamál, hvort þessir samningar hefðu komist á án hans atbeina. Auðvitað áttu fleiri góðan hlut að því máli, en áræðni Einars Odds og sannfæringarkraftur kunna að hafa ráðið úrslitum. Fyrir þetta stendur íslenska þjóðin í þakkarskuld við Einar Odd Kristjánsson. Viðurkenning manna á lofsverðri framgöngu Einars Odds í þessu máli fékk m.a. s. birtingarform í tungutakinu, því að lengi á eftir var til hans vísað undir sæmdarheitinu “bjargvætturinn frá Flateyri.”

Mikilvægi þessara tilteknu kjarasamninga er trúlega hulin ráðgáta öðrum en þeim, sem ólust upp í verðbólguþjóðfélaginu íslenska. Þrálát verðbólga var á þessum árum innbyggð í sjálft stjórnkerfið og orðin að sérstökum lífsstíl. Verðbólgan var knúin áfram af sjálfvirkri víxlverkan verðlags og launa. Kjarasamningar, jafnvel upp á tugi prósenta, héldu ekki, því að kaupmátturinn eyddist í verðbólgunni. Verðbólguvæntingarnar stýrðu hugsunarhætti og athöfnum fólks. Glataður var geymdur eyrir. Sparnaður var nánast refsivert athæfi. Engir haldbærir mælikvarðar voru til á arðsemi fjárfestinga. Allt var talið borgað sig, ef það var bundið nógu hratt í steinsteypu. Munurinn á verðlagi og tilkostnaði innan lands og meðal viðskiptaþjóða kallaði á reglubundnar gengisfellingar krónunnar til þess að halda sjávarútveginum að meðaltali ofan við núllið.

Lesa meira

HELGI HAFLIÐASON – MINNING

Á árunum upp úr fyrra stríði stóð opinn fiskmarkaður Reykvíkinga, þar sem nú er vinsælasti veitingastaður borgarinnar – Bæjarins besta – við Tryggvagötu. Árið 1922 – árið sem Helgi frændi minn, Hafliðason, fæddist fyrir áttatíu og fjórum árum – byrjaði faðir hans að selja reykvískum húsmæðrum ferskan fisk beint af kerrunni. Þetta var upphafið að Fiskbúð Hafliða, sem alla tíð síðan hefur verið stofnun í bæjarlífinu, hvernig svo sem allt annað hefur velkst og horfið í tímans ólgusjó. Fiskbúð Hafliða var einn af þessum föstu púnktum í tilverunni, sem stóð af sér áreiti tímans.

Faðir Helga var Hafliði Baldvinsson, bróðir Jóns Baldvinssonar, sem var forseti Alþýðusambandsins og þar með formaður Alþýðuflokksins fyrstu tvo áratugina og rúmlega það. Þeir skiptu með sér verkum, þessir bræður að vestan. Annar sá alþýðu manna fyrir hollri næringu við vægu verði; hinn barðist fyrir bættum kjörum hins stritandi lýðs samkvæmt boðorðinu, að verður væri verkamaðurinn launanna.

Lesa meira

MAGNÚS MAGNÚSSON – MINNING

Að áliðnu hausti árið 1958 – fyrir hartnær hálfri öld – strukum við Bryndís einn góðan veðurdag í dagrenningu um borð í gamla Gullfoss. Við stungum af frá foreldrum og aðstandendum á vit frelsisins. Ég var á leið til Edinborgar að læra til forsætisráðherra. Hún var á leið til Parísar að nema frönsku og lífskúnst. Leiðir okkar skildi í Leith, hinni lágreistu hafnarborg höfuðborgar Skotlands.

Þegar við gengum frá borði niður landganginn, beið þar mikilúðlegur maður og dreif okkur inn í amríska límúsínu, eins og um opinbera heimsókn væri að ræða. Þessi höfðingi hét Sigursteinn Magnússon, umboðsmaður SÍS í Evrópu og ræðismaður íslenska lýðveldisins á Skotlandi. Hannibal hafði þá haft spurnir af laumufarþegum um borð í Gullfossi og beðið gamlan glímufélaga sinn frá Akureyri að líta til með þeim.

Lesa meira

Í MINNINGU GALBRAITHS. ÖRBIRGÐIN Í ALLSNÆGTUNUM

Allsnægtaþjóðfélagið (“The Affluent Society”) eftir John Kenneth Galbraith kom út árið 1958. Þar með hafði kvatt sér hljóðs maður, sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á skoðanir margra af minni kynslóð um margt af því, sem mestu máli skipti í samtímanum. Galbraith var skarpskyggn hagfræðingur, heillandi rithöfundur og vel innrættur jafnaðarmaður – allt í sömu persónunni. Hann var sérfræðingur í að afhjúpa innistæðuleysi venjuviskunnar –“ the conventional wisdom” – en það er hugtak, sem hann átti höfundarréttinn að. Hann lést 29. apríl s.l., 97 ára að aldri. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn áhrifaríkasti fulltrúi hinnar frjálslyndu Ameríku, sem afgangurinn af heiminum batt vonir við. Þess vegna er vert að minnast hans með nokkrum vel völdum orðum.

Allsnægtir og örbirgð.

Áhrifamesta bók hans, Allsnægtaþjóðfélagið, kom út árið sem ég lauk stúdentsprófi, en ég komst fyrst í tæri við hana nokkrum árum seinna, á námsárunum í Edinborg. Þessi bók opnaði heilli kynslóð nýja sýn á grundvallarþversögn amerísks kapitalisma. Þessi þversögn birtist okkur í einkaveröld allsnægtanna mitt í niðurníðslu almannaþjónustu. Hann festi þessa þjóðfélagsmynd í hugskoti lesenda sinna með orðtakinu: “Private affluence amid public squalor”. Þessi mynd er ekki síður raunsönn lýsing á amerísku þjóðfélagi í dag en hún var fyrir hálfri öld. Víggirt villuhverfi, lúxusbílar og óhófsneysla en vanræktar almannasamgöngur, niðurnídd fátækrahverfi, engar almannatryggingar, opinbert skólakerfi og heilsugæsla að hruni komið. Fimmtungur barnafjölskyldna undir fátæktarmörkum og lífsgæði undirstéttarinnar, sem minna meira á þriðja heiminn en ríkasta þjóðfélag heims. Þetta hefur ekki breyst til hins betra frá því að Galbraith afhjúpaði sannleikann um ójöfnuð og stéttaskiptingu bandarísks samfélags. Þvert á móti. Það hefur versnað um allan helming. Draumurinn um land tækifæranna hefur snúist upp í andhverfu sína. Bandaríkin eru nú mesta ójafnaðarþjóðfélag meðal þróaðra þjóða í heiminum.

Lesa meira